Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Komin í ullarpeysu og blogga um ESB
Ég sá mjög góðan þátt á R.Ú.V. í gærkvöldi um galla og kosti þess að ganga í Evrópusambandið.
Fyrir mér var hann algjör opinberun.
Allt sem ég hef heyrt um ESB hefur nefnilega hingað til verið í fyrirsagnastíl og með fjórföldu upphrópunarmerki.
Með eða á móti, allt eftir því á hvaða væng hrópandinn hefur skipað sér.
Þarna var fjallað um málin á hlutlausan hátt.
Auðvitað munum við Íslendingar þurfa að leggja af mörkum ef af verður að við göngum inn.
Ég er orðin svo hundleið á því viðhorfi sem er landlægt hér á landi að þegar það hentar okkur þá erum við BARA þrjúhundraðþúsund saklaus krútt sem eiga að fá allt fyrir ekki neitt.
Alveg: Heimurinn má þakka fyrir að fá að vera í samkiptum við okkur.
Og þegar það hentar okkur erum við ótrúlega hipp, kúl, frábær og æðisleg þrátt fyrir að vera BARA þrjúhundraðþúsund krúttlegir Einsteinar sem vitum allt best, kunnum og getum allt betur en aðrar þjóðir.
Við erum venjulegt fólk, venjuleg þjóð. Muna það.
Svo er annað mál hvort okkur er betur borgið í Evrópusambandinu.
Þessi sem hér hamast á lyklaborði bíður spennt eftir viðræðum og að fá tækifæri til að komast að því hvað kemur upp úr skjalatöskum þeirra sem um samningana sjá.
Úje og vitið þið hvað?
Sumar, humar, ég er komin í ullarpeysu.
Össur: Ísland hefur margt að bjóða ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ef þátturinn var algjör opinberun, hvernig getur þú þá fullyrt að fjallað hafi verið um málin á hlutlausan hátt?
Í þessum þætti var allt jákvætt við ESB og aðild fegrað og stækkað á meðan ekkert var fjallað um neikvæðu hliðar aðildar Íslands.
Allir þeir "sérfræðingar" sem talað var við í þættinum eru talsmenn ESB eða aðildar að ESB. Ekki var talað við neinn efasemdarmann um ágæti aðildar.
Það er því alfarið rangt að fjallað hafi verið um ESB á hlutlausan hátt.
Það jákvæða er þó að umfjöllun skuli vera komin fram, það þarf hins vegar að gæta jafnræðis og þá sérstaklega í fjölmiðli sem rekinn er fyrir skattfé borgarana.
Kveðja, Jón Árni
Jón Árni Bragason, 23.7.2009 kl. 13:53
Bara að þessi þáttur hefði verið hlutlaus og réttar upplýsingar komið fram.
Þegar rætt var um löggjöf sambandsins var látið eins og við hefðum nú þegar tekið þetta allt upp. Þá var tekið viðtal við Auðun Arnórsson einn harðasta ESB sinna á Íslandi sem lætur eins og lítið mál sé að semja um flesti nema nokkra flokka sem gætu orðið snúnir. Af hverju var ekki vitnað í skýrslur frá Alþingi sem gefa góða mynd á það hvað við höfum tekið mikið upp: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Ymislegt/Altingi_-_EES_tengd_loggjof.pdf http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html
Þá er talað um staðbundna stofna og gert eins og enginn fái að veiða úr þeim. Reyndar var bent á að reynsla Breta hafi verið önnur þar sem menn hafði keypt eða skráð báta í Bretlandi til að fá þar kvóta en svo var lokað fyrir það með því að segja að Bretar hafi sett reglur til að hamla fyrir slíku.
Til að byrja með þá töpuðu Bretar dómsmáli við ESB og máttu þar með ekki halda sínum ströngu reglum og þurftu í þokkabót að greiða 100 milljónir punda í bætur. Miða við reynslu Breta eru allir stofnar undir á Íslandi. Þá er reglan um fjórfrelsið grundvallaregla og þar með meginn regla en reglan um hlutfarslegan stöðuleika er vinnuregla sem ESB talar um að leggja niður í nýrri skýrlsu sinni Grænbókinni.
Það má gagnrýna margt fleirra við þennan þátt t.d. að allir sem teknir eru í viðtöl hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við ESB-aðild. Áróðurinn fyrir inngöngu er hafinn af fullum þunga og hann á að vera í formi "hlutlausra" frétta.
Ég vitna bara í formann VG: Það er óþolandi hvernig umfjöllun um ESB er stjórnað af fámennri elítu á fréttastofum og hjá menntastofnunum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:58
Ég tek undir með Jóni Árna og Vilhjálmi Andra í þeirra gagnrýni, en verð jafnframt að segja að þátturinn kom mér á óvart þar sem minni slagsíða var á honum en ég bjóst við.
Axel Þór Kolbeinsson, 23.7.2009 kl. 14:02
sammála þér Jenny
Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 14:09
Hehe, gat verið að það kæmi rulla um hversu vilhallur þátturinn væri annarri hvorri hliðinni. Allt eftir skoðunum þess sem á hann horfði.
Ég hef enga fyrirframmótaða skoðun á ESB-aðild og hann VAR opinberun fyrir mér um marga þætti.
Kannski gekk þeim illa að finna neikvæðu hliðina á inngöngu af því þær eru litlar sem engar. Hafiði pælt í því drengir mínir? DJÓk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2009 kl. 14:33
Jenný það er frábært að verið sé að koma upplýsingum til almennings um ESB en þær upplýsingar verða þá að fjalla um bæði kostina og gallana. Það verður að fara rétt með og ekki sleppa því að fjalla um það sem gæti verið aðildarsinnum óþægilegt.
Það hallaði gífurlega á aðra hliðina þegar tekin voru viðtöl við "sérfræðinga" og fjöldinn allur af upplýsingum komst ekki í þáttinn, t.d. mál Breta við ESB sem hefur mikla þýðingu fyrir Ísland. Þá var heldur ekki rædd sú einfalda staðreynd að hægt er að fella niður tolla á öllum matvælum einhliða og þannig ná fram lægra vöruverði. Ekkert var rætt um þann möguleika að taka beint upp Evru eða dollara eða fara í myntsamstarf við aðrir þjóðir án aðildar að ESB og svona mætti lengi telja. Þá virðist það alveg hafa gleymst að segja að næstu 20 árin munum við ekki uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru.
Þú segir að þátturinn hafi verið opinberun fyrir þig sem hann hefur eflaust verið og fyrir marga aðra og það er nefnilega málið. Þegar hallar verulega á aðra hliðina og allt gert í nafni "hlutleysis" þá þarf ekki að spyrja að því hvar þjóðin endar þegar kosið verður um aðild.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 15:52
Þá var heldur ekki rædd sú einfalda staðreynd að hægt er að fella niður tolla á öllum matvælum einhliða og þannig ná fram lægra vöruverði.
kemur þessi endæmis della enn einu sinni Vilhjálmur.. AFHVERJU ER ÞETTA ÞÁ EKKI GERT ??
Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 16:00
Kannski út af því að tollar og vörugjöld skila ríkissjóði tugum milljarða í kassann á hverju ári?
Axel Þór Kolbeinsson, 23.7.2009 kl. 16:34
.. og þú vilt ekkert laga það Axel ?
Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 17:07
Hvar leggur þú til að fá tekjur í staðin til að vega það upp, og helst fjárlagahalla ríkisins í leiðinni Óskar?
Axel Þór Kolbeinsson, 23.7.2009 kl. 17:10
það þarf að stokka upp allt kerfið á íslandi því við erum búinn að keyra það í þrot fyrir löngu síðan.. löngu fyrir bankahrun var klakinn kominn í vandræði.. skattpíning og tollastefna er ekki leiðin út úr þeim vanda.
Vaxtapíning grefur meira út úr þjóðfélaginu en tollar og skattar draga inn í það á móti.
Við inngöngu í ESb þá falla þessir tollar niður og hvað gerist ? þú fólk almennt hefur 20-40 % meira fé á milli handanna sem annars hefðu farið í tollana.. td á matvælum en við flytjum inn miklu meiri mat en fólk almennt gerir sér grein fyrir.
fólk almennt, almenningur en ekki auðrónar landins munu hagnast á inngöngu. fyrirtækin verða að fara aðlagast EÐLILEGU viðkiptaumhverfi og ný tækifæri myndast við útflutning td.
Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 17:16
Ágætur þáttur, en við frásögn af atkvæðavægi í ráðherraráðnu var þó algerlega sleppt að gera grein fyrir neitunarvaldi ríkjanna í ráðherraráðinu bæði formlegu og óformlegu, og að þar fer yfirhöfuð nær aldrei fram atkvæðagreiðsla, og aldrei um stefnumarkandi mál. Alltaf er leitað samstöðulausna til þrautar hvort sem þess þarf eftir bókstafnum eða ekki. Það er kjarninn í samheldni og velgengi ESB.
Þetta er líka hin hliðin á að mál taki mikinn tíma í vinnslu með mikilli gagnaöflun og skriffinnsku. - Okkar hlið eru snöggar ákvarðanir, enginn undirbúningur, engin skriffinnska, rekstur banka með instant ákvörðunum og loks „örugg“ lending í IceSave-díki.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.7.2009 kl. 17:35
Spurning að vera bara eins og VG: Með enn samt á móti!?
Himmalingur, 23.7.2009 kl. 17:54
Óskar ég er algjörlega sammála þér að hér þarf að fella niður tolla og laga landbúnaðarkerið. Málið er hins vegar að Íslendingar hafa kosið íslenskan landbúnað og vilja tolla til að vernda hann. Við þurfum ekki að vera sammála því en í lýðræðislegu þjóðfélagi þurfum við að virða þær ákvarðanir sem teknar eru af meirihluta kjósenda. Að fara bakdyraleiðina með tolla í gegnum ESB er óheiðarlegt.
Það er mjög ódýrt að segja að allt hafi verið farið á hliðina löngu fyrir hrun og það þurfi að stokka upp. Þú hefur ekkert fyrir þér og leggur ekkert fram til að styðja þitt mál. Ég tala nú ekki um fullyrðingar um að fólk hafi 20 til 40 prósent meira milli handanna. Hvaðan koma þessar tölur? Ekki gleyma því að þegar 88% af fiskistofnum okkar verða ofveiddir og hlutdeild okkar í veiðunum orðin miklu minni að þá verða miklu minna milli handanna á fólki. thad er ef midad er vid Graenbokina
Heldur fólk að við þurfum ekki framleiða neitt ef við förum í ESB? Þú veist það Óskar að atvinnuleysi er meira í ESB en það er á Íslandi í dag, þrátt fyrir hrunið hér. Hversu miklu meira mun það fólk sem missir atvinnu sína hafa þegar við göngum í ESB?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 17:57
Neitunarvaldið er á útleið með Lisbonsáttmálanum svo lítið vit í að ræða það. Hlutlaus þáttur? Nei, áhugaverður? Já.
Af hverju ræða þeir ekki Lisbonsáttmálann hann er það sem skiptir okkur máli enda fer Ísland aldrei inn fyrr en búið að er að samþykkja hann.
Landið (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 18:00
Málið er hins vegar að Íslendingar hafa kosið íslenskan landbúnað og vilja tolla til að vernda hann.
hvenær kusu íslendingar þennan kost ? þær kosningar hafa algerlega farið framhjá mér.. og er ég að ég held, örugglega talsvert eldri en þú Vilhjálmur
Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 18:01
svona til gamans fyrir þá sem efast um lækkun vöruverðs þá er hér samanburður á noregi og svíþjóð.. innan ESB annars vegar og utan ESB hins vegar.
http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/919177/
Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 18:56
Þó málum fækki sem beita má beinu neitunarvaldi er það engnavegin á útleið og er áfram kjarni þess sem heldur ESB saman. Þessvegna þurfa t.d. ekki aðeins öll ríkin að samþykja aðild okkar í ráðherraráðinu heldur þurfa þjóðþing ríkjanna að samþykja aðild okkar. Þ.e. hvert um sig getur neitað okkur um aðild. Bara að neitunarvaldið sé til staðar um lykilmál er grundvallaratriði gerir ríkjum kleift að verja mikilvægustu hagsmuni sína í óskyldum málum ef hætta skapast á að gengið sé gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkis. Þ.e. þó það sé ekki vel séð getur ríki þegar mest liggur við og það telur nægilega mikið í húfi, hótað að beita neitunarvaldi í alls óskyldu máli.
Vitneskjan um þann möguleika hefur áhrif á undirbúning og vinnslu allra mála.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.7.2009 kl. 19:04
Ég þræti ekki fyrir það að vera yngri en þú Óskar. Þú spyrð hvenar þú kaust um landbúnaðinn. Ef þú áttar þig ekki á stjórnkerfinu á Íslandi og hvernig lýðræðislegar kosningar fara hér fram þá get ég lítið gert fyrir þig kallinn minn.
Það er enginn að halda því fram að matur muni ekki lækka eitthvað þegar tollar eru afnumdir enda er ég mikill talsmaður þess að afnema tolla á Íslandi. Ég kaupi hins vegar ekki 20 til 40 prósentin þegar Hagrfæðistofnum Háskóla Íslands segir 10 prósnet og evrópusinnarnir á evrópusetrinu á Bifröst segja 15 prósent.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 19:05
Ef þú áttar þig ekki á stjórnkerfinu á Íslandi og hvernig lýðræðislegar kosningar fara hér fram þá get ég lítið gert fyrir þig kallinn minn.
Ég beið eftir svona drullumalli frá þér Vilhjálmur en þetta ertu vanur að gera þegar þú ert kominn í þrot með skoðanir þínar. Þú sagðir að íslendingar hafi kosið um þetta , sem er alrangt, það hafa íslendingar aldrei gert. íslendingar hafa hinsvegar kosið flokka sem ekki hafa staðið við sín kosningaloforð og viðhaldið þessu styrkjakerfi sem hefur tröllriðið landinu frá fullveldisstofnun.
Lestu linkinn sem ég linkaði hér inn að ofan til gamans, úr glænýrri könnun í noregi. btw ísland er örlítið dýrara land en noregur svo samanburðurinn ætti að vera enn glæsilegri..
Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 19:12
Neitunarvaldið er á útleið með Lisbonsáttmálanum það er ekkert flóknara en það. Þá er sáttmálinn líka sjálfbreytanlegur þ.e. ekki þarf að bera upp nýjan sáttmála eða breytingar á Lisbonsáttmálanum undir aðildarþjóðir.
Landið hefur einfaldlega ekki áhuga á því að gerast fylki í Evrópuríkinu. Hart var t.d. barist fyrir 200 mílunum og sárt verður að þurfa að horfa á þær fara aftur í 12 við inngöngu.
Landið (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 19:13
Ég ætla ekki niður á þennan level Óskar. Þú veist mæta vel hvernig lýðræðisfyrirkomulag virkar á Íslandi. Með þínum rökum gætum við allt eins sagt að allt sem kemur frá Alþingi sé rugl því enginn hafi fengið að kjósa um það.
Ég las greinin úr Nettavisen og ég er ekki að segja að matarverð lækki ekki. Ég er bara að segja að þær íslensku stofnanir sem hafa skoðað þetta eru ósammála um þessar tölur og telja þær lægri. Það er ekkert í þessari grein sem segir mér að þessar tölur séu marktækar. Hvað kostar bjórinn í Danmörku núna þegar gengið á krónunni er eins og það er? Samanburður getur verið vandasamt verk.
Þetta sagt þá er það ansi dýru verði keypt að fá ódýra kjúklinga fyrir afsal á fullveldisrétti Ísland, fiskimiðunum og hugsanlega öðrum auðlindum. Ég tala nú ekki um atvinnuleysið þegar tugir þúsunda lagagreina flæða yfir okkur og hefta nýsköpun og frumkvæði.
Málstaður Sambandssina er ansi veikur og fátt sem ekkert sem menn geta bent á umfram EES sem aðilid að ESB hefur í för með sér.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 19:23
Er einhver sem veit hvað skammstöfunin ESB stendur fyrir?
E = Evrópa,
S = ??? ,
B = Bandalag
Einn alveg fattlaus:(
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2009 kl. 19:29
Ég ætla ekki niður á þennan level Óskar.
fyrirgefðu Vilhjálmur en þú færðir umræðuna á þetta plan svo það er of seint fyrir þig.
Ef við miðum við að ástandið á íslandi sé eðlilegt þá er hlutfallið á íslansku krónunni gagnvart þeirri norsku 1 á móti 10 .. og um 1 á móti 12 gagnvart þeirri dönsku. en ég fór ekkert inn á gjaldeyrismálin heldur tók bara muninn á noregi annarsvegar og svíþjóð hinsvegar í prósentum .
Munurinn liggur í verndartollunum sem þú ert hlynntur vilhjálmur..
Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 19:34
Ég mann ekki eftir því að hafa sakað einhvern um að koma með drullu en þá er minnið bara farið að klikka hjá mér.
Gerðu mér einn greiða Óskar, hættu að gera mér upp skoðanir. Ég hef aldrei verið hlyntur tollum og mun aldrei verða það. Ég hef haldið ræður og skrifað greinar um niðufellingu tolla og afstaða mín til tolla hefur komið fram hér, svo ekki láta eins og ég sé hlyntur verndartollum.
Meðal annars vegna afstöðu minnar til tolla vil ég ekki ganga í tollabandalagið ESB. Ég er bara alþjóðasinni og vill geta verslað við heiminn. Mér finnst það siðferðislega rangt að neita einum einstaklinga að versla við annan án þess að ríkið komi og taki sinn skerð og láti þriðja mann fá. Þá skiptir engu hvort ríkið er kallað Ísland eða ESB.
Ég ætla að fara að njóta veðurblíðunnar og sigurs KR á Larissa. Þú verður að eiga það við þig Óskar ef þú telur mig hafa veirð ruddalegan við þig, það var aldrei meiningin, ætlaði bara að koma með létt skot á þig.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 19:51
"Fræðsluþáttur Ruv": Sjávarútvegur í Noregi og Íslandi misskilja allt.
Fyrir þessu er borinn hlutlaus fræðimaður (Aðalsteinn Leifsson, fyrrum agent á launaskrá hjá ESB og fulltrúi Samfylkingarinnar í Evrópunefndinni)
Má ég þá heldur biðja um ÍNN og Omega
Sigurður Þórðarson, 24.7.2009 kl. 05:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.