Leita í fréttum mbl.is

Til samþykkis eða synjunnar

 yes%20or%20no

Eftir að hafa fylgst með umræðunum í þinginu um ESB er ég eins og sprungin blaðra.

Ég er svo þreytt og tætt að ég er eins og maður sem hefur verið pyntaður til sagna, ég segi hvað sem er, bara til að losna.

Ég er að segja ykkur börnin góð að þetta ESB-mál er eins og æxli á þjóðarlíkamanum.

Hefur klofið þjóðina í herðar niður.

Kallar fram verstu hliðar fólks og það veit ég af því ég fylgist með þingmönnunum fara hamförum í ræðustól Alþingis.

Ég er ekki ESB sinni, ekki endilega, veit ekkert um það.

En eitt veit ég og það er að það verður að afgreiða þetta mál með einhverjum hætti ef við eigum ekki að missa okkur út í tómt tjón hérna.

Ég á svo erfitt með að skilja af hverju við þjóðin getum ekki fengið að kjósa um þennan samning þegar hann liggur fyrir og allt sé gert til að koma í veg fyrir það.

Til samþykkis eða synjunar málið er einfalt.

Spyrjið Norðmenn, þeir eru með reynsluna.

Mikið skelfing verð ég fegin þegar þessari martröð líkur.

Bara svo við getum tekið til við martröð númer tvö.

Sem er þúsund sinnum skelfilegri.

Já, ég er að tala um Icesave.


mbl.is Mikil óvissa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvernig getur nokkur íslendingur vilja ganga í ESB þegar okkur er sagt það á fínna máli að ef alþingi samþykki ekki Icesave samningin geti ísland gleymt því að komast inn í ESB. Slík kúgun á smáríki sem telur rúm 300.000 sálir af margmilljóna þjóðum er ömurlegt og ég var alveg til í að við myndum hefja aðildarviðræður og ganga í ESB en ég vill ekki sjá þetta bákn þegar það er notað svona.

Fyrst með Icesave fyrir dómstóla til að fá úr því skorið lagalega hvort okkur beri skylda á að borga annarra manna reikninga eftir algjört bankahrun, þegar dómstólar hafa kveðið upp dóm þá fyrst má þjóðin fá að kjósa um inngöngu í ESB.

Sævar Einarsson, 16.7.2009 kl. 08:24

2 identicon

Veistu....

Er svo innilega sammála ! Alveg búinn að fá nóg !

Skil svo sem líka að fólk vilji vita hvað ESB hefur að bjóða áður en gengið verður til kosninga um það. En ég er svo ansi hræddur að sá samningur sem næst verði á einhveru máli sem normal Jón skilur ekki. Það munu 30 löglærðir menn reyna að túlka og mistúlka hann ( einnsog iceslave samninginn) til að gera hann betri eða verri, og við verðum engu nær.

Ef kosið verður um hvort eigi að fara í aðildarviðræður fyrst þá:

1. það mun verða fellt að fara í aðildarviðræður. málið dautt !

2. Stjórnin fellur, og vonandi mynduð þjóðstjórn sem tæklar hrunið , en ekki evrópudraum Samfylkingarinnar og ISG.

3.Ný samninganefnd mun semja um Iceslave, og þarf ekki núna að vera að hugsa um ESB, þannig næst betri samningur fyrir okkur. Iceslave samningurinn sem liggur fyrir er ekkert annað en aðgöngumiðinn til ESB

3. Meir en milljarður sparast, gott að leggja hann í sjóð atvinnulausa

4. við lifum af !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 08:26

3 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

ESB málið er nákvæmlega að kljúfa brotna þjóð í tvennt. Og ekki halda að það breytist þó að umsóknarferli verði samþykkt. Þá tekur bara við enn meiri áróður á báða bóga og þjóð og þingmenn munu rífast sem aldrei fyrr.

Við þurfum svo afskaplega lítið á þessu kvabbi að halda núna. Við þurfum að komast upp úr flokkahjólförunum og fá ríkisstjórn sem hugsar fyrst og fremst um fólkið og svo eigin valdadrauma. Ætli það sé ekki bara rétt hjá Birgi að við þurfum þjóðstjórn. Það gæti alla vega ekki verið verra en þetta.

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 16.7.2009 kl. 08:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú mælir rétt mín kæra, þetta er hrein skelfing, mín skoðun er sú að ég vil ekki ESB og ekkert andsk. Iceslave samkomulag, þeir verða bara að sækja okkur gegnum dómstóla ef þeir vilja, við borgum ekki ef þeir fara í fílu, þá það, hún rjátlast af þeim þegar þeir þurfa að leita til okkar með eitthvað gott sem við eigum í farteskinu. See U

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2009 kl. 08:43

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Góð færsla, Jenný Anna. Flestir kjósa friðinn og að fá að lifa áhyggjulítið í júlísólinni. En þá kemur að prófsteini, brennipunkti tveggja risastórra mála. Það hreinsast til í flokkunum og hver þingmaður þarf að ákveða sig hvar hann eða hún stendur varðandi bæði málin, sem eru í raun sami hluturinn.

Tekst að drekkja fólki í eilífðar- vaðli, svo að það endar með að samþykkja ánauð og afsal sjálfstæðisins? Það er eins og að ganga út úr lokaprófinu og að reyna síðan að blekkja sig síðan út lífið að þetta hafi ekki skipt máli. Þetta skiptir ÖLLU máli, okkur ÖLL!

Ívar Pálsson, 16.7.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.