Leita í fréttum mbl.is

Eintóm öfund og illmennska

Frjáls miðlun fær sem betur fer áfram bullandi verkefni hjá Kópavogsbæ.

Þið munið að eigandi fyrirtækisins er dóttir Gunnars I. Birgissonar og fólk var að gera því skóna að það væru ekki góð vinnubrögð að skipta við fyrirtækið á þeim forsendum og oft án útboða.

Nú hefur tilboði Frjálsrar miðlunar verið tekið varðandi gerð viðurkenningarskjala og fróðleiksskilta fyrir umhverfisráð Kópavogs vegna umhverfisviðurkenninga 2009.

Tilboð dótturfyrirtækisins var með langlægsta tilboðið í verkefnið.

Nú er ég viss um að "skítapólitíkusar" og aðrir þeir sem hafa hreinlega ofsótt fyrrum bæjarstjórann, fara að fabúlera um að það séu hæg heimatökin fyrir Frjálsa miðlun að afla sér upplýsinga um "lægstu" tölu til að hljóta svo verkefnið.

Það er svo mikið af illgjörnu fólki með ljótar hugsanir og ofsóknarbrjálæði.  Fólk sem sér skrattann í hverju horni.

Eins og það kæmi einhvern tímann til greina að vinna svoleiðis í Kópavogi.

Svo er þessi ömurlegi VG maður, Ólafur Þór Gunnarsson,  að leggja fram bókun um að honum þætti ekki rétt að samþykkja tillögu umhverfisráðs.

Eintóm öfund og illmennska. 


mbl.is Frjáls miðlun með lægsta tilboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tek undir með þér Jenný, eintóm öfund og illmennska.

Sigurður Þorsteinsson, 25.6.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Er til betri leið til að fela meinta spillingu en að undirbjóða?

Svona virkar þetta bara þegar það er virk samkeppni og fólk fær ekki óútfylltar ávísanir í áskrif. Það er ekki eins og Frjáls Miðlun geti annað eftir allt sem á undan hefur gengið! Ekki lengur hægt að gera verk fyrir margfalt verð á við samkeppnisaðila.

Björn Halldór Björnsson, 25.6.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Ég vil ekki meina að Frjáls Miðlun sé endilega með eitthvað óhreint í pokahorninu, það verður rannsókn að leiða í ljós.

Lægsta tilboðinu skal taka.

Björn Halldór Björnsson, 25.6.2009 kl. 11:28

4 identicon

Aumingja vesalings dóttir Gunnars. Hvers ætti hún líka að gjalda þó að karlinn hafi loksins hundskast út ? Á einhverju verður hún að lifa. Annars ætti þessi Ómar Stefánsson að gera Kópavogsbúum og heiðvirðum Framsóknarmönnum þann greiða að hundskast út líka.

Stefán (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:12

5 identicon

Samkvæmt fréttum átti Frjáls miðlun lægsta tilboð í þetta verkefni. En það er eitt sem fólk ætti að athuga. Þetta fyrirtæki hefur undanfarin ár fengið þetta verkefni án útboðs, sem þýðir að þar er til staðar öll undirbúningsvinna og nauðsynleg hjálpargögn til verksins. Þar hefur fyrirtækið ákveðið forskot á önnur fyrirtæki sem mundu vilja bjóða í verkið.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:33

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha, nei það er ekki eðlilegt að láta fyrirtækið fá röð verkefna upp í hendurnar án útboðs. Það gerir þeim kleift að styrkja sig án samkeppni til að undirbjóða svo gróflega þau fyrirtæki sem eru að reyna að reka sig án klíkuskapar og komast inn á markaðinn með eðlilegum viðskiptaháttum. Það þarf að skoða allan pakkann Jóna & co. ekki bara eitt aðskilið útboð.

Svona virkar nefnilega spilling og einokun. Menn nota almannaeignir til að tryggja sjálfa sig í sessi og þá sem að hjálpa þeim að halda völdum. Ekki til betri aðili til að hjálpa að halda völdum en 

Kópavogsbær, sem og aðrar stofnanir í almenningseigu, skal starfa undir ströngum siðareglum.

Svo er líka hin hliðin: Leiðinlegt að vera dóttir bæjarstjórans og þurfa að standa undir svona gagnrýni sem aðrir þurfa ekki að glíma við.

En aftur að "réttu" hliðinni - Aðrir fá ekki margmilljón króna verkefni upp í hendurnar í gegnum pólitíkusa sem eru undir ná og miskunn pabba komnir. Athugum að ekki "þarf" að bjóða út verkefni undir 5 milljónum (skv. reglum sem hverjir settu?) en þarf ekki að gera það ef 7 x 5 milljón króna verkefni eru rétt í hendurnar á fólki?

Rúnar Þór Þórarinsson, 25.6.2009 kl. 14:49

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...sammála þér....en þrátt fyrir allt...er best að búa í Kópavogi...he he...

Bergljót Hreinsdóttir, 25.6.2009 kl. 15:30

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 25.6.2009 kl. 17:32

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rosalega vildi ég vera dóttir

Finnur Bárðarson, 25.6.2009 kl. 18:24

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er ekkert annað en illgirni af verstu sort. Hvað eins og FM notfæri sér að hafa aðgang að tilboðstölum annarra. Hugsa sér hvað fólk getur verið rætið.

Helga Magnúsdóttir, 25.6.2009 kl. 19:05

11 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Skrítið.....alveg eins og umræðan um útrásarvíkingana...........fyrir bankahrun. Núna? 

Guðjón Emil Arngrímsson, 26.6.2009 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband