Leita í fréttum mbl.is

Riggað upp tildurbyggingu ha?

Alveg geta íhaldssamir uppskafningar drepið í mér mitt yndislega morgunskap.

Björn Bjarnason er þeirrar skoðunar að hótelrekstur eigi ekki að vera í þinghelginni.

Ekki drepa mig úr skinheilaleika kæri Björn.

Réttara væri að þú myndir snúa þér að sumarbústaðabyggingum auðmannanna INNI Í ÞINGHELGINNI þar sem þeir rjúfa hana með þyrlum og hamagangi þegar byggingarefnið er flutt í lúkurnar á þeim.

Banna sumarbústaðabyggð inni í þinghelginni.  Það meikar sens að minnsta kosti.

Náttúra Íslands, Þingvellir og aðrir staðir á þessu landi eiga að vera fyrir fólkið.

Við eigum að geta notið náttúrunnar og í leiðinni umgengist hana af ást og virðingu.

Ekki yrði ég hissa þó almenningi yrði meinaður aðgangur að herlegheitunum en í staðinn riggað um tildurbyggingu fyrir silkihúfur og aðra til þess bæra þinghelgargesti.

Mér er svo sem sama þótt hótel verði sett annars staðar en fjandinn hafi það ég vil geta sest niður og drukkið kaffi í ÞINGHELGINNI og notið fegurðar staðarins og andað að mér sögunni (rosalega sem ég get verið væmin svona á morgnanna).

Að lokum smá eftirþanki.

Var góssið tryggt hjá Sjóvá?

Ómæ, ekki fallegt.


mbl.is Hótelrekstur á ekki að vera í þinghelginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já þarna er ég sammála. Sumarhallirnar eru ekki beint augnayndi við þjóðgarðinn.   Valhöll verður vonandi endurbyggð á sama stað en án þess að kúldra þar upp sjoppu og bensínstöð.  Það var sorglegt að sjá hvernig hægt var að klúðra hótel Valhöll með forljótum við byggingum. 

Ía Jóhannsdóttir, 11.7.2009 kl. 10:41

2 identicon

Ég er svo sammála þér. En aftur ámóti vil ég líka meira aktivití fyrir fjölskylduna. Alltaf gaman að labba þarna en hvað svo? Ég sakna þess að það séu engir bátar þarna, man eftir því að fara út á vatnið á bát. Kaffihús og smá leiksvæði fyrir börnin væri eðal. Hvernig hljómar það? Göngutúr um svæðið og stoppa á kaffihúsunum, láta börnin fá útrás í leiktækjum og fara svo út á vatn á báti, væri það nokkuð of mikið?

Elsa Margrét (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 14:02

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Björn er reyndar að tala um þinghelgina sem er aðeins lítill hluti Þingvalla. Hann vill hótel við Ármannsfell. Ég vildi hafa a.m.k. veitingahús líka þar í grennd sem Valhöll er. Mest óttast ég að þegar byggt verður hótel verði það svo dýrt að engir nema ríkismenn geti gist þar. Auk þess finnst mér - í alvöru - að ríkið eigi að gera upptæka sumarbústaði einkaaðila í Þingvallalandi og breyta þeim í leigubústaði fyrir almenning.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband