Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Nú er fjandinn hafi það nóg komið!
Norræni fjárfestingabankinn er hættur að lána íslenskum fyrirtækjum.
Of mikil áhætta felst í því að lána þeim, segja mennirnir í bankanum.
Samt var því lætt með (svona til að hafa það á hreinu að það er verið að kúga okkur til hlýðni) af stjórnarmanni í sjóðnum að lausn Icesavedeilunnar gæti breytt málinu.
Sko, ég er beisíklí og nákvæmlega núna komin með nóg af hótunum og handleggjauppásnúningi annarra þjóða gagnvart Íslandi.
Hótanir hafa aldrei gert annað fyrir mig en að setja mig algjörlega á þverveginn.
Ekki að ég ráði einhverju en ég vona að einhver sem hefur eitthvað að segja um málefni Ísland fari að stinga niður fæti og segja hingað og ekki lengra, nú er nóg fjandinn hafi það!
Okkur ber vafalaust að taka ábyrgð á Icesave, ekki ætla ég að neita því.
En þessar eilífu hótanir, kúganir úr öllum áttum eru ekki að gera neitt fyrir mig.
Og svo sá ég í fréttunum að okkur beri samkvæmt núverandi mynd á Icesavesamningi að borga 2 milljarða króna fyrir útlagðan kostnað Breta í málinu.
Halló, vaknaði einhver snillingur upp í Bretlandi og ákvað að láta Íslendinga borga fyrir allt mögulegt og ómögulegt í þessu máli?
Eða voru Íslendingar svo bognir og sigraðir að þeir létu hjá leggjast að spyrna við fótum?
Eigum við ekki jafnframt að bjóðast til að kosta viðhald á strætisvögnum Lundúnaborgar og greiða fægilöginn á krúnuskartgripi friggings drottningarinnar fyrst við erum á annað borð farin að opna budduna og dreifa peningum eins og dauðadrukkinn olíufursti á eyðslufylleríi?
Koma svo, vöknum!
Rísum á lappir og horfumst óhrædd í augu við umheiminn.
Það var ekki íslenskur almenningur sem fór um Evrópu rænandi og ruplandi skiljandi eftir sig sviðna jörð.
Borgum það sem okkur ber og ekki krónu meira.
Og gerum það bein í baki.
Fjandinn sjálfur, ég vil ekki sjá þennan undirlægjuhátt.
Svo geta bankar, lönd, ríkisstjórnir og mjólkurbúðir heimsins hótað sig bláa í framan.
Súmítúðefriggingsbón.
Hættir að lána Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hneyksli, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Reiði rænir menn heilbrigðri skynsemi. Það skilur með þeim sem ná árangri og þeim sem tapa við erfiðar aðstæður að þeir haldi haus og láti heilann stjórna en ekki hjartað.
Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2009 kl. 19:29
Þetta er nú svolítið sick hjá þér, svo ekki sé meira sagt.
Ég er ekki til að deyja fyrir eitthvert kjánastolt og hræsni.
Kári (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 19:30
Þetta lýsir bara viðhorfi til Íslendinga, glæpapakk. Erum við ekki það ?
Finnur Bárðarson, 23.7.2009 kl. 19:36
Kæra Jenný
Staðreyndin er sú að það er heimskreppa í gangi sem er að bitna á öllum, ekki bara Íslendingum. Því er ekkert að sjálfu sér að því þó að Norræni fjárfestingarbankinn ákveði verða svolítið íhaldsamari í lánveitingum til Íslands.
Ég vil einnig leggja áherslu á málsgreinina "Fram kom hjá RÚV að bankinn tapaði 145 milljónum evra eða um 26 milljörðum króna á síðasta ári. Helmingur tapsins er rakinn til útlána til Íslands".
Íslendingar geta svo sem sagt umheiminum að fara til fjandans, en umheimnum yrði varla vart við það. En ef umheimurinn myndi segja Íslendingum að fara til fjandans, þá myndum við eimmitt gera það. Við þurfum meira á velvild annara þjóða að halda, en þær þurfa á okkar. Við erum ekki eina þjóðin sem hefur þurft að vera undirlægja stórveldana, og við verðum alls ekki sú síðasta.
Ég held að það sé komin tími til þess Íslendingar hætti að taka öllu svona helvíti persónulega og geri sér grein fyrir að Ísland er ekki miðpunktur jarðarinnar.
Mikael Allan Mikaelsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 19:38
Þetta heitir "collective punishment" er gengur þvert gegn Genfarsáttmálanum.
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2009 kl. 19:38
Mér finnst Jóhanna gefa ESB fellatio þegar það á ekki skilið svoleiðis munað. Hættum nú að missa buxurnar niður á hælana fyrir kúgunarþjóðir.
fellatio, 23.7.2009 kl. 19:39
Takið eftir því sem Ásgeir R. Helgason segir hér fyrir ofan. Ég held að þetta sé alveg hárrétt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.7.2009 kl. 19:46
Mig langar að taka undir með Mikael Allan Mikaelsson hér að ofan, finnst hann mæla af yfirvegun og skynsemi
ASE (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 19:51
Jenný, takk fyrir skemmtilegt blogg og tónlistina eftir húsbandið þitt!
Ég er sammála Ásgeiri R. og Láru Hönnu. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum og á að fara lengra.
Svo er mér spurn hvernig íslendingurinn sem vitnað er í getur hugsað sér að vinna áfram í þessum banka við slíkar kringumstæður?
Vilhelmina af Ugglas, 23.7.2009 kl. 20:00
Það er er verið að segja okkur það skýrt að við getum ekki látið okkur detta það í hug að við getum komist upp með að borga ekki. Þetta er bara svona einfalt og andskoti súrt epli að bíta í. Við getum þakkað Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni fyrir. Þvílíkir snillingar, þeir með sína frjálshyggju.
Valsól (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:04
Hver sagði þetta:
-"Einnig þar hefur nú orðið viðsnúningur. Í síðustu viku varð stærsti áfangi í íslenskri einkavæðingu með sölu á stórum hlut í Landsbanka Íslands. Salan átti að standa yfir í mánuð en lauk á aðeins 15 mínútum og virðist sá atburður jafnvel hafa farið framhjá mörgum, vegna annarra anna fjölmiðla. -"
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:14
Þetta er ekki hótun
Heldur viðbrögð við þeirri hótun alþingismanna að greiða ekki Icesave skuldirnar.
Þú myndir ekki vilja lána nokkrum manni sem þú vissir að væri vanskilamaður.
Svo einfalt er þetta jafnvel þó okkur líki þetta ekki
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:23
Enn og aftur er það augljóst að við erum Nígería norðursins.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:07
Gísli, DO að hreykja sér af snaggaralegri "talsambands"væðingu Landsbankans þann 17. júní 2002.
Hann sagði líka: ...að vernda rétt fólksins til að farga pólitískum forystumönnum sínum, ef það svo kysi og sýna með öðrum hætti að lokavaldið er ætíð í þess höndum og lýtur ekki öðrum lögmálum en sínum eigin." Oft ratast kjöftugum... og allt það.
Solveig (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:09
Algerlega óháð því hvort við eigum að borga Icesave eða ekki, þá eru það skýr brot á alþjóðasáttmála að beita "collective punishment". Ég er hissa á því að fólk reyni að verja þetta.
Íslendingurinn í stjórn bankans hlýtur að þurfa að svara fyrir það hvernig hann, eins og Vilhelmína bendir á, getur réttlætt fyrir sjálfum sér að vera áfram í stjórn bankans þegar stjórnin er svo augljóslega að brjóta alþjóðasamning á Íslendingum með því að beita "collective punishment" á heila þjóð.
Mjög athyglisvert mál!
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2009 kl. 21:09
Já gamla tuggan um að íslenskur almenningur tók ekki þessi lán. Icesave skuldbindinar okkar er lítið brotabrot af þeim 13.000 milljörðum eða svo erlenda fjármagni sem íslendingar voru að leika sér með undanfarinn ár. Þetta var sett í allskyns draumaverkefni hér á landi, tónlistarhúsið kannski það augljósasta. Allt var á fullu hérna. Hvað ætli þetta fjármagn hafi skapað mörg þúsund störf á íslandi ekki bara í bönkum heldur orkugeira, byggingariðnaði og fleiri geirum, hversu miklar skattekjur, félags og heilbrigðisþjónustu, og hversu mikinn afgang af ríkissjóði. Samt munum við aldrei þurfa greiða til baka nema lítið brot af þessu erlenda fjármagni, Icesave verður samkvæmt útreikningum(ef þeir standast þegar upp er staðið) eitthvað um 20% af þjóðarframleiðslu ef ég man rétt, það er nú andskoti vel sloppið eftir þetta ævintýri og sumir íslendingar kalla þetta Versalasamninga!!!!!!!!!!!!!! Mest af skuldum okkar verður til vegna allt annarra hluta, IMF láns, endurfjármögnunar gjaldþrota seðlabanka til að byggja upp nýjan gjaldeyrisvaraforða, endurfjármögnunar bankanna, mikið tap lífeyrissjóða, fjárfestingarævintýri fyrirtækja, gengishrun krónunnar(sem hækkar allar erlendar skuldir), bjarga fyrirtækjum eins og Sjóvá, landsvirkjun, sveitarfélögum, halli á ríkissjóð og svo famvegis og framvegis.
Hinsvegar tek ég undir mótmæli frá fólki um þessa samninga, þeir eru lélegir. Taka skal fram að evrópuþjóðir hafa sagt að við eigum að greiða þessar Icesave skuldir(og ég er algjörlega sammála), þessi fjárfestingasjóður segir líka að við eigum að greiða þessar skuldir, en það hefur enginn sagt að við eigum að greiða þessar skuldir með þessum vöxtum, að Bretar og Hollendingar eiga að fá helminginn af eignum landsbankans eða þá að við eigum að greiða lögfræðikostnað Breta. Við eigum að setja þennan samning í frystinn þar til aðildarviðræður við ESB hefjast. Við eigum að nota þetta sem levarge in aðildarviðræðunum en ekki öfugt. Þetta er bara út í hött samningur sem kemur út úr tvíhliða viðræðum íslendinga við annarsvegar Breta og hinsvegar hollendinga. Mér þætti það mikill lágkúruskapur ef að norðurlandaþjóðir taki ekki upp hanskann fyrir okkur varðandi þessa skilmála og jafnvel þjóðir eins og Pólland og Frakkland sem hafa sýnt okkur mikinn skilning í málinu, Frakkar meira segja tóku upp á sitt eigið frumkvæði að hnippa í íslenska diplómata og spurja hvort þeir ætluðu að leyfa Bretum að sitja einir á fundum í Evrópu þar sem aðeins þeirra hlið á málinu var útskýrð.
En ábyrgð okkar í þessu máli er MJÖG MIKIL. Það er hægt að setja málið upp eins og þú segir Jenný: "Eigum við ekki jafnframt að bjóðast til að greiða viðhald a strætisvögnum Lundúnaborgar...." og svo framvegis, en við skulum ekki gleyma að Icesave menn rændu peningum frá fjölmörgum sveitarfélögum, slökkviliðum, lögreglunni, góðgerðarsamtökum og fleira og fleira í þeim dúr sem þau fá aldrei greitt til baka. Það er 30 lönd sem starfa eftir þessum sömu reglum, mörg þúsundir banka í Evrópu, en samt þá var það íslenskum banka sem var leyft að ganga svona langt í þessum fáránleik öllum saman. Þrátt fyrir aðvaranir allstaðar að, þá fóru forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra út um allan heim að lofsama íslenska bankakerfið og fullvissa alla um að við stæðum á bak við þetta allt saman, sjálfur Davíð seðlabankastjóri hrósaði meira segja Icesave í erlendum fjölmiðlum nokkrum mánuðum áður en það fór rakleiðis á hausinn. Svo ábyrgð okkar er mikil og enginn ástæða til að lyfta brúnum og vera undrandi nú þegar þjóðir og stofnanir draga í efa hvort við séum borgunarmenn fyrir lán hvort sem það kemur, frá bönkum, ríkiskössum erlendra ríkja eða fjárfestingarsjóðum.
Jón Gunnar Bjarkan, 23.7.2009 kl. 21:12
Sammála, hingað og ekki lengra.
Helga Magnúsdóttir, 23.7.2009 kl. 21:14
Svo vil ég líka benda á það eins og kemur fram í frétt Rúv um málið, helmingur af öllu tapi þessa fjárfestingarsjóðs á síðasta ári, kemur frá Íslandi. Svo er fólk voðalega hneykslað að þeir hugsi sig tvisvar um að lána okkur meira!!!!!!!!!!!!!!
Jón Gunnar Bjarkan, 23.7.2009 kl. 21:28
Nú klóra ég mér aðeins í hausnum yfir þessum pistli og sumum viðbrögðum. Er fólk búið að gleyma því hvað hefur gerst? Horfið aðeins á Ísland með augum erlendra viðskiptamanna og þjóða. Við stálum öllu steini léttara af nágrannaþjóðum okkar eða allavega eins lengi og við gátum, svikum,lugum og komum fram við aðra af hroka og drambi þess sem þykist vera bestastur í heimi, settum krullhærðan, klikkaðan Krist sem kunni ekkert að fara með peninga í Seðlabankann, stjórnmálamenn okkar reyndust vanhæfari en api í kjarneðlisfræði en fá samt að halda áfram á þingi og svo kórónum við allt með að röfla um að okkur beri ekki að taka ábyrgð og greiða það sem okkur ber.
Mynduð þið í alvöru sem banki eða önnur fyrirtæki lána slíku fólki?
Þetta með Genfar-sáttmálann er svo yfirmátlega heimskulegt enda hef ég ekki orðið var við að við höfum verið í stríði. Genfar-sáttmálinn nær yfirhernað og fórnarlömb stríðs. Við erum ekki fórnarlömb stríðs, nema þá kannski stríðs Sjálfstæðisflokksins gegn almenningi í landinu sem endaði með okkar hryllilegri stöðu. Við erum aftur á móti þjóð svindlara og svikahrappa sem fáir treysta og munu varla treysta ef við lærum ekki auðmýkt og af reynslunni heldur höldum áfram að haga okkur eins og áður.
AK-72, 23.7.2009 kl. 21:33
AK-72: Það skiptir engu máli hvort við erum í stríði eða ekki, það er "collective punishment" sem er lykil atriðið í þessu máli. Við erum ekki hryðjuverkamenn en samt beittu Bretar okkur hryðjuverkalögum. Það er lykil atriði í samskiptum þjóða að vera ekki með alhæfingar á borð við þær sem felast í þessum yfirlýsingum bankans um Collective Punishment gagnvart Íslandi.
Ertu að halda því fram að ef Ísland myndi lýsa yfir stríði þá myndu allt í einu reglur Genfarsaáttmálans um bann við Collective Punishment gilda en ekki núna að því að við erum ekki í stríði. Þetta er bara heimskulegur útúrsnúningur.
Ég hef aldrei verið í vanskilum við neinn mann um ævina og neita því fullkomlega að láta það yfir mig ganga að vera settur í flokk með fjárglæframönnum. Ég tel það vera brot á anda þeirra alþjóðareglna sem Genfarsáttmálinn byggir á að mér sé refsað með Collective Punishment á þennan hátt.
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2009 kl. 22:00
samála við þurfum að fá hlutlausan aðila til að skoða þetta mál fyrir þjóðina það er búiðað seigja svo margt engin veit hvað er rétt í málinu
Ólafur Th Skúlason, 23.7.2009 kl. 22:01
Ásgeir: Það er auðvita rétt hjá Agnari (AK-72) að þetta er ekki stragt til tekið brot á Genfarsáttmálanum sem slíkum, enda skildi ég þitt innlegg ekki þannig. Eins og þú segir þá er það "Collective Punishment" sem er lykil atriðið og Collective Punishment er fordæmt bæði Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum sáttmálum.
Vilhelmina af Ugglas, 23.7.2009 kl. 22:10
Já Vilhelmína, það var það sem ég var að reyna að segja. En það er alltaf hægt að snúa útúr ef vilji er fyrir hendi. Ég er bara mest hissa á því að fólk hér á blogginu skuli reyna að verja það að Ísland sé beitt Collective Punishment á þennan hátt. Það er mjög athyglisvert!
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2009 kl. 22:13
Til að það sé nú ljóst hvað ég sagði upphaflega í málinu þá er hér slóð inná upphaflegu færsluna um Collective Punishment
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2009 kl. 22:20
Ég tek undir með nafna mínum Jóni Gunnari Bjarkan. Það er hlaupin í þjóðina sama meðvirknin og þegar gagnrýninni rigndi yfir íslenska fjármálastarfsemi; þetta var bara öfundsýki aumra útlendinga. Núna heitir þetta fjöldarefsing illkvittna útlanda (skrýtið að ALLIR skuli taka þátt í þessu einelti gegn aumingja okkur sem bara getum ekki borgað reikninginn eftir fylleríið).
Ég skil manninn á götunni sem fær að svíða fyrir hrikaleg mistök stjórnvalda og embættismanna, en því miður er það svo að það var þessi sami saklausi maður sem er ábyrgur fyrir þessum stjórnmálamönnum. Mér fyndist að hann ætti að beina spjótum sínum að þeim sem bera ábyrgð á þessu klúðri og velta því fyrir sér hvert þetta fé hefur farið.
Ég hélt að við íslendingar litum á okkur sem víkinga, en svo reynumst við bara vera væluskjóður.
Þetta kemur mjög skýrt fram í þessari umræðu hér. Þessi norræni fjárfestingarbanki er ekki undir neina ríkistjórn settur og hefur heldur ekki neina pólitíska afstöðu gagnvart einstökum aðildarlöndum. Hinsvegar þarf þessi banki, eins og allir bankar, að halda uppi heilbrigðum rekstri og ekki stefna rekstraröryggi sínu í hættu. Þegar helmingurinn af tapi bankans skrifast á EITT land og það meira að segja MINNSTA landið, tja þá er eitthvað mikið að og fullkomlega skiljanleg ákvörðun að maður vilji hafa vaðið fyrir neðan sig hvað varðar það land.
Collective punishment my ass! Fariði nú að hætta þessu væli.
Jón Gunnar (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 23:04
Ég hef alltaf verið á því að þú myndir zjá ljózið í myrkvinu, fyrr, frekar en zíðar...
Steingrímur Helgason, 23.7.2009 kl. 23:48
Sammála Jenný...en djöf... fer það í taugarnar á mér þegar menn nota Z-etuna, og það á kolvitlausan hátt eins og SH. Kanski að hann sé að reina að vera cool eins og ungdómurinn er í dag ??
brahim, 24.7.2009 kl. 01:44
Því miður tekst honum herfilega upp...eins og bloggsíða hans sínir reyndar líka.
brahim, 24.7.2009 kl. 01:48
Villtu fá gefins milljón ?
Sævar Einarsson, 24.7.2009 kl. 02:22
Leitt að þú skulir ekki hafa samþykkt mig sem bloggvin Jenný. Well you win some and you loose some.
brahim, 24.7.2009 kl. 02:30
Nú ef við skrifum undir Icesave verðum við langskuldugasta ríki í heiminum og ekki fær um að rísa undir þeim skuldum hvað þá viðbótarskuldum.
Þetta er bókstaflega hlægilegt að hvetja hálf gjaldþrota ríki til að skrifa uppá risalán, sem það getur ekki staðið undir því annars fái það ekki meira lán.
Skuldugasta ríki heims þar ekki meiri lán það þarf að borga lán.
Sigurður Þórðarson, 24.7.2009 kl. 05:17
Brahim: Ekki samþykkt þig sem bloggvin?????
Ég hef enga beiðni fengið um það. Samþykki alla nema fjöldamorðingja, yfirlýsta perra og auglýsingasíður.
Kommon, reyna aftur.
Kem að ykkur hinum seinna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2009 kl. 08:29
Merkilegt hvað allir eru á samskeytunum í kommentakerfinu.
Svo les fólk það sem því hentar út úr því sem ég segi. Ævintýralegar túlkanir verð ég að segja.
1. Ég vil borga það sem okkur ber en í það verður að vera með sanngirnina að leiðarljósi og ekki með byssu við gagnaugað.
2. Norræna fjárfestingabankanum er að sjálfsögðu frjálst að hætta að lána okkur ef hann telur að íslenskt efnahagslíf sé shaky. Það sem ég reisi hins vegar ágreining við að hann skuli lauma því að að Icesave samningurinn, þ.e. ef við göngum að honum muni breyta einhverju. Þá er það orðið að kúgun.
3. Collective punishment veit ég ekkert um.
4. Það hefur komið fram að ég hef fulla samúð með öllum almenningi án tillits til landa sem hafa lent í íslensku glæpamönnunum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2009 kl. 08:40
Íslenski fulltrúinn í Norræna fjárfestingabankanum á að segja af sér hið snarasta þótt ekki sé nema til að sýna táknræna afstöðu Íslendinga til málsins. Ætlum við að láta kúga okkur endalaus án þess að hósta upp svo mikið sem hálfri mótmælastunu?
Guðmundur St Ragnarsson, 25.7.2009 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.