Sunnudagur, 5. júlí 2009
Davíð hvað og leitin að g-blettinum heldur áfram
Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég sá að gasprið í Davíð var mest lesna fréttin á Mogganum og fyrsta frétt í kvöld á báðum sjónvarpsstöðvum (ókei, rétt skal vera rétt, hún var númer tvö á RÚV).
Merkilegt svona miðað við allt sem maðurinn hefur látið út úr sér frá hruni, (margt af því hefur ekki haldið vatni) að fólk rifni á samskeytunum ef konungurinn hefur skoðun.
En..
En ég hef ekki stórar áhyggjur af Davíð.
Það er hægt að sitja og rífa sig, benda hingað og þangað og gefa sig út á frímerki, það breytir ekki staðreyndum.
Reyndar hef ég meiri áhyggjur af öllum sjálfshjálparbókagenginu sem fær nú rannsóknir í andlitið á sér sem segja að þessi rit geti virkað þveröfugt.
Ég þoli ekki sjálfshjálparbækur.
Við reynum aftur:
Ég hata sjálfshjálparbækur (súmítúðefokkingbón).
Það er svo mikil uppgjöf falin í að sitja og lesa um hvernig maður á að lifa lífinu.
Hvernig maður verður elskuverður.
Nú eða fullur sjálfstrausts.
Eða hvernig maður nær sér í mann.
Fær betri vinnu og glás af peningum.
Bækurnar sem eiga opna fyrir unaðssemdir kynlífsins þar sem meðfylgjandi er kort sem leiðir þig að g-blettinum.
Ég átti tímabil þar sem ég var dálítið höll undir svona bókmenntir.
Það er skemmst frá því að segja að þær voru með leiðinlegri lesningu sem ég hef komist í.
Svo ég tali ekki um megrunarbókmenntirnar.
Nei, má ég þá heldur biðja um almenna skynsemi.
Sem mig reyndar vantaði í kvöld þegar ég fékk mér súkkulaði.
Algjörlega óábyrgur sykursjúklingur.
En hafið þið smakkað 75% súkkulaði frá Ekvador með þurrkuðu chillí?
Ekki, núnú, þá hafið þið ekki lifað lífinu.
Best að það komi fram varðandi g-blettinn, ég er enn að leita.
Og svo er ég farin að sofa addna villingarnir ykkar.
Ésús minn á galeiðunni.
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já, gastu ekki annað en skellt upp úr?
Alveg týpískt fyrir mannskesju sem getur ekki séð fram yfir flokkslínurnar og er komin með "ég hata Davíð" syndrómið. Þú einfaldlega getur ekki tekið því sem maður er að segja með óhlutdrægum hætti, heldur verður að setja VG-gleraugun á þig fyrst og síðan röfla eins og flokksforinginn Steingrímur skipar fyrir.
Skemmtu þér.
Ylfa (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 03:21
Ég er búinn að hrista mikið hausinn yfir Dabba frá því ég las fréttina í gær og ég hef enga lyst á að horfa á hann gaspra í sjónvarpinu svo ég sleppi því.
Annars gaman að sjá þessa Ylfu röfla um flokksgleraugu, en þar er sögnin um bjálkann of flísina of greinileg til að geta annað en hlegið enda ljóst að hún er með flokksgleraugun límd á andlitið.
Nema það séu komnar linsur
Jack Daniel's, 5.7.2009 kl. 07:11
þú finnur engan g blett hjá Davíð
páll heiðar (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 08:39
Davið minnir mig einna mesta á BAGDAD BOB sem inn í það síðasta laug að alt gengi svo vel hjá Írakíska hernum þegar Bagdad var umkringt af Amerikanska hernum...
Jóhannes (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 08:51
Jóhannes: Ég knúsa þig héðan. Ég er nefnilega búin að leita dyrum og dyngjum að vídeói með Bagdad Bob og fann ekki af því ég var búin að gleyma nafninu.
Hvað heldur þú að það hafi ekki verið oft sem gaman hefði verið að skella inn vídeói með kallinum í umræðunum um íslenska stjórnamálamenn frá því allt hrundi.
Ylfa: Mér er sama hvar í flokki fólk er en það verður að tala af ábyrgð.
Svo er bráðnauðsynlegur eiginleiki fyrir alla að hafa húmorinn með í farteskinu, svona áður en maður gerir sig kjánalegan inni á annarra manna bloggsíðum.
Takk öll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2009 kl. 10:20
Ég á alltaf húmor á lager Jenný mín, er boðin og búin að svetta honum hvar sem er og hvenær sem er. Þú ert með að minnsta kosti þrefalda háskólagráðu til dæmis, hvað varðar að næla í mann, það ærðir þú þó ekki af bókum!
Magnús Geir Guðmundsson, 5.7.2009 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.