Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðlegu hálfvitaleikarnir

 dvergakast

Það er að verða eitthvað verulega bogið við lesskilning minn.

Ég las "berja" í stað "bera" en kannski er það ekki nema eðlilegt.

Hvaða fávitar keppa í burði á eiginkonum sínum?

Jú, Finnar og Eistar og ábyggilega fleiri nerðir með heilann í pungnum.

Aular.

Er ekki kominn tími á hálfvitaleika í heimskulegum keppnisgreinum?

Þar sem keppnisgreinarnar höfða til fólks sem hálfdrepur sig í að koma fyrst í mark án tillits til í hverju er verið að keppa.

Uppástungur:

Keppni í langdrægum brundbunum?

Hver hittir lengst?

Nú eða kúluvarp með lifandi kúlu, konan og krakkarnir undir með og án atrennu.

Eða kafsund í kúamykju án hjálpartækja?

Alveg er ég viss um að það myndi vekja gífurlega lukku hjá fullt af steratröllum.

Möguleikarnir í hálvitadeildinni eru ótalmargir.

Geturðu gefið blóð á sjóskíðum?

Lifað af melónukast þar sem markið er á milli augnanna á þér?

Farið hringinn á bremsulausum bíl?

Keyrt með bundið fyrir augun heim úr vinnunni í föstudagstraffíkinni?

Hoppað úr flugvél án fallhlífar (áts)? (Ég veit, líkur 0 en þú gætir orðið fyrstur.  Trú á kraftaverk eru einkunarorð hálfvitaleikanna).

Keypt hlutabréf í Eimskip fyrir aleiguna?

Verðlaunin geta svo gengið til erfingjanna ef illa tekst til á hálfvitaleikunum.

(Uppástungur að keppnisgreinum vel þegnar í kommentakerfi).

Svei mér þá, hér er komin verulega sniðug viðskiptahugmynd.

Sem ég heiti það sem ég heiti mun ég halda alþjóðlegu hálfvitaleikanna á Íslandi næsta sumar.

Skráið ykkur fíbblin ykkar.

 


mbl.is Finnar bestir í að bera konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

quote :

Uppástungur:

Keppni í langdrægum brundbunum?

Þessi keppni er til væna mín :)

Þetta með hálfvitaleikana er fín hugmynd.. 

Óskar Þorkelsson, 6.7.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig grunaði að þetta væri nú þegar til Óskar.

Hahaha.

Já nú fær maður eitthvað að dunda sér við.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2009 kl. 09:54

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

"Kommonn", Jenný, vertu nú svolítið opin fyrir nýungum. Er eiginkvennaburður eitthvað vitlausari en ýmsar sk. hefbundnar íþróttir?

Að hvaða leiti eru t.d. knattspyrna, íshokkí, þrístökk, glíma, körling og golf eitthvað gáfulegri og göfugri en eiginkvennaburður?

Satt að segja held ég að eiginkvennaburður hljóti að vera ákaflega gefandi og  uppbyggileg íþrótt. Þetta er íþrótt sem hjón stunda saman og getur ekki gert annað en að treysta hjónabandið. Er hægt að hugsa sér fallegri íþrótt en þar sem lífsförunautar stilla sína strengi svo konan nýtur þess að hinn sterki eiginmaður hennar ber hana möglunarlaust þá leið sem honum er ætlað og hann fær að njóta krafta sinna við að bera þá byrði sem honum er kærust, eiginkonu sína?

Emil Örn Kristjánsson, 6.7.2009 kl. 10:03

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ef ég væri í formi þá mundi ég geta komist langt í þessum kerlingaburði.. spúsa mín er bara 42 kg :D.. ég er farinn í ræktina til að vera gjaldgengur á næsta ári.

Óskar Þorkelsson, 6.7.2009 kl. 10:07

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nokkuð til í því sem Emil er að segja. Svo mætti konan prófa að bera karlinn, þessi venjulegu 140 kg sem ku vera meðalþyngd karla. Frekar harmlaus íþrótt en örugglega skemmtilegri að horfa á en t.d. þetta skelfilega körling.

Finnur Bárðarson, 6.7.2009 kl. 12:16

6 identicon

Hólmvíkingar eru langt á undan ykkur með þessa hugmynd, þar hefur verið keppt í ýmsum "óhefðbundnum" íþróttagreinum í mörg ár. Þar á meðal eiginkvennaburði.

Dagný (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 12:55

7 Smámynd: fingurbjorg

Ég var eitt sinn á Hjaltlandseyjum á hátíð sem kallast the Big Bannock, þar var keppt í nokkrum furðulegum þrautum, hrákukeppni þar sem keppendur fengu bolla fulla af kræklingi, höfrum og lýsi, þetta áttu þeir að móta í kúlur í kjaftinum og hrækja eins langt og þeir gátu, svo voru tveir hópar að strokka smjör og sá hópur sem strokkaði betur vann (sniðugasta keppnisgreinin að mínu mati) og svo aðalkeppnin, "the tiller race" en tiller er slátturvélarmótor með hjólum og handfangi og með þetta þurftu keppendurnir að hlaupa/hjóla ákveðna braut með slökkviliðsslöngur bunandi yfir og ofaní sér, mesta og skemmtilegasta vitleysa sem ég hef lengi séð!

fingurbjorg, 6.7.2009 kl. 13:07

8 identicon

Mamma mér finnst Ungfrú Ísland toppa allan hálfvitaskap!

Sara dóttir góð (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 14:21

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll.

Sara: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2009 kl. 16:18

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nú, þegar búið er að banna dvergakast allavega í Átralíu, þá dettur mér engin skondin hálvitaíþrótt í hug,  nema ungfrú Ísland keppnin, eins og Sara dóttir góð stingur upp á.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.