Föstudagur, 19. júní 2009
Á sjittlista guðs
Ef guð er til, sem ég veit ekkert um, þá hlýtur hann að hafa vaknað illa s.l. haust og sett okkur á sinn persónulega sjittlista.
Alveg: Þessir forstokkuðu hrokagikkir, Íslendingar, þurfa að læra lexíu hérna og það þó fyrr hefði verið.
Maðurinn (veran) hefur séð að við vorum um það bil að rústa hagkerfum heimsins. Við gerum allt svo vel, svo alla leið eitthvað.
Svo hefur hann hent sér undan sænginni, beint í bleyjugaskirtilin og hafist handa við að gera fagurt mannlíf við Bankafossa að hreinu helvíti á jörð.
Eins og bankahrunið sé ekki nóg þá eru náttúruöflinn með guði í liði.
Hlutir koma af himni ofan.
Jörð skelfur og ætlar að halda því áfram sýnist manni.
Alveg þessi kall: Ekki slaka á, verið á nálum fíflin ykkar.
Það er bókstaflega ekkert eins og það á að vera.
Álverð lækkar, sumarið er kalt, krónan í tjóni, Gulli Snoð með áhyggjur af velferðarkerfinu, hús eru eyðilögð í vafasömum tilgangi, öryrkjar og gamalt fólk fá fokkmerki frá ríkisstjórninni, Lennon er dáinn, hællinn laus undan skónum mínum, ég braut nögl, það er sprunga í eldhúsglugganum mínum, kirsuber kosta hvítuna úr augum okkar, ég finn ekki plokkarann, Kópavogur sökkar, mig vantar kjól, það er verið að myrða hvali og ég er með hausverk.
Hvernig haldið þið að maður geti búið við þetta?
Kreppa hvað?
Gleði, gleði, gleði.
Reykjanes skelfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Hamfarablogg, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æi takk! Vantaði einmitt eitthvað ógeðslega fyndið :)
Heiða B. Heiðars, 19.6.2009 kl. 22:21
Þeir segja að hann legg aldrei meira á okkur en við þolum, en ég er reyndr ósammála því hef fengið of mikið þó ég þrauki enn
Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 22:31
Hann er með húmor maðurinn/veran...hann gaf okkur bloggarann Jenný Önnu
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2009 kl. 22:38
það er bara til einn guð og það er þín trú á þig sjálfa og alheimskæarleikann án trúarflokka.
Kærleikurinn er ekki til sölu fyrir nokkuð í veröldinni. Enginn getur talað fyrir trúnni. það er búið að eiðileggja trúna og kærleikann með pólitík og græðgi. Höldum trúnni en höfnum áhrifavöldum trúarsvikara.
Við getum haft okkar trú og engum í veröldinni kemur það við því hún er góð og hún er fyrir okkur sjálf en ekki kerfi stríðs.
Íslendingar eru trúfrjálsir og þakka ég fyrir það. Ég nota mér það.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.6.2009 kl. 22:44
Drap hann Lennon sl. haust? Harrison kannski líka dauður? Og ég á miða á tónleika með Bítlunum um helgina
Þú ert alger partípúper
Dúa, 19.6.2009 kl. 22:51
"........beint í bleyjugaskirtilin og hafist handa við að gera fagurt mannlíf við Bankafossa að hreinu helvíti á jörð."
Svo er aldrei neitt í sjónvarpi allra landsmanna! Dúa er partýið hjá þér?
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 22:52
hehehe...Jesus thinks you're a jerk...
zappa (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 22:53
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 23:14
Þetta er alveg rosalegt að heyra með kirsuberin og hvítuna... Þá er bara að skreppa út í móa í sumarlok og tína nokkra grænjaxla. Það verða líklega engin alvöru ber eftir skítasumar.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 20.6.2009 kl. 00:03
Jæks!!! Jenný!! Ég er blind............... Gult og bleikt???
Hrönn Sigurðardóttir, 20.6.2009 kl. 00:14
Bættu við ;
"Í nánuztu framtíð er helvítið hann Zteini víz með að mæta & elda ofan í mig kvalræði eitt & láta mig kyngja..."
Steingrímur Helgason, 20.6.2009 kl. 00:17
þeinkjú Jenny darling - ef þú gætir nú bara tekið út gula litinn þá er ég góð....
Hrönn Sigurðardóttir, 20.6.2009 kl. 00:29
Hólmdís Hjartardóttir, 20.6.2009 kl. 00:48
..og sólblómin burtu líka fyrst við erum komnar í hönnun síðunnar
...minna mig alltaf á Van Gogh og þá kviknar löngun hjá mér til að rista af mér eins og eitt eyra og senda eitthvert
Dúa, 20.6.2009 kl. 00:57
Hvað er með ykkur ? Við erum jafn auðug og við vorum í fyrra. Hvernig er hægt að vera með barlóm í yndislegri sumarnóttinni. Vatnið fossar loftið er tært, mannlífið er ljómandi. Ég er jafn stolt af því að vera íslendingur og áður. Ég vil ekki meina að það hafi verið "Íslendingar" þ.e. sem þjóð sem klúðruðu peningamálunum. Ég veit að það fólk sem raunverulega á bágt vegna alls þess klúðurs er ekki í fréttunum. Þetta Álftanesniðurif á enga samúð hjá mér. Jarðskjálftar hafa dunið hér á þjóðinni frá ómuna tíð gott að það er ekki búið. Ágætt að hafa eitthvað til að minna sig á að lífið heldur áfram......og áfram.
Sólveig Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 01:16
Gult? Bleikt? I´m lost. Hinsvegar eina vatnið sem fossar hjá mér er annaðhvort flóð í barnaherberginu eða þegar barnið ákveður að skrúfa frá garðslöngunni og fá allt beint í andlitið! Veskið er tómt og fyrrum athvarf í náttúruna til að hlusta á fossa og fyllibyttur í næstu tjöldum verður víst af mjöööög skornum skammti í sumar. Það er yndisleg sumarnótt og ég get ekki sofið. Og mér skilst að það sé ekki lengur gott að búa í Kópavogi. Ég er að hugsa um að snúa mér að búddisma.........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.6.2009 kl. 02:35
Hingað er alltaf jafngaman að kíkja...
Jónína Dúadóttir, 20.6.2009 kl. 06:49
Já það er eintóm ,,gleði" þarna uppi á landinu góða. Fer að sjá eftir því að hafa flutt, hér kemur svona taugaveiklunarhlátur.
Ía Jóhannsdóttir, 20.6.2009 kl. 08:11
María Guðmundsdóttir, 20.6.2009 kl. 10:43
Þetta er best; Gulli snoð farin að hafa áhyggjur af velferðarkerfinu, ég hélt ég myndi kafna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2009 kl. 11:08
Það gleymist í öllu þessu fári að athuga og staðfesta hvað lítill dvergur á Reykjanesi var að gera í gær! Ég er búin að vera að moka holu í cirka tvær vikur útí garði með engum tilgangi! Í gær lenti ég á klöpp, blótaði og barði skóflunni tvisvar í klöppina eins og það myndi gera gæfumuninn. Fór inn, fékk mér kaffi og kíkti á fréttir. Jarðskjálfti við Reykjanes 4,2 á Rabbabarakvarða. Ég húðskammaðist mín og fór og faldi skófluna. Sorry allir. Holan fær frí í dag!!
Garún, 20.6.2009 kl. 11:08
Garún: Sammastín, það hlaut að vera að þú hefðir framkallað helvítið.
Þið sem komið með fyrirlestra um trúmál út af þessari færslu, róið ykkur, guð þjónar hér þeim eina tilgangi að vera leikmunur.
Þið eruð frábær.
En Dúa: Húsband nærri kafnaði úr hlátri yfir eyrnadæminu.
Og Hrönn OG Dúa: Vonandi eruð þið nú sáttar yfir síðunni OKKAR.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2009 kl. 11:29
Lennon er löngu dáinn. Guð gat ekki haft svona "love is the answer" gasprara skemmandi fyrir honum. Kannski Guð hafi misskilið Lennon á sínum tíma og haldið að hann væri að gera grín að soninum.
Annars erum við bara simms í Sim City himnanna og Guði var farið að leiðast. Þá er um að gera að dömpa nokkrum disasterum á liðið og sjá hvað gerist.
Villi Asgeirsson, 20.6.2009 kl. 13:43
Tengist við aukið trúleysi.... það er bara ein synd sem guddi hatar, að trúa ekki á hann, það er reyndar eina syndin sem fæst ekki fyrirgefning á... hann er svo pínkuponsu karl :)
DoctorE (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:46
Hvernig liði þér, dokksi, ef fólk væri endalaust að segja að þú sért ekki til? "Disasters!"
Villi Asgeirsson, 20.6.2009 kl. 14:08
Epli & appelsínur Villi minn...
DoctorE (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 16:34
Þegar Geir bað Guð um að blessa Ísland, þá klikkaði hann á einu. Guð átti nefnilega IceSave-reikning.
AK-72, 21.6.2009 kl. 14:06
Hann skapaði okkur með "öllu því besta" og "öllu því versta", svo er það okkar að velja í hvað, hvernig og hvenær við nýtum það.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.