Sunnudagur, 5. júlí 2009
Rosalega vanstilltur á geði - ha?
Lífið eftir kreppu er súrrealískt.
Ég sver það.
"Hann tók því illa, sagði Geir H. Haarde við blaðamann Morgunblaðsins í trúnaðarsamtali í október í fyrra, en fyrr um daginn hafði hann tilkynnt forsætisráðherra Hollands að Íslendingar hygðust ekki standa við viljayfirlýsingu eða minnisblað um að ábyrgjast lágmarksinnstæður á Icesave-reikningum í Hollandi."
Tók maðurinn því illa?
Rosalega er hann eitthvað vanstilltur á geði ha?
Ef það yrði hringt til mín og mér sagt ævisparnaðurinn minn sem ég lánaði Jóa á hjólinu, yrði ekki borgaður til baka því Jói ætlaði að kaupa sér mótorhjól fyrir peningana, þá myndi ég taka því illa?
Ætli ég gengi ekki af göflunum bara og myndi setja í gang alvöru innheimtuaðgerðir á helvítið hann Jóa?
Eða hreinlega reisa honum níðstöng, svei mér þá.
Eins gott að ég hef ekkert sparað.
Algjörlega gulltryggð aðferð við að missa ekkert, að hafa ekki átt krónu inni í frábæru bönkunum.
Tæki því illa minn afturendi. Maðurinn hefur auðvitað brjálast. Þetta er vansögn aldarinnar só far.
En ég er með áhyggjur af öðru.
Ég sé fólk tapa húmornum í kringum mig í stríðum straumum.
Sko, ég treysti okkur öllum til að lifa af kreppuna og allt sem mögulega getur yfir okkur dunið ef við höldum húmornum.
En fólk sem fer að taka sig of alvarlega, hættir að geta sett lífsreynsluna í meinfyndið ljós, á ekki mikla von um að komast af með geðið í lagi.
Því kaldhæðnari sem við verðum, því betra.
Kommon, lifum og lærum.
Mikið djöfull er mikið af efni í gangi fyrir háðfugla þessa lands.
Ef þeir eru þá ekki líka búnir að tapa húmornum.
Svei mér þá og ésús minn á fjallinu.
Úje.
Geir Haarde: Hann tók því illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já það má bara ekkert segja við þessa menn þá eru þeir bara stokknir uppá nef sér!
Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 13:31
Níðstangir um allt land, flott allir reisa þær fyrir þann sem þeir vilja að droppi dedd. eftir 100 ár yrði 2009 kallað ár níðstanganna, jejeje
nei háðfuglarnir eru á doðatímanum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 13:54
Já, svei mér þá ésús minn á fjallinu!
Edda Agnarsdóttir, 5.7.2009 kl. 14:43
gott ef ekki er best að gerast uppistandari í kreppu.....
zappa (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 14:53
Þetta er sú fáránlegasta frétt, "ef frétt skyldi kalla", sem hugsast getur, vitnað í "trúnaðarsamtal" blaðamanns og Geirs, um að að Forsætisráðherra Hollands hafi tekið því illa að sland ætlaði ekki að standa við skuldbingingar sínar: á og taktu nú eftir "minnisblaði eða viljayfirlýsingu". -
Mbl. og félagar G og Á eru að reyna að koma því inn hjá fólki að samkomulagið sem þeir ásamt Davíð samþykktu, hafi einungis verið meiningarlaust plagg. - Þetta er alveg dæmalaust ósvífið. -
Og þetta ætti að skoða bæði í gríni og alvöru. - Það er ekki minnst á að eftir undirskrift 11. október greiddi Holland út alla innistæðureikninga fyrir Ísland og lánði þar með Íslandi fyrir sínum hlut af tryggingasjóðnum, sama gerðu svo Bretar. -
Eru þessir óttalegu Hollendingar og Bretar þá svo vitlausir að þeir hafa haldið að þetta væri samningur sem undirritaður var í Hollandi 11. október, en þá var þetta bara uppkast af teikningu af viðgerðunum á Hallgrímskirkju "fyrir og eftir" aðgerðir.
Þetta er svo dæmalaust ósvífið að enn og aftur skuli farið af stað í herferð, til þess eins að blekkja íslensku þjóðina, of nú með fjölmiðla í framvarðarsveit.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.7.2009 kl. 15:24
Fyrirgefðu J.A. mér varð svo um að í 1. málsgr. á að standa: að Ísland ætlaði ekki að standa við skuldbindingar sínar. Sorrý !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.7.2009 kl. 15:37
Sjá menn (karlar og konur) bara það sem þeir vilja sjá? Skoðum hlutina með opnu hugarfari.
Menn setjast niður til viðræðna og menn setja forsendur á blað, hvort sem þeir eru að semja um Æsseif, gera tilboð í risíbúð í Hlíðunum eða kaupa sér notaðan bíl. Svo sofa menn aðeins á þessu, ræða við sitt heimilisfólk og komast að þeirri niðurstöðu að þetta gengur ekki upp þegar dæmið hefur verið reiknað til enda. Þá bjalla menn í hinn aðilann, sem taldi sig vera að gera "rosa góðan díl" og hafna þessari leið. Hinn aðilinn, eins og þú segir, Jenný, trompast. En nú er boltinn hjá honum og það er hans að gera gagntilboð.
Þegar viðræður hefjast á ný er það einfaldlega skammarlegt af seljandanum að draga upp gamlar forsendur sem búið var að hafna.
Auðvitað trompaðist maðurinn, en það verður ekki skafið af Geir hann hefur húmor. "Hann tók því illa" er kaldhæðni af beztu sort.
Emil Örn Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 15:40
Ætla bara að blanda mér inn í þetta með húmorinn. Ef það er ekki hægt að búa til besta skaup frá upphafi, með allan þennan efnivið(og árið bara hálfnað), þá er þetta Range Rover hjá okkur....fyrirgefið, Game Over.
AK-72, 5.7.2009 kl. 16:42
Og Land Krúser... afsakið Grand Lúser.
Emil Örn Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 16:59
Ég er nú mest hneykslaður á því að Steingrímur aðalritari skuli hafa hækkað brennivínið. Þetta eru landráð í mínum. Hann hlýtur að hafa þegið einhverjar mútur frá SÁÁ. Nú er sú hætta fyrir hendi að það renni af mér fyrir réttir í haust. Og hvað á þá gamall maður að gera af sér á meðan?
Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 21:36
Nei! Er ekki Sigurður mættur á svæðið? Þú gætir prófað að reykja Sig.....
Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2009 kl. 21:46
Hvað á maður að gera? Steingrímur hækkar brennivínið, lækkar ellilífeyrinn og síðan lét litli rindill loka staðnum þarna við hliðina á löggustöðunni.
Hvað á maður nú að gera af sér í ellinni?
Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 21:56
Kaupa gönguskó og skunda á Esjuna?
Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2009 kl. 22:11
Ha Humm - hurðu Lilja, ef Holland og Bretland borguðu út allar innistæður fyrir íslendinga - afhverju eru þá þessir 200 hollendingar að fara í mál við okkur?
Ef ég t.d. skil málefni okkar - hins almenna skuldara, sem getur nú ekki borgað sína reikninga vegna atvinnuleysis, verðbólgu og fallandi gjaldmiðils, þá þurfum við að fá á okkur lögfræðihótanir og málsókn til að geta í kjölfarið samið um skuldir okkar. Þetta fer allt eftir laganna staf hvernig svo sem hann er í það og það skiptið (fer soldið eftir geðþótta alþingis sem samþykkir lög).
En um Ice-Save má semja án málsókna og laga. Ég held að fyrrum ríkisstjórn hafi verið þvinguð útí horn á sínum tíma. Í algerri óvissu, ringulreið og ótta. Og sjálfsagt skrifuðu þeir undir viljayfirlýsingu - sem þó allir máttu vita að þyrfti að fara fyrir Alþingi! Ég er ekki löglærð - en ég held að svona samningar séu ekki fullgildir. Nauðungarsamningar eru það yfirleitt ekki.
Hvað hefur fólk á móti því að fá löglega úr því skorið hvort og hvað við eigum með réttu að borga - almenningur - af skuldum áhættufjárfesta sem áttu svonefndan Landsbanka? Ha? Einhver?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.7.2009 kl. 22:21
tók þessu illa, en má annars ekki vera að'essu. fullt að gera í hrunammannahreppi.
Brjánn Guðjónsson, 5.7.2009 kl. 22:39
Ja, Stalín hefði nú aldrei látið þessa frekju í Hollendingum og Bretum yfir sig ganga. Hann var líka alvöru maður, fullur lengst af en það er bara betra.
Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.