Föstudagur, 3. júlí 2009
Refsingu við hæfi takk
Ég er ekki sérstaklega trúuð á refsingar svona almennt.
Ég er heldur ekki neitt tiltakanlega blóðþyrst í eðli mínu heldur og hef skömm á öllu ofbeldi.
Ég hef hins vegar þá skoðun að skilaboð þjóðfélagsins eigi að vera skýr þegar kemur að dómum fyrir ofbeldi og kynferðisafbrot en dómar við þeim hafa lengst af verið til skammar fyrir þessa þjóð.
Ég hef aldrei velt mér svo mikið upp úr dómum fyrir hvítflibbabrot fyrr en núna að maður reynir að horfast í augu við íslenska hrunið og þá staðreynd að handfylli manna hafa með græðgina að leiðarljósi staðið að stærsta bankaráni sögunnar.
Heil þjóð var lögð undir með góðri aðstoð ráðamanna og eins og það sé ekki nóg þá var almenningur í nálægum löndum rændur líka.
Aðstoðarmaður Evu Joly vill meina að okkar eigin íslenska bankahrun sé stærra mál en Enron.
Því miður þá held ég að það sé nærri lagi hjá manninum.
Í Ameríku var verið að dæma mann í 150 ára fangelsi fyrir stórþjófnað og svik.
Ég er ekki að mælast til að við tökum þá til fyrirmyndar með árafjöldann en halló, þessir menn ganga allir lausir, eru í bissniss og einn þeirra var að kaupa sælgætisverksmiðju og ætlar greinilega að halda áfram að græða.
Nú er mér einfaldlega nóg boðið.
Hvaða djöfulsins siðleysi er í gangi eiginlega?
Um leið og verið er að skera niður, lífskjör okkar á hraðri niðurleið og orðsporið komið í vaskinn, þá eru þessi glæpamenn enn þá rífandi kjaft og á fullri ferð í ljúfa lífinu.
Einn þeirra er meira að segja búin að áfrýja húsleit á heimilUM sínum til Hæstaréttar.
Getur spillingin og siðleysið náð lengra?
Sennilega þegar Ísland á í hlut.
Svei mér þá að ég skrifi upp á að þjóðin taki á sig allar þessar drápsklyfjar langt fram í tímann meðan glæpamennirnir halda áfram eins og ekkert sé.
Vinsamlegast frystið eigur þessara manna og sjáið til að þeir fái refsingu sem hæfir afbrotinu.
Þangað til verður aldrei sátt eða friður í íslensku samfélagi.
22 fengu 23,5 milljarða að láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Hneyksli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sammála! Það getur aldrei orðið sátt í þjóðfélaginu á meðan þessir menn ganga lausir.
Jón Bragi Sigurðsson, 3.7.2009 kl. 09:55
Ofbeldi gegn ofbeldismönnum er ekki óeðlilegt. Það fólk sem kann illa við að sína ofbeldi stuðlar að ofbeldi. Fjármálaofbeldi viðgekkst hér vegna þess að við þjóðin var grandalaus og trúði ekki að það var verið að fremja ofbeldi á okkur. Ofbeldi verður að mæta meiru ofbeldi en ekki linkind, eða einhvað svoleiðis.
Valdimar Samúelsson, 3.7.2009 kl. 09:59
Íslenskum dómurum og lögfræðingum er ekki treystandi til að dæma hart stærstu hvítflibbaglæpamennina hér, sem reyndar eru ósvífnari og verri en ítalskir mafíósar ef eitthvað er. Margar kannanir sýna að íslendingar treysta lögfræðingastéttinni verst allra stétta og það er augljóst af hverju það er. Íslenskir dómarar og lögfræðingar eru margir hverjir siðlausir og spilltir og fólk treystir þeim alls ekki. Nú ganga margir þeirra með dollaramerki í augum af græðgi og spenningi yfir því að fá að verja hvítflibbaglæpamennina ( vini sína ), sem komu íslensku þjóðinni nánast í gjaldþrot. Og hvað er ríkisstjórnin eiginlega að bíða með að frysta eigur þessara milljarðaþjófa ???
Stefán (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 10:19
Ég er bara fullkomlega kjaftstopp yfir þessu öllu saman En fullkomlega sammála þér - þér tekst alltaf að orða svo vel það sem við hin hugsum
Hvaða sælgætisverksmiðja er þetta svo sem á að sniðganga?
Kveðja frá sæluríkinu Svíþjóð.
Aðalheiður Haraldsdóttir, 3.7.2009 kl. 10:24
Og það besta er að þegar þeir héldu að þeir væru sloppnir við að borga þessi lán til baka eftir að hafa afskrifað eigin lán þá ætlaði skattstjórinn að senda þeim 15 milljarða króna reikning þá hafnaði Nýji Kaupþing að afskrifa þessa skuldir(sjá link) og með því getur skatturinn ekki krafið þá um neitt.
Svo er málinu sópað undir möppuna(þvælt fram og til baka í kerfinu) þangað til að það fyrnist og þeir allir lausir allra mála og við borgum brúsan.
Sævar Einarsson, 3.7.2009 kl. 10:53
Plottið er að á næsta ári er tveggja ára fyrningarfresturinn liðinn og þá eiga kaupþingsmenn húsin sín og bílana skuldlaust þar sem þeir fluttu eigur sínar yfir á aðra, eiginkonur eða skúffufyrirtæki og þeir eru sloppnir frá skattinum.
Sævar Einarsson, 3.7.2009 kl. 10:58
Og þetta er allt í boði "skjaldborg um heimili og hag auðmanna" takk Jóhanna og Steingrímur, takk kærlega, þið standið ykkur eins og hetjur ...
Sævar Einarsson, 3.7.2009 kl. 11:01
Sævarinn lýsir þessari þróun vel, svona mun þetta fara með vitund og eindregnum vilja stjórnkerfisins.
Finnur Bárðarson, 3.7.2009 kl. 13:46
Það er eins og nútíma maðurinn sé með vermætablindu.....ég á ekki til orð yfir þessu og hef aldrei haft. Hef aldrei skilið niðurstöðu kynferðisdóma og rökin sem þeim fylgja. Ég hreinlega skil hana ekki.
Garún, 3.7.2009 kl. 14:03
Það er dýrt að halda fólki í fangelsi, mannskemmandi líka og að auki gengur dómur upp á 150 ár ekki upp. (Nema maður sé uppi á tíma gamla testamentisins og innundir hjá Gvuði.)
Ég hef enga trú á refsingum nema sem beinum afleiðingum. Þeir sem svindla, ljúga og svíkja fyrirgera sér trausti, það er bein afleiðing og refsingin ætti að miðast við það. Ég vil láta svipta þessa menn rétti til að koma nálægt fyrirtækjarekstri, hlutabréfaviðskiptum og öðru braski, auk þess sem þeir verði dæmdir til að greiða skuldir sínar með samfélagsþjónustu á borð við sorphirðu, þrif og annað sem býður ekki upp á neinar ákvarðanir sem tengjast fjármálum. Þeir geta fengið sem svarar örorkubótum sér til framfærslu og þriggja vikna sumarfrí, allt þar til skuldin er greidd með vöxtum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 20:42
Spilavíti og verðbréfabrask hver er munurinn?
Er fylgni milli kynlífsiðnaðar og féflettingastarfsemi:Væntingarloforð um ávöxtun sem fæst ekki staðist almennt. Sektin sannast yfirleitt um svipa leiti og afleiðingar koma fram.
Almenn lálaunastefna og þrælahald hver er munurinn?
Júlíus Björnsson, 3.7.2009 kl. 21:13
Það er fylgni milli alls stóriðnaðar og féflettingarstarfsemi, sama hvort það er kynlífsiðnaður, álframleiðsla, kaffirækt eða eitthvað annað. Kapítalismi virkar einfaldlega þannig að einn græðir á öðrum og það eru þeir sem búa við bágast ástand fyrir sem fara verst út úr því. Það er enginn eðlismunur á spilavíti og verðbréfabraski en þar fyrir dettur engum í hug að ríkið eigi að borga spilaskuldir einhverra vesælinga, það gilda einhver allt önnur lög um stórbokka og þar liggur hundurinn grafinn.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.