Leita í fréttum mbl.is

FME: No comment

 WomanThinking

Smá laugardagspæling hérna handa ykkur börnin mín södd og sæl.

Þann dag sem Fjármálaeftirlitið aktjúallí tjáir sig um eitthvað þá vil ég sjá um það frétt.

Það teljast varla fréttir að þeir neiti að tjá sig þessir innvígða leyniklíka.

En..

Ég er á feisbúkk.  Ætlaði aldrei þangað en gerði það samt.

Ég er nefnilega svo ferlega lítið samkvæm sjálfri mér.

Quizzin á feisbúkk voru líka á mínum "aldrei að koma nálægt lista" en samt quizza ég eins og enginn sé morgundagurinn.

Þessar "skoðanakannanir" á feisinu hafa aukið sjálfsþekkingu mína til mikilla muna.

Ég veit núna svo margt um sjálfa mig sem ég vissi ekki áður.

Ég var stríðsmaður í fyrra lífi, ég á að vera rauðhærð, augu mín eru blá þó þau séu brún, ég er afburðagreind samkvæmt einu svona prófi, ekki litblind, mun eignast tvö börn (á þrjú), mun gifta mig aftur eftir 16 ár, er í eðlilegri þyngd, er 67% tæfa, svo kaldhæðin að það á að loka mig inni og ég á að gerast listmálari, þá væntanlega eftir að það er búið að loka mig inni.

Ég er þó með prinsipp á feisinu.  Prinsipp sem verður ekki brotið.

Það er ekki til umræðu einu sinni.

Ég sendi fólki ekki rafrænt konfekt eða bangsa. 

Sendi ekki rafræn blóm og ég safna ekki hjörtum.

Ef sá dagur rennur upp að ég missi mig í rafrænar sendingar til fólks - þá ætla ég að biðja ykkur kæru vinir að keyra mig í vatteraðan klefa og loka mig inni og henda lyklinum.

Og hvað er maður að svara heimskulegum spurningum í "status" um hvað maður sé að hugsa?

Hjarðeðlið allsráðandi og maður svarar samviskusamlega svo allir geta lesið;

Jenný Anna Baldursdóttir er að hugsa um að fremja morð á höfundum feisbúkk.

Omæómæ.

Eins gott að þeir hjá FME eru ekki á feisinu.

Þeir myndu auðvitað setja í status:

FME: No comment.


mbl.is Tjáir sig ekki um vinnubrögð annarra sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Að blogga um feisbúkk núna er pjúra mannvonska

Dúa, 20.6.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert svo töff.  Ég var líka með svipaðar meiningar gagnvart þessum rafrænu hjarta- og knússendingum en ég er fyrir löngu búin að missa kúlið....reyni samt að fara ákaflega sparlega með þetta

Sigrún Jónsdóttir, 20.6.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst hjörtun svo krúttleg - það er langt síðan ég missti mig í þeim....

...ég er líka svo mikið krútt!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.6.2009 kl. 11:55

4 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 20.6.2009 kl. 11:56

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

FME - shit hvað þetta er rétt hjá þér - pirrrrr .

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.6.2009 kl. 12:02

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm og jæja... munur að vera á feisinu og læra allt um sjálfan sig upp á nýtt...Hef ekki tekið nein svona quizz, nenni því ekki... þykist líka vita allt um mig sem vert er að vita og það sem ég veit ekki er ekki þess virði að vita það

Jónína Dúadóttir, 20.6.2009 kl. 15:01

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bloggið og Snjáldrið bíta hvurt í annars skott. Narta þó bara mjúklega, ef vel að að farið og ekki misst sig í notkun.

Reyni að stilla mig í kvissunum og þakka hjartanlega öllum þeim, sem hafa látið hjá líða að senda mér blóm og engla.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.6.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.