Föstudagur, 10. júlí 2009
Húmor minn jafn svartur og rústirnar
Þvílíkur dagur og hótel Valhöll brunnin til grunna.
Ekki að ég haldi að ég sé nafli alheimsins en stundum eru hlutirnir aðeins of magnaðir fyrir minn smekk.
Sko, s.l. sumur hef ég verið á leiðinni á Þingvöll.
Til hvers?
Jú, til að njóta fegurðarinnar, kyrrðarinnar og drekka kaffi á hótelinu.
2008 var ég á leiðinni, komin út í bíl einn góðviðrisdag í maí.
Við ætluðum að kíkja á Selfoss og svo á Þingvöll enda ég komin með gargandi þörf fyrir þúfur og bláskóg.
Rétt áður en við lögðum á stað, reyndar á planinu fyrir utan kærleiks kom jarðskjálftinn.
Þessi stóri.
Vó, við hrísluðumst inn aftur.
Í hitteð fyrra var ég lögð af stað en varð að snúa við sökum bilunar í kærleiksvagninum.
Enginn Þingvöllur það sumarið fremur en jarðskjálftasumarið.
En í dag var ég einbeitt í þeirri löngum minni að komast á Þingvöll, enda veðrið til þess.
Kærleiksvagninn var að koma úr viðgerð okkur ekkert að vanbúnaði, ég fór á hælana og settist inn í bíl.
Húsband glotti og spurði hvort ég þyrði. Hvort ég væri ekki hrædd við skjálfta eða eldgos, móðir náttúru væri mikið í mun að halda mér frá þjóðgarðinum.
Ég: Æi, láttekki eins og asni, af stað með okkur. Ég skal og mun drekka kaffi á hótel Valhöll í dag!
Og það gerðum við.
Settumst út í góða veðrið með kaffið okkar og nutum sólar í smá stund.
Við ræddum um að hótelið væri orðið algjör garmur, hvort það væri ekki ráð að hafa almennilegt hótel á þessum helgasta stað á Íslandi, sjálfri vöggu lýðræðisins.
Og það var þá sem ég fékk hugmyndina um að brenna húsið til grunna.
Ég gekk fumlaust til verks.
Nei, ég veit þetta er ekki fyndið ég er að fokka í ykkur dúllurnar mínar.
Eða hvað?
Játa hér og nú að húmor minn er jafn svartur og rústirnar af hótelinu.
Já, já, ég skammast mín.
En mikið djöfull er ég mögnuð.
Úff.
Valhöll brennur til grunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú ert gangandi stórslys kona. Blessuð haltu þig heima hjá þér... og fyrir alla muni, ekki koma upp í Grafarvog.
Emil Örn Kristjánsson, 10.7.2009 kl. 20:20
héddna fyrirgefðu.... var ekki "sá stóri" 2008?
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 20:22
Annars finnst mér veruleg eftirsjá í þessu húsi á Þingvöllum. Var þarna í gærkvöldi og fékk sightseeing tour um hótelið. Maðurinn sem sýndi okkur húsið var - og ég þori varla að segja það... fullur eldmóð að koma húsinu í fyrra horf og gera það vel.
Mér leist vel á allar hans hugmyndir og húsið líka.
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 20:24
Emil: Ég lofa. Held mig frá Grafarvogi.
Hrönn: Garg, ég var að minnsta kosti á leið í kaffi til þín get ég sagt þér. Minnti að það hafi verið 2007.
Þú drepur mig. Eldmóður. Garg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2009 kl. 20:32
Shit var Hrönn þarna líka,þá er nú von að kofinn hafi eldroðnað alveg ..oní grunn
Ragnheiður , 10.7.2009 kl. 20:33
Ragga: Garg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2009 kl. 20:36
Þetta er nú ekkert. Ég fór í brúðkaup í Skíðaskálanum og það var eins og við manninn mælt, skálinn brann nokkrum mánuðum seinna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.7.2009 kl. 20:42
bank bank, má ég koma inn ....... vissetta
Ekki margar háhælaðar kerlingar sem fá monsiour Oddsson inn á commentakerfið sitt! öfundsjúk jahá, taka bara eina hugrúnu á þetta öfundsjúka lið. áts djö er hurðakarmurinn þröngur.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.7.2009 kl. 20:54
Ég fór inní anddyrið á öðrum WTC turninum 1987. Það skipti engum togum, ónýtt 2001. Mögnuð ég.
Eygló, 10.7.2009 kl. 21:17
Ég bjó rétt handan við fjármálahverfið City of London árum saman. IRA sprengdi það í tætlur -í tvígang !
Held þó ekki að þeir hafi verið á eftir mér...
Án gríns þá vekur Valhallarbruninn fleiri spurningar en svör -í bili.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 21:27
Í öllum bænum skvettu í þig tvöföldum og kíktu í partý á Vesturbrún 22
Halldór E. Högurður (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 21:38
já..... eða Dúfnahólum 10!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 23:07
Skemmtileg færsla eins og svo oft áður hjá þér Jenný, og sjónarspilið var mikið. Ég fékk alveg óvart sæti á fremsta bekk frá upphafi og fötin mín anga eins og áramótabrenna fyrir vikið.
Og takk fyrir síðast Hildur Helga, hann Helgi var víst í síðdegisútvarpinu rétt á undan mér blessaður :)
Gunnar Hrafn (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 23:07
æi, ok. þetta var gamalt hús og allt það. ríflega hundrað ára eða svo.
hinsvegar eru engin menninargleg verðmæti fólgin í húsinu. ok, þarna voru málverk, en hvað meira?
þetta var bara kofi sem brann. hótel, so what? ekki eins og þetta hafi verið menninarleg verðmæti frá þjóðveldinu.
afkomendur föðurömmu minnar hafa hittst þarna árlega í kring um afmælið hennar. við finnum okkur bara annan stað.
við þurfum ekki að gráta þetta hús. byggjum bara nýtt langi okkur að starfrækja þarna hótel.
skulum ekki missa okkur í MJ grenju yfir þessu.
Brjánn Guðjónsson, 10.7.2009 kl. 23:09
Mér finnst Brjánn eitthvað svo kaldlyndur...........
Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2009 kl. 00:09
Guði sé lof að enginn slasaðist.
Löngu búið að dæma húsið ónýtt.
Kannski finnst einhverjum bara gott að það brann.
Eygló, 11.7.2009 kl. 00:15
Var ekki búið að dæma kofann handónýtan fyrir nokkrum árum? Mig minnir það. Mig rámar í mikið rifrildi um hvort ætti að jafna hann við jörðu eða reyna að lappa upp á draslið með jafnvel meiri kostnaði. Ef þetta er rétt munað þarf ekki að rífast lengur um það. Þá er hægt að snúa sér af fullum þunga í að rífast um Icesave, ESB og Mikjál Jacksoni.
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 01:39
Þið eruð ótrúlega skemmtilegt fólk öll sem hér kommentið reglulega.
Ekki síðri þeir sem draga mig sundur og saman úr háði og eru ósammála mér.
Öll gerið þið bloggið þess virði að ástunda það.
Ésús hvað ég elska ykkur öll.
Þetta verður ekki endurtekið. Átti veikt móment þarna þar sem væmnin heltók mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2009 kl. 09:53
Hvenær fórstu síðast á Café Óperu eða gamla Rósenberg?
Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 11.7.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.