Leita í fréttum mbl.is

Takk Margrét, Þór og Birgitta!

"Borgarahreyfingin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hreyfingin hafi gefið það skýrt út í aðdraganda kosninga að ekki væri hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu nema að undangengnum aðildarviðræðum. Er þetta enn stefna Borgarahreyfingarinnar en lögum samkvæmt beri þingmönnum hreyfingarinnar hins vegar að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu.

Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar vilja að Icesave-samningnum verði hafnað. Að öðrum kosti muni flokkurinn greiða atkvæði með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB-málinu."

Það er greinilega rétt sem haldið hefur verið fram.

Borgarahreyfingin stendur fyrir nýjum vinnubrögðum á Alþingi.

Alveg eins og þeir lofuðu en samt ekki með þeim hætti sem ég og aðrir kjánalegir naívistar héldum.

Allt uppi á borðum hefur nú fengið nýja merkingu.

Gegnsæi líka.

Það er ekki á hverjum degi sem stjórnmálamenn viðurkenna að þeir hafi skoðun en ætli ekki að standa með henni nema að uppfylltum afarkostum.

Vó, hvað stjórnmálamenn geta verið vondir stjórnmálamenn þegar þeir leggja sig fram.

Ég sem var með samviskubit dauðans yfir því að hafa ekki kosið BH.

Var sjálf á Austurvelli og á Borgarafundunum í Háskólabíói.

Fannst einhvern veginn að þetta væri mitt fólk.

Kaus svo VG því þeir eru líka mitt fólk.

Nú þarf ég ekki að láta mér líða illa lengur.

Takk Margrét, Þór og Birgitta!

Þið hafið nú létt af mér þessari áþján.


mbl.is Óbreytt stefna Borgarahreyfingarinnar varðandi ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei Kreppi minn, þetta mál hangir ekki saman.

Það er einfalt að leysa þetta mál.

Í stefnuskrá BH segir að þeir séu með aðildarviðræðum.

Þá standa þeir við það, sérstaklega af því þau eru enn þeirrar skoðunar og taka það fram.

Síðan vinna þau af öllum kröftum gegn Icesave sem þau eru á móti og greiða atkvæði gegn samningum.

Er þetta flókið?

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hljómar bara mjög einfalt og skýrt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.7.2009 kl. 11:54

3 Smámynd: Neddi

Það er eitt að vera á móti ESB aðildarviðræðum (sem þau eru reyndar ekki) og annað að vera á móti Icesave. En að nota annað til að reyna að kúga fram hitt er í þeim anda sem að Borgarahreyfingin var stofnuð gegn.

Megin markmið Borgarahreyfingarinnar var að berjast gegn bullinu sem að hefur svo alltof lengi gengið inn á alþingi. Bulli eins og svona pólitískum hrossakaupum og kúgunartaktík.

Þetta er ekki það sem að ég vildi þegar að ég gekk á bak orða minna um að verða aldrei flokksbundinn og tók þátt í að stofna hreyfinguna. Stjórn Borgarahreyfingarinnar fær því mikið hrós frá mér vegna yfirlýsingarinnar en þingmennirnir fá ekkert nema skömm í hattinn frá mér.

Neddi, 15.7.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ ,þetta lá svosem í loftinu með BH.

hilmar jónsson, 15.7.2009 kl. 12:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kreppi: Hættu nú að reyna að réttlæta þessa framkomu.

Get over it. Þau eru komin í pólitík gamla tímans.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Neddi

Þegar þau segjast ætla að greiða atkvæði gegn einhverju sem að þau eru samt sammála til þess að þvinga fram niðurstöðu í öðru þá eru það hrossakaup.

Neddi, 15.7.2009 kl. 12:23

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Kannski eru þau bara orðin svona old fashion stjórnmálaflokkur strax, Kreppukarl.

hilmar jónsson, 15.7.2009 kl. 12:25

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þau eru stokkin inn í fílabeinsturninn og búin að henda lyklingum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2009 kl. 12:37

9 identicon

Síst hélt ég Jenný að þú þakkaðir fólki fyrir að bregðast trausti, burtsé frá málefninu. Mér sýnist að kjarni Brh. fordæmi svona hrossakaup. Ætlar þú líka að fagna ef í kjölfari þessa komist D og B listinn til valda?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:50

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli: Lestu færsluna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2009 kl. 13:09

11 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Það er ekki sama Jón og Séra Jón hjá þér Jenný, frekar en annars staðar.

Í stefnuskrá VG segir að þeir séu EKKI með aðildarviðræðum. Samt ganga þeir gegn heitum sínum og þú ert stolt og sátt yfir að hafa kosið þá fremur en BH.

Hef aldrei getað skilið þessa rígföstu flokkapólitík þar sem maður gengur í flokk og má aldrei gagnrýna verk hans - bara annarra þó að þau séu af sama meyði.

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 15.7.2009 kl. 14:40

12 Smámynd: Kristján Sigurjónsson

Ég er sammála þér Kolbrún flokkapólitík er eins og trúarbrögð.

Kristján Sigurjónsson, 15.7.2009 kl. 15:53

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þau eru ekki lengi að læra ósiðina blessuð börnin.

Finnur Bárðarson, 15.7.2009 kl. 16:19

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta er dapuregt

Brjánn Guðjónsson, 15.7.2009 kl. 17:37

15 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hefði maður látið sér detta í hug að sjá þessa hugsjónakonu sem hér á blogg þakka fólki fyrir að ganga bak orða sinna ... en lengi má manninn reyna ef það hentar málstað viðkomandi. Þá má allt..tilgangurinn helgar meðalið

Jón Ingi Cæsarsson, 15.7.2009 kl. 21:18

16 identicon

Finnst ykkur ekki hressandi að þau segja bara nákvæmlega hvað þau eru að gera og af hverju.

Svona virkar pólítíkin en yfirleitt fáum við aldrei neitt að vita um hvernig kaupin gerast á eyrinni nema með því að lesa á milli línanna - eða lesa ævisögur stjórnmálamanna 20 árum síðar.

Barði (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:56

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Jenný,

sammála þinni góðu færslu.

Fjölmiðlarnir hamast við að útmála þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem einhverja EB-dindla en það er fjarri sanni að svo sé. Fyrir um 10 dögum sagði Birgitta í ræðustól Alþingis að hún hefði verið tiltölulega jákvæð gagnvart EB en það álit hefði breyst eftir því sem hún fræddist meir um það samband t.d. í nefndarvinnu á Alþingi. "Nú væri svo komið að hún væri eindreginn andstæðingur þess að Ísland færi í sambandið"

Fjölmiðlar sögðu að sjálfsögðu ekki frá þessu.

Sigurður Þórðarson, 15.7.2009 kl. 22:29

18 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

   Það má líka hugsa sem svo, að þegar fólk er allt í einu komið inn á Þing, fólk,  sem jafnvel hefur ekki hugsað um pólitík áður, hvað þá starfað í stjórnmálum, eða skipt sér af flokkapólitík fyrr,   er nú allt í einu "sest á Þing".  -  Og þarf að fara að vinna við alls ókunnar aðstæður sem pólitíkin er, þar sem framapot og eiginhagsmunir ráða ríkjum, og grimmdin er allsráðandi. 

Það er þessi mikla grimmd,  sem komin er í íslenska pólitík, og maður sér, að er nú allsráðandi á Alþingi Íslendinga þessa daganna, sem vekur hjá mér ugg. -

 Því er það ekki nema von,  að nýliðarnir úr Borgarahreyfingunni snúist óttasleginn í nokkra hringi, á meðan þau reyna að átta sig á aðstæðum.  - Ég hef aldrei fyrr orðið vitni að jafnmikilli grimmd í alþingismönnum, eins og ég hef séð á Alþingi Íslendinga síðustu daga og vikur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.7.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.