Leita í fréttum mbl.is

Búrkur og skótau

burka 

Ég hélt ekki að ég ætti það eftir að verða algjörlega sammála Sarkozy, þeim smávaxna uppskafning og monthana.

En jafnvel það vígi er hrunið.

Sarkozy sagði á franska þinginu í dag, að búrka, klæðnaður múslímakvenna sé ekki velkominn í Frakklandi þar sem klæðnaðurinn sé ekki táknrænn fyrir trú heldur undirgefni kvenna.

Búrka er ein af skelfilegum uppfinningum múslímskra karlmanna til að hafa hemil á konum sínum.

Þær mega ekki sjást.

Horfa í gegnum net.

Ég hef lesið viðtal við konur þar sem þær lýsa upplifun sinni þegar þær byrja að nota búrkuna.

Jafnvægisskynið hverfur, þær sjá bara beint fram fyrir sig.

Kona í svoleiðis viðjum er ekki líkleg til að hlaupa mikið útundan sér eða vera með attitjúd.

Ekki að það séu ekki  lagðar hömlur á konur út um allan heim.

Eins og gert var í Kína á árum áður þegar fætur kvenna voru reirðir.

geisha-kyoto-n-065_3

Geisurnar hlupu ekki langt heldur á töfflunum með plattforminu.

Og við vestrænar konur sem erum búnar að kaupa hugmyndina um að það sé flott að ganga á háum hælum.

Þó maður hafi skögrað um fyrstu mánuðina.

Ég t.d. féll algjörlega fyrir þessu farartæki vestrænna kvenna og bruna áreynslulaust á þeim út um allar koppagrundir þegar sá gálinn er á mér.

 Er t.d. núna að prufukeyra eina sem yngsta dóttir mín gaf mér á laugardaginn.

Ég veit ekki með ykkur, en ég gæti gert byltingu á 10 sentímetra hælum.

Konur eru droppdeddgjorgíus í flottum skóm.

Hvað sem upprunalegri kúgunarhugmynd líður.

Ha?

Meiri andskotans verkuninni.


mbl.is Sarkozy: Búrka tákn undirgefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Gjöra svo vel að taka mig í kennslustund og kenna mér að ganga tígulega á svona stultum. Kann bara á strigaskó og 1 cm hæla

Dúa, 22.6.2009 kl. 15:13

2 identicon

Ég fékk mér skó í fyrra sem gera mig hoj og slank.10 cm hæll takk fyrir.Ég geng hægt og yfirvegað í þeim.Get ekki annað.Ekkert neyddi mig til að fjárfesta í þessum skóm sem ég hef einu sinni notað en búrku færi ég ekki í.Það er ekki smart ekki að ég sé þræll tískunnar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 15:14

3 identicon

Agaleg uppákoma þegar einhverjir sem maður er venjulega konsekvent á öndveðri skoðun við . . . .   segir/skrifar eitthvað sem maður er algerlega sammála!!!

Þórdís Hrefna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 15:28

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Sem þegn Sarkozy mótmæli ég því afdráttarlaust að hann sé uppskafningur og monthani. Hið eina rétta er að hann er smávaxinn. Og það virðist komplex hjá honum, sennilega kvenlegur komplex því hann gengur alltaf í skóm með sérdeilis þykkum botni og um 5 sm háu hælstykki. En hann er alþýðlegur og skarpgreindur.

Ágúst Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 15:43

5 identicon

Við skulum ekki gleyma hvað biblían segir um konur... konur er faktísk hundar, verri en hundar.....
Konur eru 50% af verðgildi karla í þrælasölu, konur eiga að snarhalda kjafti..... þetta passa prestar og aðrir boðberar kristni sig á að segja ykkur ekki.
Það má segja að mest öll barátta kvenna fyrir jafnrétti sé faktískt vegna biblíu,kórans og annarra trúarrita.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 15:44

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dr. E: Biblía?

Ágúst: Svona dvellar eru oftast með mikilmennskubrjálæði, stórhættulegir náungar.  Munum Napóelón, dvergur í kreppu.

Þórdís Hrefna: Ég hreinlega elska fólk með húmor fyrir sjálfu sér.  Gaman að við getum verið sammála af og til. Hahaha.

Skorrdal: Ég í skóna og við byltum samstundis.  Bjútíbyltingin here we come.

Birna Dís: Æfa sig vúman.  Æfa sig.

Dúa: Ekki tígullega. Heldur örugglega.  Alveg þessi: Hún kemur, sér og sigrar á sínum háhælum.  Plang, plang.  Talking to me kind of thing you know.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 16:34

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og svona

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 16:49

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mánudagar eru þolanlegri, með þér!

Stubbar eins og ég á klumpskóm líf sitt og hamingju að þakka.

Gleymi ekki svipnum á mínum, þegar ég þurfti að fara úr skónum í forstofunni heima hjá honum.  "ertu svona lítil¨? sagði 1.90 cm maðurinn, too late, var búin að negla hann!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.6.2009 kl. 16:58

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þótt ég skilji ýmislegt skil ég þó ekki allt. ég skil líka að suma hluti mun ég aldrei geta skilið.

einn þeirra hluta er hið magnaða skóblæti kvenna.

ætli arabakonur séu kannski haldnar búrkublæti?

Brjánn Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 17:49

10 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Múslímskir karlar eru ekkert verri en kristnir frá mínum bæjardyrum séð enda þeir sjálfsagt jafn misjafnir og þeir eru margir. Hefðir og venjur þeirra eru mér hins vegar framandi og þess vegna ógnandi vegna þess að ég er manneskja og hef tilhneigingu til að hræðast það sem ég þekki ekki.

Svo ræði ég ekki þessa skóvitleysu sem er ekki hótinu skárri en hvað annað það sem tilheyrir steríótýpuhugsun okkar Vesturlandabúa.

Og hananú!

Soffía Valdimarsdóttir, 22.6.2009 kl. 17:56

11 Smámynd: Dúa

Sko í einhverjum ham í haust þá keypti ég mér fyrstu hælaháu skóna (já fyrstu enda mjög ung). Hælarnir eru 9 cm held ég og ég get ekki stigið eitt skref án þess að misstíga mig. Hef reyndar bara reynt einu sinni og uppskar frussandi hlátur frá tveimur 7 ára, annars miklum aðdáendum

Dúa, 22.6.2009 kl. 17:58

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný hvurslags bjána eigum við sem bloggvinkonur!  Kunna ekki að ganga á 10 sentimetra háum hælum!!!!!  Sko bara svo þið vitið það elskurnar af því Jenný nennir ekki að tíunda allt tvisvar hvað þá að skera allt út í pappa þá læt ég ykkur hér með vita að við förum létt með að ganga á þannig hælum og okkur líður rosalega vel, sko þangað til við erum komnar heim og öskrum á fótanuddtækið sem við gáfum til Lions í fyrra.

Í alvöru við getum alveg haldið námskeið, ekki málið.

Ía Jóhannsdóttir, 22.6.2009 kl. 19:19

13 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég minnist bara þess skelfilega tímabils í mannkynssögunni þegar það var í tísku að karlpeningurinn gengi á háhæluðum skóm á áttunda áratug síðustu aldar. Kom maður þá oftar en ekki með snúinn ökla eftir skemmtanir.

Hins vegar hefði ég alveg þegið það að eiga góða Búrku á þynnkulegum sunnudögum þegar maður var kannske búinn að verða sér dálítið til skammar eða svoleiðis...

Og plís, ekki halda því fram að það séum við kallar sem viljum að þið gangið á háhæluðu. Ekki ég alla vega. Mér er meinilla við það því að þá hafið þið svo mikla tilhneigingu að vera hærri en ég og það finnst mér ekkert gaman.

Jón Bragi Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 19:40

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú værir flott í búrku og á stultum! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 20:37

15 Smámynd: Ragnheiður

Dásamleg umræða og flottar þessar spígsporandi kellur sem þú tróðst þarna í kommentin hjá þér....J.B.S er góður og kom með einu skynsamlegu lausnina fyrir búrkur..þynnku-skandals föt fyrir K A L L A

Ragnheiður , 22.6.2009 kl. 20:51

16 Smámynd: Eygló

Arabakonur eru mjög mikið puntaðar (þær sem eiga eitthvað) INNANUNDIR svörtu kuflunum (oftast mjög fallega unnir svartir "kjólar") Bera skart sem ekki sést nema heima. Svo mála þær sig og hver aðra heima.

Fyrir 40 árum eða svo, langaði mig að vera kona. Það gekk aldrei; í fyrsta lagi voru ekki til dömuskór númer 42/43, auk þess sem ég hefði hvergi komist á 10cm hælum... þegar ég var 185cm á iljunum.

Eygló, 22.6.2009 kl. 20:56

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hér er gaman

Jónína Dúadóttir, 22.6.2009 kl. 21:01

18 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég hlustaði á viðtal við íranska konu í útvarpinu um daginn sem var á móti þessum kuflaburði hjá múslimskum konum og hafði sjálf kastað af sér öllu slíku.

Hún hélt því blákalt fram að þetta ylli húðsjúkdómum ýmis konar og óværu. Ekki skal ég um það fullyrða (hef ekki gert neina "undersökningu" á því sviði), en get varla ímyndað mér að það geti verið heilsusamlegt að vera í svörtu tjaldi í 30-40 stiga hita.

Ég bjó lengi í hverfi þar sem eru margir innflytjendur og var oft að spá í þessar konur og er sammála því að þær eru ekkert minna tískumeðvitaðar en aðrar konur. Þessir kuflar og slæjur eru af ýmsum gerðum og sumt bara flott. Og sú sem var með hárgreiðslustofuna í hverfinu sagði mér að þær kæmu mikið í lagningu og létu gera hárið fínt og svoleiðis.

Jón Bragi Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 21:40

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu með búrkana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2009 kl. 22:26

20 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér líkar við konur í zvörtum zerk...

Steingrímur Helgason, 23.6.2009 kl. 00:44

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið drepið mig krúttin ykkar.

Nauðsynlegt að fíflast á þessum síðustu og verstu.

Húmorinn má ekki týnast í ömurleika hversdagsins.

Takk fyrir að koma mér til að hlæja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2009 kl. 09:42

22 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Gott hjá frökkum

Alexander Kristófer Gústafsson, 23.6.2009 kl. 12:08

23 Smámynd: Dúa

Skil ekki svona ttrítldilligöngulag eins og á kennslumyndunum þínum. Þetta er meira minn stíll dancing_elephant.gif - (9K)

Dúa, 23.6.2009 kl. 18:11

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ARG hvað hann er sætur þessi og svo mikið þú!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.