Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Bullandi pólitískt Icesave
Það lyktaði allt af brenndu gúmmíi þegar ég vaknaði í morgun.
Mér datt helst í hug að einhver væri að brenna dekk í nágrenninu eða alveg þangað til að það rann upp fyrir mér að heilinn á mér væri að gefa sig vegna þráhyggjuhugsana minna um Icesave.
Auðvitað eigum við ekkert að láta kúga okkur...
En..
Ég reyni að einfalda hlutina fyrir mér þegar ég þarf að komast til botns í einhverju máli.
Sko, þegar fólk skrifar upp á lán fyrir aðra og þarf að borga þá fylgir því rosalega mikil reiði og frústrasjón.
Við vitum að við ábyrgðumst greiðslu en reiknuðum hins vegar aldrei með því að þurfa að borga krónu.
Sama með Icesave.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn skrifuðu upp á fyrir útrásarvíkingana í umboði þjóðarinnar en þeim láðist auðvitað að spyrja okkur hvort við værum game. (Reyndar fóru þeir líka í stríð fyrir okkar hönd og létu hjá líðast að bera það undir okkur enda almenningur aldrei verið neitt nema atkvæði í þeirra augum).
Nú hafa útrásarvíkingarnir stungið af frá skuldinni og eftir sitja ábyrgðarmennirnir með sárt ennið.
Við þurfum að borga.
Svo eru lögfræðingarnir saga út af fyrir sig.
Það má sennilega skilgreina Icesave eingöngu út frá lögfræðilegu sjónarmiði og leiða líkum að því að við gætum sloppið við að borga.
En það eitt og sér segir ekki alla söguna.
Málið er nefnilega bullandi pólitískt.
Það væri frábært að geta með lögfræðilegum rökum komist hjá því að borga krónu og senda almenningi í þessum löndum fingurinn.
En þá erum við að gera það sama og útrásarræningjarnir sem skrifa eignir sínar á vini og vandamenn og senda OKKUR íslenskum almenningi fokkmerkið.
Ég vil að við skrifum undir Icesave með fyrirvara.
Við látum það koma skýrt í ljós að þetta sé nauðungarsamningur sem við höfum verið neydd til að skrifa undir.
Svo tökum við málið upp aftur.
Þegar helvítis stjórnvöld í þessum löndum hafa jafnað sig á móðursýkiskastinu.
Eða?
Svei mér þá ef ég veit það.
P.s. Svo eitt að lokum. Þessar upphrópanir um að Steingrímu J. sé að undirgangast þessa samninga til að halda völdum eru svo ósanngjarnar sem frekast má vera.
Það er ekki vænlegt til pólitísks langlífis að taka að sér fjármálaráðuneyti á þessum skelfilegasta tíma í íslenskri efnahagssögu.
Hugsa!
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Djöf.. ertu góð í dag, Jenný.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 11:04
Það er alls ekki búið að skrifa upp á víxilinn. Alþingi er einmitt að ræða það þessa dagana, hvort það ætli að láta kúga sig til að samþykkja sjálfskuldarábyrgð ríkissins á skuldum Landsbankans.
Málið er ekkert flókið, það er verið að þinga þjóðina, með efnahagslegum hryðjuverkum Breta og Hollendinga.
Ef á að samþykkja þennan kúgunarsamning, þá á að viðukenna að hann sé einmitt það og láta ekki eins og okkur hafi borðið að taka þessa ábyrgð á okkur.
Axel Jóhann Axelsson, 22.7.2009 kl. 11:18
Jenný Anna.:..Sjálfstæðisflokkur og Framsókn skrifuðu upp á fyrir útrásarvíkingana í umboði þjóðarinnar.."
Nei og aftur Nei, því það vantar ennþá ríkisábyrð og þeir hjá Alþingi eru alls ekki búnir að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave -reikninganna Landsbanka HF, (þú) . Nú snýst allur áróður hjá ykkur ESB-sinnum og hjá þessari litlu, litlu, nice, nice Samfylkingar um það eitt, að setja á þessa ríkiábyrgð svo við öll (þjóðin) þurfi að borga, ekki satt?
Já ég veit af hverju þið, eða þetta litla, litla, nice, nice Samfylkingar-lið og/eða ESB sinnar viljið endilega borga Icesave-reikninga Landsbanka HF, eða þar sem þið eruð svo hrædd um að komast annars ekki inn í ESB,.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 11:54
Það er nú einmitt eins og Axel segir. Það er verið að þvinga okkur til að skrifa undir ábyrgð sem við þurfum ekki að gera - nema auðvitað þá er þetta miðinn inn í Evrópusambandið. Ansi dýr aðgöngumiði ekki satt. Ísland er komið yfir 250% af þjóðarframleiðslu markið, sem þýðir að við erum í mjög slæmri stöðu skuldalega (ef við tökum á okkur þessar skuldir). Það er varla hægt að gera nokkurri þjóð. Hvað svo með aðrar skuldir Landsbankans? Það eru fleiri lánadrottnar - ekki bara Icesave. Eigum við að taka ábyrgð á því líka?
Þetta eru ekki stríðsskuldir. Við vorum ekki í stríði en sætum svipaðri refsingu. Hryðjuverkalög og hótanir. Við eigum að borga fyrir einkafyrirtæki sem rann á rassinn. Öll þjóðin! Og verða gjaldþrota fyrir vikið. Gamla ríkisstjórnin sem var sett uppað vegg og gaf í nauð sinni út einhverjar viljayfirlýsingar er farin frá. Það er ekkert vit ef nýja stjórnin ætlar að feta í fótspor hennar. ESB er ekki þess virði!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.7.2009 kl. 12:05
Það veldur mér vonbrigðum að þú skulir geta samþykkt að þetta sé rétt mál, við eigum ekki að borga þetta, aldrei.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 12:14
Rétt skrifa undir með fyrirvara en því miður held ég að við verðum að borga á endanum alla vega hluta.
Annars þegar sólin skín eins og henni sé borgað fyrir það á maður bara að njóta! Er farin út í góða veðrið.
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2009 kl. 12:43
Þetta snýst einnig um hvernig eigi að ráðstafa eignum Landsbankans.
Reynir Jóhannesson, 22.7.2009 kl. 13:14
Ásdís: Ekki láta fólk valda þér vonbrigðum.
Ég hef þig grunaða um að vera á annarri skoðun væri íhaldið við stjórnvölinn en þeir lögðu grunninn að þessu samkomulagi í haust. Þá varst þú fyr og flamme með flokkinn og gott ef þú hélst hann ekki vera á guðs vegum.
Ía: Ég er hrædd um að þú hafir rétt fyrir þér.
Reynir: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 14:33
Hvort sem valið verður að skrifa undir eða skrifa ekki undir að þá getum við ekki greitt þetta. Það getur kannski verið fyrirvarinn sem allir eru að tala um. Skrifa undir en gefa samtímis út að við séum ekki í neinu ástandi til að borga skuldir okkar og fara beint í greiðsluþrot. Væri óneitanlega soldið spes krókur á móti bragði :)
Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 14:45
Takk elsku Skorrdal.
Ég er vinstri og nokkuð græn. En á eigin vegum mest megnis.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.