Leita í fréttum mbl.is

Farsi í tveimur þáttum

Ef ástandið væri ekki svona alvarlegt á Íslandi núna þá væri það hin besta skemmtun að fylgjast með umræðum í þinginu.

Í gær fékk ég reyndar fyrir hjartað (nú eða eitthvað líffæri þarna í brjóstholinu, hvað veit ég hvað er hvað) þegar SDG fríkaði út í ræðustól þingsins, barði hnefa í pontuna, aftur og aftur (hátt) og gargaði á þingmenn Samfó. 

Ég er ekki að fara með neinar skröksögur þegar ég segi að mér hafi brugðið.

Maðurinn missti stjórn á sér og það er aldrei gott að verða vitni að slíku.

Í dag var svo taka tvö í ræðustól Ólátagarðs.

Aftur var það SDG sem var í aðalhlutverki og fékk reyndar dygga aðstoð skoðanasystur sinnar í flokknum henni Eyglóaddna Harðardóttur.

Og nú var það forseti þingsins hún Ásta Ragnheiður sem fríkaði út.  Einhver taldi bjölluslögin þegar hún tók hið fræga tónverk, tilbrigði við sjálfsmorð á bjölluna og mun hún hafa slegið í hana þrjátíuogeitthvaðsinnum til að þagga niður í formannsunglingi Framsóknar.

Ásta Ragnheiður; róa sig.

Ég og fleiri vorum alveg yfirkomin af gleði fyrir hönd Framsóknarflokksins þegar nýr formaður og ný forysta var kosin í janúar. (Hér er ég ekki að vera andstyggileg).

Hugsuðum alveg: vei, út með kerfiskallana og kerlurnar - inn með unga og frjóa stjórnmálamenn.

En nú hallast ég að því að Framsóknarflokkurinn hafi tekið þetta með "ungu forystuna" aðeins of langt.

Svo sakna ég Helgu Sigrúnar, sem var á þinginu fyrir kosningar (kom inn fyrir Bjarna Harðar), þar fór nefnilega klár kona sem lét ekki eins og kjáni.  Ég tók mark á henni.

En svona er lífið.

En er til of mikils mælst að þingmenn hagi sér í samræmi við þá ábyrgð sem þeim er falin?

Með tilliti til ástandsins í þjóðfélaginu?

Eða er þessi farsi þar bara það sem við eigum skilið?

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er Birgir Ármannsson hættur með leikritið sitt ? Og Sigmundur kominn í staðinn. Guð hjálpi okkur öllum

Finnur Bárðarson, 16.6.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er skelfilegt að horfa upp á þetta

Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ásta Ragnheiður verður eingöngu kölluð bjöllusauðurinn hér eftir

Óskar Þorkelsson, 16.6.2009 kl. 18:31

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Á svo að bera virðingu fyrir svona stjórnleysi?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.6.2009 kl. 18:34

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég verð nú bara að játa að ég hef meiri áhyggjur af skjaldborginni sem ríkisstjórnin þín ætlaði að byggja á Austurvelli. Þetta er nú getur nú varla talist borg, ekki einu sinni þorp. Það skiptir nú kannski ekki svo miklu máli fyrst Davíð er farinn frá. Helvítis pakkið getur þá bara kennt sjálfum sér um! Ástandið er jú, ríkisstjórninni 1970-1979 að kenna, eða einhverri annarri. Bara ekki þessari. Helvítis skjaldborg, hef alrei þolað þær.

Annars hélt ég fyrst að félagsmálaráðherrann væri fyrst að hrista hausinn, en svo kom í ljós að hún var að rifja upp tíma sinn í lúðrasveitinni en hún lék þar víst á bjöllu. Hún er víst búinn að skrá sig á námskeið í sjálfstjórn fyrir fundarstjóra.  

Sigurður Þorsteinsson, 16.6.2009 kl. 18:41

6 identicon

Hef fylgst með störfum alþingis lengi.  Ásta Ragnheiður fór að þingsköpum. Rugglukollurinn SD fór út fyrir dagskrár málið með því að vísa í dagblað, um ummæli Jóhönnu.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 19:48

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sigurður: Það eru engar skjaldborgir til, þær eru bara hugarfóstur, draumsýn. Hins vegar er verið að byggja alvöru múr kringum útrásaagógeðin.

Finnur Bárðarson, 16.6.2009 kl. 20:03

8 identicon

Þegar menn eru farinir að kalla forseta Alþingis bjöllusauð en uppúrsoðið. Svona slíkum til fróðleiks þá er Ásta R. fyrrverandi félagsmálaráðherra.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 20:10

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Finnur hvers vegna er ríkisstjórnin að loka þjóðina innan þessara múrverkja. Sumir segja að sá staður sé ekki innan múrveggjanna, heldur undir þeim, neðanjarðar!

Sigurður Þorsteinsson, 16.6.2009 kl. 20:18

10 identicon

Jú jú, þetta er auðvitað ekki alveg í lagi þetta lið.

En ég verð að segja að mér finnst þetta svo algjörlega, fáránlega, út úr kú að ég get ekki annað en grenjað úr hlátri. 

Þarna stendur maðurinn sem hefur lausnirnar á öllu og talar út úr rassgatinu á sér um eitthvað allt annað en hann á að vera að tala um, meðan Ásta hamast á bjöllunni eins og enginn er morgun dagurinn. Kannski var hún að hita upp fyrir lúðrasveitir landsins....

Hæhó og jíbbbíjei

Unnsteinn (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:10

11 identicon

Hvernig væri að forseti fengi flautu og spjöld að hætti knattspyrnudómara í stað bjöllunnar? Það gæfi forseta aukna reisn og myndugleik. Svo mætti spila þessar uppákomur á laugardagskvöldum í Ríkissjónvarpinu til dægrastyttingar.

Sverrir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:57

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki sá ég nema stutt brot af tónleikunum, í fréttunum.

mér skilst að til umræðu hafi verið fundarstjórn forseta, eða voru það þingsköpin?

mér heyrðist Sigmundur Davíð tala um eitthvað allt annað og því ekki óeðlilegt að forseti hefði gerst bjöllusauður.

hvað er þingliðið alltaf sí og æ að ræða þingsköp? ég skil forseta vel. hvaða forseti myndi ekki tapa sér á endanum þegar þingheimur kýs helst að gagnrýna sköp hans?

Brjánn Guðjónsson, 16.6.2009 kl. 22:14

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil forseta vel, ekki misskilja mig, það þyrfti auðvitað engil að geðslagi til að þola órólegu deildina í Framsókn.

En ég hefði kosið að hún hefði ekki orðið svona svakalega pirruð vegna þess að það á ekki kitla hégómagirnd þessara kjána.  Þeir gætu farið að trúa því að þeir væru að slá í gegn.

Annars hef ég ekki talað við nokkurn mann í dag, né lesið staf um þessar uppákomu formannsins í dag og gær, sem er ekki gapandi hissa yfir ruglinu í þeim.

En þau Sigmundur Davíð og Eyglóaddna halda að svona sé stjórnarandstaða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2009 kl. 23:01

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér um Sigmund, hef alltaf sagt það, úlfur í sauðagæru, og settur þarna sem nýtt andlit á gamlan belg.  En ég hef greinilega misst af heilmiklu, horfi ekki á sjónvarpið á þessum síðustu og verstu tímum, hef of mikið að gera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.