Föstudagur, 10. júlí 2009
Með lýðræðið í gíslingu
Það er vont að vera reiður, alveg bálreiður, en þannig er ástatt um mig.
Ég kann þeim þingmönnum VG litlar þakkir fyrir sem eru að nudda sér utan í stjórnarandstöðu varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að fara í aðildarviðræður um ESB.
Ég fer að sjá eftir atkvæðinu mínu í þá.
Mun að minnsta kosti gera það verði komið í veg fyrir að við getum fengið að vita hvað samningur um inngöngu þýðir fyrir Ísland.
Hvað þýðir það ef við þurfum að kjósa um hvort við eigum að ganga til viðræðna við ESB?
Jú, það þýðir að við þurfum að hlusta á annars vegar upphrópanir um að innganga í ESB sé afsal á fullveldi þjóðarinnar.
Og hins vegar að hamingjan liggi í Evrópusambandinu og þá munum við beisíklí komast í Paradís.
Hvernig er hægt að kjósa um eitthvað slagorðakjaftæði án innistæðu?
Við vitum ekkert hvað er í pakkanum fyrr en á það reynir.
Hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum er fyrirsláttur og vantraust á fólkið í landinu.
Ég er algjörlega komin með upp í kok af stjórnmálamönnum sem setja fótinn fyrir lýðræðislega umræðu og gjörninga.
Stjórnmálamenn sem mega ekki til þess hugsa að almenningur fái að taka upplýstar ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar.
Svo jaðrar það við klám að ganga til samvinnu við Umskiptingaflokkana á þinginu.
Þá er ég aðallega að tala um Sjálfstæðisflokkinn.
Munið þið stjórnlagaþingið?
Munið þið að þeir töluðu það mál í hel þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar kallaði eftir því?
Munið þið eftir grein Bjarna Ben og Illuga Gunnars í desember í Mogganum hvar þeir töldu að við ættum að fara í aðildarviðræður og minntust ekki einu orði á að það þyrfti að kjósa um það hvort við ættum.
Bölvaðir tækifærissinnar og flokkræðisfangaverðir.
Með lýðræðið í gíslingu.
Andskotinn hafi það að VG gangi í lið með þessu liði.
Vinsamlegast leyfið okkur að komast að því hvað er í boði.
Enginn veit það með vissu og það á líka við um þingmenn allra flokka.
Get a grip.
Rakst á þennan pistil inni hjá Merði Árna.
Þarna má sjá sinnskiptin hjá Framsókn og Sjálfstæðismönnum.
Að tala um tækifærissina.
Þingmaður VG leitar til stjórnarandstöðunnar vegna ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
góð færsla Jenný
Óskar Þorkelsson, 10.7.2009 kl. 08:57
Ég er handviss um að ef karlakórinn minn verður sendur í góða tónleikaferð um heiminn, þá verður stórfelldur bati á afstöðu annarra þjóða í garð Íslands! Þetta þarf ekki að kosta nema kannski sjö til átta hundruð milljónir. Og ég vil sko fjandann ekki að þjóðarhelvítið fái að segja álit sitt á þessu fyrirfram í einhverri atkvæðagreiðslu. Þá yrðum við að þurfa þola að einhverjir segðu að þetta væri lélegasti karlakór norðan alpafjalla og hins vegar þyrftum við að heyra í hinum sem heyra aldrei neitt nema fagra englatóna þegar kórinn syngur! Nei, það er bara best að drífa í þessu og senda kórinn í ferðalagið. Það má alltaf leggja mat á útkomuna eftirá.
Halldór Halldórsson, 10.7.2009 kl. 09:02
HaHa hef aldrey heyrt eins vitlausa tillögu, er ekki nóg ad kjósa um hvort ad island skal verda med i EU eda ekki thessi aumu politikusar er ótrúlegir.
Jóhannes (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 09:04
Það er út í hött að fara í aðildarviðræður á meðan við vitum ekkert um hvað málið snýst en mér finnst þó skárra að kjósa um það en að hefja aðildarviðræður án þess að almenningur í landinu hafi neitt um það að segja.
Ég er löngu búin að missa það álit sem ég hafði á vg. Ég hef ekki fylgst vel með fréttum undanfarið svo það er hugsanlegt að vg sé að vinna að stjórnlagaþingi en rosalega finnst mér það samt ótrúlegt.
Þegar upp er staðið er Sjálfstæðisflokkurinn ekki vandamálið sjálft heldur bara ein birtingarmynd þess. Vandamálið er ónýtt stjórnkerfi, ónýtt efnahagskerfi og handónýtur almenningur sem lætur allt yfir sig og síðari kynslóðir ganga ef hann getur fengið tíkall út á það í hvelli. Andstaðan við ESB verður áreiðanlega veiklulegt prump enda algegnt viðhorf að stærsta vandamál þjóðarinnar sé skortur á skuldum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 09:13
Hrokinn í ESB-sinnum er hreint út sagt óþolandi. Það er hreint ótrúlegt að segja "með lýðræðið í gíslingu" yfir því að reyna efna til ÞJÓÐARATKVÆÐIGREIÐSLU. Flestir vita betur en að þurfa viðaldarviðræður frá Samfylkingunni til að vita að þeir vilji ekki ESB. Ég minni á að allar skoðunarkannanir sýna að meirihluti landsmanna vill ekki ESB. Ég á ekki trú á öðru en að framkoma ESB landa í okkar garð undanfarið verði til þess að hækka þetta hlutfall. Hver er þá að "halda lýðræðinu í gíslingu" með að hlaupa í aðildarviðræður í Brussel þegar Reykjavík brennur?
Kári (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 09:36
Vandamálið er ónýtt stjórnkerfi, ónýtt efnahagskerfi og handónýtur almenningur sem lætur allt yfir sig og síðari kynslóðir ganga ef hann getur fengið tíkall út á það í hvelli.
Þetta er ísland í hnotskurn, takk fyrir þetta Eva :)
Óskar Þorkelsson, 10.7.2009 kl. 09:37
Halló, ég er enginn ESB-sinni. Hvar hef ég sagt það?
Hvernig get ég verið með einhverju (nú eða á móti) án þess að hafa nein svör í hendi? Bara eintómar upphrópanir um himinn eða helvíti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2009 kl. 09:39
Ég held að við séum í verri málum en okkur grunaði. Ég held að þessi litla plástralausn yfir brunasárið sé ekki nógu góð og því er farið að grassera greftri yfir allt þjóðfélagið. Kannski þarf að stoppa aðeins....núllstilla og leyta að öðrum lausnum líka. Kannski þarf að horfa á þetta kalt...Skipta liði í smá stund og leyta annarra lausna og kynna fyrir okkur 2 til 3 leiðir áður en við ákveðum hvort við ætlum að höggva fótinn af. Mér finnst einhver æðibunugangur á þessu hjá stjórninni. Skil vel að eitthvað þurfi að gerast strax, en ég vil fá valmöguleika! Fleiri en einn.
Garún, 10.7.2009 kl. 09:58
Thad aetti ad naega ad stjórnin fari og semji um ad ganga i EU og fá samninginn á
pappír sem sídan er borinn undir thjódaratkvaedagreyåsu, bara tímasógun ad vera med tvöfalda atkvaedagreydslu og er einnig dýrt.
Efast um ad landid uppfylli skilyrdin fyrir ingöngu i EU thar sem landid er svo skuld-sett ...
Jóhannes (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:20
Eva segir: „Það er út í hött að fara í aðildarviðræður á meðan við vitum ekkert um hvað málið snýst“
veit einhver hér um hvað málið snýst? veit Eva það? eftir áralangan skotgrafahernað vitum við ekki rassgat. er einhverjar líkur á að það breytist meðan viðræður hafa ekki farið fram? held ekki.
það verður bara áframhaldandi skotgrafahernaður og fólk mun kjósa milli himnaríkis og helvítis.
málið er að við vitum ekki um hvað málið snýst fyrr en aðildarviðræður hafa farið fram, frekar en einhver veit um hugsanleg bætt kjör sín fyrr en kjarasamningar hafa farið fram. þá fyrst er grunvöllur til að samþykkja hann eða hafna.
Brjánn Guðjónsson, 10.7.2009 kl. 10:22
Góð grein hjá þér.
Tek undir með Brjáni varðandi ábendingar til Evu. Til að fá sannleika ESB-málsins á borðið þarf að fara í aðildarviðræður og það sem út úr þeim kemur verður lagt fyrir þjóðina og hún tekur endanlega ákvörðun. Út frá þeim samningum tek ég mína ákvörðun. Ég hlusta lítið á menn eins og Kára (hér ofar), sem kallar þá landa sína "hrokafulla" ESB-sinna sem vilja fá samninginn á borðið, sem fæst eingöngu með aðildarviðræðum. Það er dapurlegt hvað margir landar mínar "rökstyðja" ákvörðun sína um ESB, já eða nei, með innihaldslausu blaðri.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 11:21
Ég er gjörsamlega hjartanlega sammála hverju orði og þakka þér fyrir að setja þetta fram á þennan hispurslausa hnitmiðaða hátt
Sigrún Jónsdóttir, 10.7.2009 kl. 11:58
Göngum í NATO og herinn heim!
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.7.2009 kl. 12:14
Það væri að setja lýðræðið í gíslingu að fá ekki að taka ákvörðun um það hvort við viljum yfir höfuð sækja um aðild að ESB. Ef fólk veit ekki hvað í boði er þá get ég upplýst ykkur um það að það eru 27 ríki nú þegar í þessu ónýta apparati. Hvað skyldu þau hafa fengið út úr aðildarumsóknum sínum ? en eitthvað þá er um tímabundnar undanþágur að ræða. Ef svo ólíklega vildi til að við fengjum "varanlegar" undanþágur, þá eru þær ekki varanlegri en svo að ESB getur alltaf breytt því í óvaranlegar ef þeim sýndist svo.
Við sem erum á móti ESB-aðild treystum einfaldlega ekki möppudýrunum í Brussel, svo einfald er það.
p.s. talandi um lýðræði, þá má benda á það að í ESB er umtalsverður lýðræðishalli. Þar er lýðræðið í orði en ekki á borði, alveg eins og í Sandfylkingunni.
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2009 kl. 12:56
TIH.. ef þetta er svona handónýtt apparat afhverju hefur þá EKKERT ríki sótt um lausn frá sambandinu ?
Óskar Þorkelsson, 10.7.2009 kl. 13:09
Það er eins og fólk gangi af göflunum þegar bókstafirnir þrír birtast: ESB, menn skelfast þessa þrjá bókstafi meira en Gilitrutt
Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 13:48
Stolt af minni bara, hárrétt hvernig er hægt að kjósa um "slagorðasamkeppni" trúlega flestir búnir að fá ofnæmi fyrir slagorðapésum hvors fyrir sig. ESB vs Andstæðinga ESB.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.7.2009 kl. 13:51
Jú við þurfum einmitt tvöfalda atkvæðagreiðslu vegna þess að þjóðin getur alveg gert sér í hugarlund hvernig Evrópusambandið er og hvernig það mun verða. Það þarf ekkert annað en að skoða sáttmála Evrópusambandsins til þess. Aðildarsamningarnir sem að ríkin hafa gert snúast aðeins um tímabundnar undanþágur. Það er seinni atkvæðagreiðslan sem að er bara formsatriði því að út úr þessum samningum mun ekkert nýtt koma fram. Menn breyta ekki ESB með aðildarsamningunum. Þess vegna þurfum við að leggja það fyrir okkur áður en við förum í viðræður hvort að við ætlum inn eða ekki.
Þingmenn VG eiga hrós skilið fyrir viðleitni sína til þess að koma þessu máli í þann farveg sem að er lýðræðislegastur og eðlilegastur í svona stóru máli sem þessu. Tvöföld atkvæðagreiðsla er hins vegar flís í holdi þeirra sem að vilja lauma okkur inn í ESB, plata þjóðina til þess að samþykkja eitthvað sem að hún hefur ekki kynnt sér.
Jóhann Pétur Pétursson, 10.7.2009 kl. 13:56
Skemmtileg færsla hjá þér, Jenný, og þú hittir flesta af nöglunum á höfuðið, en þá nagla sem ekki á að hitta þar, hittir þú á hliðunum! Ég vona að Samfylkingin slíti ekki stjórnarsamstarfinu ef tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að sækja um verður samþykkt. Samfó er sannarlega með þráhyggju í málinu
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.7.2009 kl. 14:18
Það er í gangi Evrópufíkn og Evrópufælni, er ekki hægt að finna einhvern meðalveg ? Báðir þessir sjúkdómar valda þjáningum.
Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 14:20
ÉG HELD ÞAÐ MÆTTI NÚ AÐEINS HVÍLA ÞESSA EVRÓPUUMRÆÐU AÐEINS OG NÝTA VERÐMÆTUM TÍMA ÞINGSINS (SEM N.B. ER AÐ FARA Í FRÍ SVO FÁRÁNLEGT SEM ÞAÐ NÚ ER) ENDA FÆ ÉG EKKI SÉÐ ÞAÐ MUNI Á NOKKURN HÁTT BJARGA HEIMILUM LANDSINS SEM ERU AÐ BRENNA UPP Í LOGUM SPILLINGAR, GRÆÐGI, OKURVAXTA, ÓNÝTS GJALDMIÐILS OG TIL AÐ BÆTA GRÁU OFAN Á SVART ATVINNULEYSI. EN VISSULEGA ER ÞETTA GÓÐUR LEIKUR TIL AÐ LEIÐA UMRÆÐUNA OG FJÖLMIÐLA FRÁ ÞVÍ SEM MÁLI SKIPTIR.
Hulda Haraldsdóttir, 10.7.2009 kl. 14:50
´FÉKK ÁMINNINGU VEGNA OF STÓRS LETURS EN ÁSTÆÐAN ER NÚ EKKI TIL AÐ TRANA MÉR FRAM HELDUR EINFALDLEGA SÚ AÐ VIÐ SEM ERUM FARIN AÐ TAPA SJÓN EIGUM AUÐVELDARA MEÐ AÐ LESA STÆRRA LETUR.
Hulda Haraldsdóttir, 10.7.2009 kl. 14:53
Til að fá stærra letur er nóg að ýta á CTRL-+ (þ.e.a.s. halda niður ctrl takkanum og ýta svo á plús takkan til að stækka (eða mínus takkann til að minnka) letrið á síðunni.
Einar Þór (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 16:35
"Dæmi úr fréttum nýlega, ESB ætlar að banna innfluting á selaafurðum"
Þetta á hver þjóð að fá að ákveða fyrir sig en ekki eitthvert valdabákn með misvitran skilning og eða vilja til að skilja hvað aðrir eru að gera eða búa við.
Þetta sýnir bara það að þetta bákn er sett til höfuðs öðrum þjóðum og á því að dæma til dauða. Ekkert þjóðabandalag á að vera til sem hefur slíkt ægivald til að skipa öðrum fyrir.
Ekkert bandalag á að vera til sem myndar blokk gagnvart öðrum þjóðum.
Allar þjóðir eiga að hafa þann rétt til að hafa samskipti við aðrar þjóðir, hver með sýnum forsendum, það er ekki orðið jafnræði í heiminum þegar svona blokkamyndanir verða til.
(IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 20:37
Litla, litla, nice, nice Samfylkingin eða Social Dictatorship vill alls ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt eða neitt, svona rétt eins og þetta ESB-bákn sem vill alls ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon- sáttmálann fyrir öll aðildarríkin innan ESB, já það er svo lítið um lýðræði innan Social Dictatorship báknsins -ESB og Samfylkingarinnar.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 01:33
Jenný Anna
Ég er nú ekki hrifinn af þessu ESB-Social Dictatorship bákni, eins og þú, eða þar sem lítið sem ekkert lýðræði er í þessu ESB -bákni, og þar sem menn eru skipaðir (ath. ekki kosnir, heldur skipaðir á bak við tjöldin) í þessa Framkvæmdarstjórn ESB er svo að segja ræður næstum því öllu, og undir öllum þessum ólýðræðislegum stjórnarháttum og/eða þar sem ESB-þingmenn geta alls ekki komið með eða lagt fram lagafrumvörp?
Af hverju ættum við að óska eftir vera í þessu ESB -Social Dictatorship bákni og undir þessum ólýðræðislegum stjórnarháttum, eða þar sem Þingmenn ESB eru auk þess með takmarkaðan tíma og/eða nánast sagt engann tíma (1 til 2 min) til að veita andsvör á öllu því sem er þvíngað og kúað er ofan í þá, eða þar sem hver ESB -Þingmaður getur í mesta lagi náð að tala 12 mínútur á einu ári í þessu ESB-þingi.
Eins og áður segir þá er lítið sem ekkert lýðræði í ESB, en ef lýðræði kæmist á í ESB myndi þetta ESB- Social Dictatorship- bákn ykkar hrynja algjörlega
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:28
"Hvernig er hægt að kjósa um eitthvað slagorðakjaftæði án innistæðu?"
.. Bulls Eye!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.7.2009 kl. 07:12
... Svo enginn misskilningur verði lesinn úr þessu þá hittir þú beint i mark að mínu áliti Jenný! ;-)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.7.2009 kl. 07:13
Það voru tveir þingmenn sem ruku á dyr, Ásmundur óðalsbóndi og Ásbjörn Óttarsson kvótagreifi. Það vissu allir að þessir menn myndu taka afstöðu með sjálfum sér en ekki hvað væri best fyrir almenning.
Að vera inn á þingi og hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér er orðið daglegt brauð, sérstaklega hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna heldur fólk að það hafi verið farið fram á það við þingmenn að þeir gæfu upp hagsmunatengsl sín,
það var til þess að fólk gæti betur áttað sig á hegðun þeirra inn á þingi og hvort þeir væru að haga vinnu sinni eftir eigin hagsmunum eða eftir því hvað kæmi almenningi til góða.
Gott fólk, þó þessir hottintottar hafi sýnt það í verki að þeir eru á þingi fyrir sjálfa sig en ekki almenning, þá þarf ekki allt að fara í háaloft þó þessir menn fari í fílu. Þeir ættu að skammast sín fyrir sjálfselsku sína.
Valsól (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 10:12
Ég held að við höfum engu að tapa á að ganga tilviðræðna um inngöngu. Við höfum þegar tapað nánast öllu. Við getum að vísu einangrað okkur í einhvern tíma hér úti í Dumbshafi, étið fisk og lambakjöt. En fljótlega mundi þó saxast á olíuforðann og lyfjabyrgðir.
Við höfum þegar misst okkar sjálfstæði. Hvers virði er það sjálfstæði að vera ofurseld lánardrottnum okkar um ókomna tíð. Í raun held ég að við höfum ekki um margt að velja við verðum að gefa eftir eitthvað eftir af því sem við teljum heilagt. Það er of seint að þykjast stolt sjálfstæð þjóð. Við höfum fyrst og fremst verið hráefnisframleiðendur. Framleitt lítt unnar eða ekkert unnar fiskafurðir og aluminium til frekari vinnslu erlendis. Hver á fiskinn í sjónum? Ég veit ekki betur en SA hafi múlbundið ríkisstjórnina í samningunum um daginn þegar þeir settu það sem skilyrði að ekki yrði farið í breytingar á kvótakerfinu. Sem samt var eitt loforða stjórnarflokkanna fyrir kosningar.
Við Íslenska þjóðin fáum engu ráðið nema ruslað verði algerlega út úr stjórnkerfinu, hvert einasta möppudýr hver einasti pólitíkus hver einasti sá er viðhlæjandi hefur verið við útrásarvíkingana. Þjóðnýtum allt draslið, gerum eignarnám í eignum útrásarvíkingana, flengjum spillta stjórnmálamenn þar er réttlæti því þeir eru landráðamenn/konur.
Gerum BYLTINGU!! Þá fyrst getum við byggt upp nýtt Ísland. Þá fyrst verðum við sjálfstæð þjóð með hreint borð.
Styttingur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.