Leita í fréttum mbl.is

Hvar liggur ábyrgðin?

Það er kannski ekki fallegt af mér að vera að hafa skoðun á raunum þessa fólks sem situr uppi með skuldir af lóð og tveimur húsum.

En ég bara verð að segja skoðun mína á þeim skýringum sem maður heyrir oftar og oftar hjá fólki sem kemur í fjölmiðla til að segja farir sínar ekki sléttar.

Hin skvokölluðu opinberu fórnarlömb kreppunnar.

Þessi hjón segjast lifa milli vonar og ótta eftir að hafa lent á eyðslufylleríi árið 2007, hvött áfram af bönkum og fasteignasölum.

Málið er að ég er svo kaldlynd að ég þetta gengur ekki alveg í mig.

Ég vil minna á að fólk er ábyrgt á öllum sínum skuldbindingum án tillits til hver hefur hvatt það áfram og þá er best að hafa í huga að ráðgjafarnir ætla ekki að standa við skuldbindingarnar fyrir viðkomandi ef ekki gengur eftir eins og upp með var lagt.

Ég hef auðvitað samúð með fólki, ekki misskilja mig.

Og ég veit jafnframt að fólki var ráðlagt að taka myntkörfulán og að kaupa og spenna.

En ábyrgðin liggur fyrst og síðast hjá þeim sem skuldbindur sig.

Það er bara svoleiðis.


mbl.is Fjölskylda á hringekjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það náttúrulega „lendir“ enginn á fylleríi. hvorki með bönkum né Bakkusi.

fólk „fer“ á fyllerí.

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með ykkur..  ég gat fengið lán 2007 á myntkörfu en neitaði og hef leigt síðan.. er í dag svotil skuldlaus og á ekkert.. svo ég er frjáls eins og fuglinn.. og ætla að nota tækifærið innan fárra vikna og yfirgefa skerið ;)

Óskar Þorkelsson, 25.6.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er bara eins og svo oft eftir fyllerý - bömmer daginn eftir. Fólk verður að bera ábyrgð sjálft en engu síður sorglegt og sérstaklega þegar börn eru í myndinni.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 25.6.2009 kl. 21:10

4 identicon

Auðvitað bera þau ábyrgð á sínum ákvörðunum. En lánveitandi ætti líka að bera ábyrgð og ekki hafa heimild til að ganga á fólk umfram þau veð sem hann tók gild. Vegna gengisfalls og verðbólgu hafa allar forsendur breyst en reiknast bara bankanum í hag. NB, þetta sleppa þeir við sem stofnuðu "einkahlutafélag" um sig.

Solveig (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 21:22

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég svo svarið það.... fólk "lendir" í framhjáhaldi algjörlega á leiðinni heim....

...hef ég heyrt!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 22:11

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er svo sannarlega sammála honum Brjáni, fólk lendir ekki í því að "vilja líka fá",  það fær sér, vísvitandi. 

   Nema náttúrulega aumingjans fólkið sem sárasaklaust "lendir" í framhjáhaldi á leiðinni heim ... eins og Hrönn hefur heyrt af. Það er alveg hræðilegt!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.6.2009 kl. 00:24

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Algerlega sammála því að við eigum öll að bera ábyrgð á eigin gjörðum.

Þetta mál kemur hins vegar inn á réttindi neytenda gagnvart fagmönnum. Skv. neytendakaupalögum, eiga neytendur skýlausan rétt til þess að mega treysta fagmönnum. Þetta er til þess að vernda amatörinn gagnvart atvinnumanninum. Eðlilega.

Því ætti að skylda fasteignasala til þess að segja ekkert sem þeir treysta sér ekki til þess að skrifa undir á sama tíma.

Baldvin Jónsson, 26.6.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband