Leita í fréttum mbl.is

Hvar get ég pissað hérna?

Munið þið hvar þið voruð þegar Armstrong steig á tunglið, að því vitað er til, manna fyrstur?

Ég man það.

Var í sumardvöl hjá lögreglustjóranum í Köben í Valby og þar var kvikmyndavél látin ganga alla nóttina á sjónvarpið.

Ég man líka hvar ég var þegar Kennedy dó.  Ég var heima hjá mér offkors enda ellefu ára.  Og nei ég fór ekki að grenja.  Þekkti ekki manninn.

Einhver var að fabúlera um hin frægu orð Armstrongs um daginn.

"One small step for man, one giant leap for mankind".

Auðvitað hefur enginn maður svona orð á hraðbergi bara, þarf enginn að segja mér það.

Yfir þessu hefur hann legið mánuðum saman.  Alveg: Ég verð að segja eitthvað sem fer vel í sögubókum framtíðarinnar.

Hvað myndi ég t.d. segja alveg svona spontant ef ég stæði á tunglinu.  Jú ég myndi segja eitthvað á þessa leið:

Vá, skrýtið að svífa í lausu lofti.

Eða: Hvar get ég pissað hérna?

Auðvitað segir fólk ekkert beint frá hjartanu þegar allur heimurinn hlustar og bíður eftir því með öndina í hálsinum að maður kveiki á talfærunum.

Annars er ég bara í asnalegum mánudagsfíling hérna.

Kvíði komandi dögum.

Það er nefnilega fokkings Icesave framundan.


mbl.is Risastórt skref fyrir mannkynið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst setningin "Hvar get ég pissað hérna ?" mjög viðeigandi

Jónína Dúadóttir, 20.7.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: ViceRoy

Ég man sko nákvæmlega hvar ég var þegar tungllendingin var....... nákvæmlega.... hvergi :P :D

ViceRoy, 20.7.2009 kl. 10:29

3 identicon

Tungl'lendingin' og Kennedy... og svo Icesave.  Þrjú leikrit, þrjú mál sem eru meira en lítið loðin, þar sem allir þekkja opinberu söguna en allir vita að henni hefur verið hagrætt eitthvað... og að fjölmiðlarnir draga alltaf taum opinberu sögunnar, viðhalda blekkingunni.

En nú höfum við internetið, hvernig væri að fara að lesa 'vondu' fjölmiðlana, þessa á kantinum, þessa sem ekki eru ritstýrðir af hagsmunum og þrýstingi?  T.d. http://infowars.com

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:57

4 identicon

Það má til gamans geta að menn hafa lengi velt því fyrir sér hvers vegna hann sagði "... for man" en ekki "... for a man," enda hefur hið fyrrnefnda eiginlega sömu merkingu og "... for mankind."

Lengi vel töldu menn að hann hafi bara klúðrað línunni í einhverjum spenningi, en mér skilst (skv. Wikipedia) að nánari vinnsla og hreinsun á sendingunni hafi leitt það í ljós að þetta "a" var til staðar en heyrðist bara illa vegna lélegs sambands.

Sigurjón (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.