Þriðjudagur, 30. júní 2009
Úr lánabók Kaupþings í DV í dag
Um daginn gerðist ég áskrifandi að DV.
Hefði aldrei trúað að sá dagur ætti eftir að renna upp enda var blaðið á vafasömum slóðum um tíma.
En nú orðið finnst mér þeir standa sig afskaplega vel.
Í blaði dagsins er fyrsta umfjöllun af mörgum úr lánabók Kaupþings 2006.
Kristján Arason og frú eru í umfjöllun dagsins.
Lán Kristjáns (niðurfellt) var upp á litlar 893 milljónir króna.
Ásamt með þáverandi yfirlögfræðingi bankans Helga Sigurðssyni sem gaf stjórninni grænt ljós á að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna út af lánveitingunum.
Helgi Sigurðsson, sem sjálfur segist ekki gefa upp neitt um eigin fjármál, telur þau einkamál, skuldaði sjálfur um 450 milljónir króna samkvæmt lánabókinni.
Ég veit ekki með ykkur en ég er algjörlega yfir mig gáttuð á þessu framferði peningagræðgismannanna.
Og er það ekki sjúkt að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú fara fram með hrópum og köllum gagnvart ríkisstjórn landsins sem þarf að þrífa upp eftir hana og eiginmanninn og aðra græðgifursta í Kaupþingi?
Á næstu dögum mun DV birta frekari upplýsingar úr lánabókinni.
Það kemur líka fram að með þessu kann blaðið (ritstjórnin) að baka sér refsiábyrgð vegna brots á bankaleynd (þið munið Egil Helgason sem á yfir höfði sér kæru fyrir sama brot).
En okkur almenningi kemur við hvers vegna svona er komið fyrir okkur.
Takk DV fyrir að leiða okkur í sannleikann um þessi mál.
Áhugi á að ljóstra upp sannleikanum um athæfi bankavíkinganna hefur verið í sögulegu lágmarki.
Urrrrrr
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:38 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Skattur af arði er 10%
Hvað ætli Kristján hafi fengið mikinn arð af þessum bréfum, sem hann borgaði aldreieina krónu fyrir?
Sigurður Þórðarson, 30.6.2009 kl. 10:02
Já hægt og rólega eru hlutirnir að koma í ljós. Og hugsanlega refsivert að birta XXX. Maður veit ekki hvort maður á að vera algerlega vonlaus eða brjálæðislega reiður argh...
Þór Ludwig Stiefel TORA, 30.6.2009 kl. 11:10
Jenný Anna og Reynir Trausta. Það að taka menn niður. Annars hver á DV? Það kæmi á óvart að það liðist í nágrannalöndunum, ,að útrásarvíkingarnir sem settu þjóðina á hausinn fengju að eiga fjölmiðla til þess að hreinsa til eftir sig. Þér finnst það í lagi. Aðeins 4,1% þjóðarinnar telja þetta blað trúverðugt. Þú verður svo að meta hvort þér finnst það styrkur eða veikleiki að tilheyra þeim hópi.
Sigurður Þorsteinsson, 30.6.2009 kl. 11:15
Sigurður; Hvaða andskotans máli skiptir það í stóru myndinni? Hverjir eiga Moggann?
Ef einhver miðill er að standa sig í því að fletta ofan af þessum krimmum þá er það DV. Og mér gæti ekki staðið meira á sama um eignaraðild á meðan svo er. Hvaða miðli treystir þú? Er einhver miðill á Íslandi sem er ekki undir vafasömum stjórnendum?
Heiða B. Heiðars, 30.6.2009 kl. 11:24
Sigurði hugnast ekki þessi uppljóstrun það er greinilegt.
Finnur Bárðarson, 30.6.2009 kl. 11:31
Sigurður: Þú segir: "Það kæmi á óvart að það liðist í nágrannalöndunum, ,að útrásarvíkingarnir sem settu þjóðina á hausinn fengju að eiga fjölmiðla til þess að hreinsa til eftir sig. Þér finnst það í lagi."
Bíddu hvar segi ég að mér finnist í lagi að útrásarvíkingar eigi fjölmiðla?
Hvergi held ég en það breytir ekki því að þessi umfjöllun er góðra gjalda verð og nauðsynleg þar að auki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2009 kl. 11:47
Þetta sýnir að Þorgerður laug í ræðu fyrir kosningar. Þar sagði hún að ekkert hefði verið niðurfellt hjá þeim hjónum.
Mér finnst þetta synd því ég trúði því í alvöru einu sinni að Þorgerður væri boðlegur stjórnmálamaður þótt hún væri í Sjálfstæðisflokknum.
Mér hugnast þessi uppljóstrun vel sem og aðrar sem koma upp um spillingu en ég er á þeirri skoðun að það er hægt að finna spillingu hjá öllu háttsettu fólki.
Fjölmiðlar og eigendur þeirra ákveða bara hverja skal skjóta niður.
Guðrún (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 11:53
Ég er í svo miklu sjokki að ég get bara ekkert sagt, svo brugðust krosstré sem önnur tré.
En það er rangt hjá þér Guðrún, að halda því fram að "allir háttsettir" aðilar séu spilltir. Nema þú sért þar með að verja spillinguna, það sé allt í lagi að vera spilltur afþví allir aðrir eru það líka. Þvílíkt bull!
Þú hljómar eins og íhaldið forðum sem ávallt hélt því fram þegar sjálfstæðismenn gerðu eitthvað misjafnt: Æ, það er sama rassgatið undir þeim öllum, svo var farið á kjörstað og íhaldið kosið, eins og menn voru vanir.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2009 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.