Leita í fréttum mbl.is

Hugleysingjar hóta

Minn skilningur og samúð nær ekki yfir þá sem hóta fólki.

Hugleysingjar ógna og sýna ekki á sér andlitið.

Ég er til í að berja búsáhöld, hafa hátt og vera til ama og leiðinda svo lengi sem á þarf að halda en ég hef megnustu skömm á að verið sé að hóta með þessum hætti eins og gert var við bankastjóra Kaupþings og konuna hans. 

Konuna hans "for crying out loud".

Og ekki koma og segja að þið skiljið svona aðferðir, fólk sé svo reitt og ladídadída.

Það er ekkert sem réttlætir hótanir og ofbeldi.

Ef við almenningur leggjum okkur niður við svona lágkúru þá erum við engu betri en stórþjófarnir og spillingarliðið.

Ég er bálreið, ég hef verið það síðan í haust og maður fær ekki tækifæri til að koma upp og anda á milli nýrra frétta um ógeðið sem hér hefur grasserað.

Það sagði við mig maður í dag að ætla mætti að allt þetta fjármálasukklið hefði verið á kókaíni, svo gerspillt væri það allt saman.

Ég persónulega vona að svo hafi verið.

Má ekki til þess hugsa að fólk sé svona siðlaust á eigin safa.

En að hótunum.

Plís hagið ykkur eins og fólk en ekki eins og fífl.


mbl.is Bankastjóra Kaupþings hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það á að fella þetta niður hjá þessum feðgum enn ekki almenningi á þessi bankasjórn þessa banka öll að takast af lífi. bara einfalt mál.

oli (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Vissulega er rangt og barnalegt að hóta bankastjóra kaupþings. En ef þessari afskrift skulda verður fylgt eftir þá verð ég alveg kolbrjálaður. Það er ekki lýðandi að það sé verið að þvinga venjulegt fólk til að borga afborganir af skuldum sínum en svo fá þessir kaupníðungar afslátt á skuldum sínum sem skeldu okkur í þrot.

Ég er fastur á þeirri skoðun minni að það þarf með öllum tiltækum ráðum að ganga í eigur björgólfsfeðga og gera þá upptæka.

Brynjar Jóhannsson, 8.7.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Hermann

Hvernig komst þetta í fjölmiðla þ.a.s upplýsingar um að björgólfur hafi beðið um þetta? er þetta ekki bara "cover" fyrir annað?

Hermann, 8.7.2009 kl. 20:43

4 Smámynd: ThoR-E

Sammála þér þarna Jenný,  þetta var langt yfir strikið.

Hringja nafnlaus og hóta fjölskyldu mannsins, fyrir það eitt að útrásarvíkingar hafi sent inn tilboð um afborgun af láni.

Spurning hvort menn þurfi ekki að beina reiðinni í réttan farveg.

Eiginkona bankastjórans ber ekki ábyrgð á því hvernig stendur á hjá fólki í dag. Það held ég að sé nokkuð pottþétt.

ThoR-E, 8.7.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: ThoR-E

Ef ég má bæta við, að ef þetta hinsvegar verður samþykkt að þá verð ég brjálaður eins og flestir íslendingar. En ég verð hinsvegar ekki brjálaður út í eiginkonu og fjölskyldu bankastjórans.

ThoR-E, 8.7.2009 kl. 20:45

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er nú nokkuð viss um að aðilinn sem hefur hótað þeim er bara einn af mörgum örvæntingafullum Íslendingum sem er á brúninni með að snappa.

Engin afsökun.... en útskýring

Heiða B. Heiðars, 8.7.2009 kl. 20:50

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég trúi ekki orði um þessar hótanir.. og ef þær eru sannar þá er bara að láta lögregluna rannsaka málið.. hinsvegar ef Kaupþing samþykkir þessa niðurfellingu þá er ég viss um að einhver hótar ekki.. heldur gerir..

Óskar Þorkelsson, 8.7.2009 kl. 20:52

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. ps.. bankaleynd er til þess að geta braskað og eingöng til þess að hylma yfir spillingu.. svona líkt og SUS hefur barist fyrir því að loka skattaskránum.. guys ekki vera of trúgjörn.

Óskar Þorkelsson, 8.7.2009 kl. 20:53

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hmm - síðast þegar ég vissi var Nýi-Kaupþing banki í ríkiseigu. Af hverju að hóta bankastjóranum? Betra að standa í útistöðum við ríkisstjórnina. Viljiði ekki bara hóta gjaldkerunum líka - eða sendlinum (ef einhver er)? Fara svo svo og rífast við kassastarfsmann í Bónus og brúka steita hnefa framan í næsta stöðumælavörð.

Come on - get a life - your life!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.7.2009 kl. 21:10

10 identicon

Kaupþing er að senda frá sér þessa fréttatilkynningu í von um samúð eða til að slá á óþægilega umræðu. Þetta er almannatengsla bragð eða smjörklípa til að beina athyglinni frá lánamálum Björgólfs. Það er ekki eins og bankastjóri Kaupþings sé fyrsti maðurinn sem fær hótanir. Af hverju heldur fólk að ráðamenn hafi verið með lífverði í haust og vetur?

Guðrún (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 21:10

11 identicon

Já engar hótanir látum verkin tala ..............

hverjum datt annars í hug að géra manninn sem setti sparisjóð mýrasýllu á hausinn að bankastjóra?

Tryggvi (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 21:13

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er fáránlegt að vera að hóta fjölskyldu bankastjóra Kaupþings, eiginlega jafn fáránlegt og að hann skuli hafa tekið að sér að verða formaður skilanefndar,  og jafn fáránlegt og að hann hafi svo orðið bankastjóri Kaupþings.   -

 Þetta er bara allt fáránlegt, en hvað skildi liggja þarna að baki,  ég spyr nú bara eins og fávís kona? -  Hverjum dettur í hug að hóta þeim hjónum og hversvegna?  Er það vegna fortíðar bankastjórans Finns?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.7.2009 kl. 22:09

13 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sammála. Þekkti fjölskyldu sem var hótað með svona bréfi. Ekki nóg með það hótandinn, Kaupþing, lét verða af hótun sinni og lét ekki bara bera þann sem hún hótaði fyrst heldur alla fjölskylduna út.

Endurtek: óþolandi hugleysingjar og aumingjar.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.7.2009 kl. 22:42

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er ekki fólk óþarflega viðkvæmt?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2009 kl. 22:49

15 identicon

voru þau hjónin kannski komin í vanskil einsog fleiri???

zappa (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 23:21

16 Smámynd: Anna  Andulka

Sammála þér Jenný Anna. Afskaplega barnalegt og ósmekklegt að ráðast að bankastjóranum og eiginkonu hans. Fólk verður að höndla reiði sína og ekki láta hana bitna á saklausu fólki. Ég er jafn brjáluð og þið öll ef skuldin verður afskrifuð. Það er ekki sama hver á í hlut, það er nokkuð ljóst. Sjálf lenti ég í ömurlegri aðstöðu þegar Landsbankinn lét taka af mér Visa kort og sagði það stolið. Ég var stödd í Bónus innan um tugi manns og sé ennþá eftir því að hafa ekki stefnt þeim helv... banka fyrir að þjófkenna mig. Fékk auðvitað kortið aftur á mánudegi og lufsulegustu afsökunarbeiðni ever, sem ég skrifaði þeim að ég tæki ekki á móti. Þeir voru að hefna sín fyrir blaðaskrif á DV og ég fer aldrei ofan af því að Halldór Jón Kristjánsson stóð að baki þjófkenningunni. Þeir réðust á prentfrelsið og reyndu að þagga niður mál sem viðkom Halldóri Jóni.

Anna Andulka, 9.7.2009 kl. 00:32

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ömurlegt - það er gott að vekja athygli á þessu.

Edda Agnarsdóttir, 9.7.2009 kl. 01:04

18 identicon

Algjörlega sammála þér Jenný Anna. Það er aldrei verjanlegt að hóta fólki. Svo einfalt er það. Ég hef sjálfur orðið fyrir lílátshótun í síma, vegna hvers veit ég ekki ennþá, en einhver hótaði á ensku að skjóta mig. Hann skellti á þegar ég öskraði á hann. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu. Ég hef samt aldrei verið bankastjóri.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 06:44

19 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það má ekki anda á bankana en þeir mega hóta skuldurum og bera þá út !!! Bankarnir hafa ráðlagt kross-eigna-ábyrgðir fjölskyldna í þessu guðs-volaða-landi. Og þó bankarnir séu komnir í eigu ríkisins þá stöðvast ekki ofbeldið.

Frekar en að hóta bankafólki ráðlegg ég fólki að ganga í Hagsmunasamtök heimilanna (heimilin.is), þar ætti fólk að stilla saman strengi sína til að fá leiðréttingu og stuðning við baráttu við bankana.

Margrét Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 08:33

20 identicon

Kaupþing gerir einstaklinga gjaldþrota og veitir ,, litlum viðskiptavinum " ruddaþjónustu á meðan skriðið er fyrir stóru hvítflibbaglæponunum sem hafa sett heimilin á hausinn. Mér finnst hótanir frá fólki sem bankarnir hafa mergsogið bara nokkuð eðlilegt framhald af því vonleysi sem ríkir hér á landi í dag. Svo er alveg eins líklegt að starfsfmenn Kaupþing séu einfaldlega að skálda þetta til að reyna að fá frið og samúð á meðan þeir moka skuldum undan Björgólfsfeðum, svo þeir geti haldið áfram að sigla á lúxussnekkjum og flogið heimshorna á milli á einkaþotum á meðan þjóðin sveltur vegna Icesave. 

Stefán (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 08:53

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alveg jafn reið og hver annar.

Ég set bara mörkin við hótanir og ofbeldi.

Ein ljót gjörð réttlætir ekki aðra.

Takk öll fyrir góða umræðu.

Varð reyndar að taka út tvær athugasemdir sem voru langt yfir öll mörk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2009 kl. 09:09

22 Smámynd: Garún

Ég er með smá hugmynd.  Hvernig væri að þeir feðgar hverjir sem þeir eru fái sömu meðferð og við hin þegar við dílum við bankann, lögheimtuna, intrum eða húsið með flotta málverkinu í Bankastræti. 

Þeir "ég bara get ekki borgað þessa milljarða sko"
Hinir "ok mér finnst það leiðinlegt en getur þú borgað 3 milljarða núna og svo kannski 1 milljarð um næstu mánaðamót?  Síðan get ég dreift restinni á 5 mánuði!  Er það ekki gott?"

Það er algjörlega ómögulegt að semja við stofnanir þessa dagana og Intrum/Lögheimtan er að koma svakalega vel útúr kreppunni.   Enda bjóða þau uppá að það sé hægt að dreifa greiðslunni á heila 5 mánuði!! 

Og ég verð að viðurkenna að ég held að þetta sé reykur í augun á okkur.  Með nútímatækni og með gott samstarf við símafyrirtækin hlýtur að vera hægt að rannsaka þetta mál með hótunina.  Verum á verði. 

Garún, 9.7.2009 kl. 09:37

23 identicon

Ég get vel skilið að menn æsist upp og geri eitthvað in the heat of the moment.. þetta er eins og að taka fólk í rassgatið með gaddavír.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:02

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/910500/

Þetta segir þetta allt.. Finnur er einn af þeim sem fékk um 900 milljóna kúlulán 2007... 

Óskar Þorkelsson, 9.7.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband