Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Reiðilestur
Það er verið að skvetta málningu á hús strákanna "okkar".
Hef eiginlega ekki skoðun á því en ég sé heldur ekki tilganginn með því.
Mér hefur alltaf verið illa við stjórnlausa reiði.
Það er mikið af henni í gangi núna og búið að vera frá því í haust.
Sem er skiljanlegt svo sem.
Reiði er fín orka ef manni tekst að beina henni í uppbyggilegan farveg.
Reiði sem frussast í allar áttir, reiði sem kallar ekki á niðurstöður, reiði sem gerir það að verkum að maður vill ekki hugsa og vill ekki lausnir er til einskis brúkleg en veldur mikilli vanlíðan.
Stundum er eins og við séum öll svo öskrandi reið yfir því sem yfir okkur hefur dunið að við viljum bara vaða áfram eins og naut í flagi.
Maður uppsker auðvitað magasár eða jafnvel hjartaáföll og fleiri líkamleg veikindi.
En þá er það líka upp talið.
Málningu skvett á hús auðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2987151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér, ,Jenný Anna. Sammála, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 2.7.2009 kl. 11:08
Algjörlega ósammála!
Sé ekkert að því að fólk sýni reiði sína í verki á meðan þessir andskotar græða á tá og fingri í friði fyrir dómsvaldinu
Betra að það sé rauð málning sem rennur en blóð
Heiða B. Heiðars, 2.7.2009 kl. 11:18
ég tek ofan fyrir þeim!
ThoR-E, 2.7.2009 kl. 11:24
Raunverulega á þjóðin þessi hús og bara spurning hvenar ríkisstjórnin frystir ,, eigur " útrásarþjófanna. Það væri líklega réttast að skvetta einhverju yfir þá líka hvar sem til þeirra sést.
Stefán (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:26
Æ,æ er þetta eitthvað svona ,,látum verkin tala" ansi hrædd um að þetta hafi ekkert upp á sig.
Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2009 kl. 11:35
Verður svo ekki Sigujón ráðinn áfram í haust Háskólann í Reykjavík til að uppfræða nemendur þar um "tæru snilldina" ICESAVE?
Ingibjörg (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:38
Ekki er vitað hvað þeim gegg til ?
Hvurslags fréttamennska er þetta eiginlega ?
Mín veröld er hrunin vegna þessara manna..
Garðar Karlsson, 2.7.2009 kl. 11:50
Sá yðar, sem syndlaus er, skvetti fyrstur málningunni.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.7.2009 kl. 12:49
Hmmmmm
Finnst nú einum of að fólk ráðist að eigum þessara manna. Hvað næst? Má lemja þá ef þeir sjást út á götu?
Róa sig aðeins. Hvernig væri að mótmæla frekar fyrir utan hjá sérstaka saksóknaranum eða fyrir utan Alþingi?
Kræst farið ekki að ráðast gegn persónum með skemmdarverkum.
Held að það fari alveg púðrið úr öllum mótmælum ef fólk er að haga sér svona
Dúa, 2.7.2009 kl. 12:57
Ía ?
bar þetta ekki árangur ?
1. það byrtist frétt um þetta og samhugurinn er þeirra ... því fólk ekki sjá þessi útrásardýr hérlendis
2. Útrsárfíflunum er komið í skilning með svona gjörningi að þeir eru ekki velkomnir hérlendis nema að þeir afsali af sér öllum sínum eigum eins og þær leggja sig, lýsa sig gjaldþrota og vinna í samfélagsvinnu til æfiloka.
Brynjar Jóhannsson, 2.7.2009 kl. 13:00
Ísland
Litla landið sem engin ber ábyrgð í, nema almenningur.
Ísak (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 13:02
já Dúa .. mikið rétt, við megum jú ekki persónugera vandann.
ThoR-E, 2.7.2009 kl. 13:35
Mér myndi líða örlítið betur ef ég gæti sturtað hlassi af mykju á innkeyrslu þessara manna. Hannös býr hér rétt hjá mér í tveimur húsum, á meðan ég hýrist hér í litlu koti með atvinnulausa manninum mínum og barninu okkar.
Ónefnd 101 Reykjavík (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 13:36
Fólk hefur misjafna útrásarþörf fyrir reiðina. Á meðan meintir ábyrgðarmenn fyrir hruni Íslands, ganga lausir, og halda áfram að bulla í síbylju um sakleysi sitt og vina sinna, og kenna fjármálafellibyl (sic) heimsins um ófarir sínar, þá mun reiðin brjótast fram í öllum litum, gerðum og tegundum.
Þessir (sigur)jónar treysta því að meðgöngutími reiðinnar sé 9 mánuðir, og bíða þess að króinn: "uppgjöf" fæðist, svo þeir geti haldið áfram að lifa sínu æðra og heldra lífi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.7.2009 kl. 13:42
Það fyrsta sem ég tók eftir í þessari frétt var orðið "auðmenn". Eru þetta einhverjir auðmenn þótt þeir sitji á þýfi.
Þetta eru ekki einu sinni auðnumenn. Þetta eru mestu "aumingjar" Íslandssögunnar.
Ekki ætla ég að mæla með skemmdarverkum en þetta gerist þegar fólk finnur ekki réttlæti í samfélaginu. Þá slitnar þessi margumtalaði samfélagssáttmáli. Er það ekki bara að gerast núna.
Held að sumarið í sumar sé lognið á undan storminum. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í og láta okkur að finna að hér ríki réttlæti (ekki bara borga skuldir "glæpahyskisins") og draga þessa gerendur hrunsins og aðra sem ábyrgð bera til ábyrgðar þá getur illa farið.
Nú stendur þetta uppá stjórnvöld að grípa til viðeigandi ráðstafanna.
Ekki gagnvart þeim sem svetta málningu heldur hinum sem stóra glæpinn frömdu. Þótt sumir kalli þá ennþá "auðmenn".
Ásta B (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 14:05
AceR : Sagði aldrei að það mætti ekki persónugera vandann. En það er ekki það sama að fólk ráðist í bókstaflegri merkingu að einstaklingum. Hvað næst? Mála hús allra einstaklinga sem eru í ríkisstjórn og voru í þeirri síðustu? Eigum við ekki bara að lemja fólkið? Kræst
Dúa, 2.7.2009 kl. 14:15
Tek undir með Ástu B, þvílík hrópandi rangmæli að kalla þessa gosa auðmenn.
Bíð spennt eftir þeim degi, þá er samheiti þeirra verði "fjárglæframenn" og fangar.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.7.2009 kl. 14:43
Ekki furðar mig þótt fólk missi sig aðeins, gagnvart þessum "gjárglæfragungum"
Himmalingur, 2.7.2009 kl. 14:51
Ekkert að því að sletta málningu það eru smámunir í samanburði við það sem þessir bófar hafa gert þjóðinni. Fyrir alla muni sínum þeim bara borgaralega fyrirlitningu hvar sem þá er að finna. Annað eiga þeir ekki skilið.
Finnur Bárðarson, 2.7.2009 kl. 15:09
Dúa: Að vera rækilega barðir er það minnsta sem þessir þjóðníðingar og landráðamenn eiga skilið. Svo þarf líka að skvetta hjá Sigurjóni, Halldóri og Finni Ingólfssyni, sjálfum holdgervingi spillingarinnar.
Arngrímur (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:20
Hvernig væri að þið sem hrópið hæst mynduð t.d. drullast niður á Austurvöll og taka þátt í mótmælunum þar, þ.e. þið ykkar sem eruð ósátt?
Eða eruð þið of upptekin við að stalka ákveðna einstaklinga?
Dúa, 2.7.2009 kl. 18:01
Ég er nú helst að hugsa um að kaupa mér tjörukagga og fiðursæng.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2009 kl. 18:23
finnst þetta flott framtak væri til í að sjá meira af þessu! þeir eiga þetta skilið og mega alveg finna fyrir reiði okkar... á meðan að það er ekki verið að beita líkamlegu ofbeldi styð ég svona aðgerðir
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 18:23
Ég er ekkert spennt fyrir því að eyðileggja persónulegar eigur fólks.
Dúa, 2.7.2009 kl. 19:09
Dúa: Sammála. Sé engan tilgang með eignaspjöllum þó ég skilji reiðina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2009 kl. 19:35
Sæl Jenný, ég er gríðarlega ánægður að lesa þennan pistil þinn. Ég skrifaði á síðuna þína einhvern tímann í vetur að reiðin gerði ekkert nema að brjóta sjálfan mann og annan niður. Mig minnir að þú hafir ekki verið alveg sammála þá en þarna kveður við nýjan tón og sem fyrr nærðu að orða þetta snilldarlega og ég gæti ekki verið meira sammála þér. Reiði sem fer í uppbyggilegan farveg getur átt rétt á sér en því miður gerist það allt of sjaldan eins og dæmin sanna. Það er margsannað mál að ró og yfirvegun er miklu farsælli heldur en reiði, hversu réttlát sem manni kann að finnast hún.
Jón (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 20:29
Ég er ekkert ofboðslega hlynntur skemmdarverkunum, en eins og kom fram að ofan... á meðan EKKERT er gert til að ná verðmætum af fjárhættuspilurunum, eða draga þá fyrir dómara, mun þetta gerast. Ég er hissa að ekki hafi meira gerst. Heil þjóð er farin á hausinn og enginn gerir neitt nema blogga.
Villi Asgeirsson, 2.7.2009 kl. 20:46
Þeir sem endilega vilja losa sig við málningu er velkomið að mála bílskúrinn hjá mér - helst með hvítu.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.7.2009 kl. 23:21
Ég heyrði þá kjaftasögu (eftir nokkuð áræðanlegum heimildum) að konan hans Bjögga Thors hafi komið til landsins til að vera hér í einhvern tíma í sumar en hröklast úr landi eftir 2 daga vegna þess að hún varð fyrir sífellu aðkasti út á götu.
Borgari (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 06:17
Vaðandi það sem Borgari skrifar hér að ofan. Björgólfi Thor þótti alla vega öruggara að hafa frú sína á svítu í bresku lúxushóteli á Tenerife stóran hluta síðasta vetrar, frekar en á Íslandi. Hún er sjálfsagt orðin leið á því að fljúga með honum um heiminn í einkaþotunni eða að veltast um og sóla sig í skútunni stóru.
Stefán (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 08:42
Reiðin í samfélaginu kraumar og kraumar og nálgast jafnt og þétt suðupunkt. Ég er bara fegin birtingarmyndin er rauð málning. Reiðin þarf að verða sýnileg áður en það sýður uppúr.
Það verða að fara koma fram skýr og trúverðug skilaboð um að réttlætið muni ná fram að ganga og menn verði látnir svara til saka áður en fólk hérna tekur lögin í eigin hendur. Það verður ekki látið viðgangast að glæpamennirnir spóki sig hér um og við borgum brúsann. Við vitum það öll og hræðumst það öll! Þetta eru fyrstu viðvaranirnar og stjórnvöld þurfa að taka á málunum áður en það sýður uppúr hérna og við förum að kynnast ofbeldi á götunum hér.
Hippastelpa, 4.7.2009 kl. 11:54
útrásarvíkigarnir eiga stórfyrirtæki í fullum rekstri hér á landi og erlendis og þeir geta sinnt sínum viðskiptum eins og ekkert hafi í skorist.. græðandi hundruði milljóna.. sem fer beint í þeirra vasa.
á meðan fjölskyldurnar í landinu, barnafólkið, öryrkjarnir og ellilífeyrisþegarnir borga skuldir þeirra... að þá skil ég mjög vel að fólk sé bálreitt.
og að skvetta málningu á hús þessara trúða ... ég sé ekkert athugavert við það ...
ThoR-E, 4.7.2009 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.