Leita í fréttum mbl.is

Er ekkert gerlegt?

Hvaða svar er þetta eiginlega hjá honum Gylfa viðskiptaráðherra?

Að ekki sé hægt að snúa þeirri ákvörðun við sem stjórn gamla Kaupþings tók um að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnanda á lánum sem þeir fengu til að kaupa hlutabréf í bankanum?

Halló, ef það er ógerlegt vegna einhverra laga (sem ég er ekki viss um að sé rétt) þá eru það ómöguleg lög og ég krefst þess (góð með mig) að þeim verði breytt.

Hvaða lögfræðingar eru þetta sem hafa skorið úr um þetta?

Gjöra svo vel að stefna þeim á fund og láta þá rökstyðja mál sitt.

Og svona í bríaríi bara þá veit ég fyrir víst að fyrr frysi í helvíti en að ég gæti fengið fellt niður mitt lán sem ég er með í bankanum.

Og eru eftirstöðvarnar af því rúmar þrjátíuogtvöþúsund krónur, sagt og skrifað.

Það er ekki að ræða það.

Hver er munurinn?

Ég er svona um það bil að springa út af þessu; ekki gerlegt þetta eða hitt.

Það er ekki gerlegt að víkja Valtý, hann nefnilega ræður yfir sjálfum sér.

Ekki hægt að taka upp Geirfinnsmálin, það er bara svoleiðis, segir Ragna.

Ekki hægt að láta glæpahundana borga lánin sem þeir tóku í græðigiskasti af því að einhver stjórn hugsaði með sér; æi greyin það er of erfitt fyrir þá.

Hvað er gerlegt eiginlega?

Ég hélt að stjórnmálamenn væru til þess að gera hluti mögulega.

Með almenningshagsmuni í huga.

En hvað veit ég, sem er stórskuldug í bankanum.  Jeræt.

Andskotinn sjálfur á árabát.


mbl.is Ekki hægt að snúa ákvörðun við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó svo að lögunum yrði breytt í dag þá eru þau ekki afturvirk. Stjórnarskráin tryggir það!

Hilmar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:09

2 identicon

Það er ekki hægt að taka stórglæpamenn, gott að fá staðfestingu á þessu.
Nú er ég að fara að skella mér á stórglæpabrautina... vonlaust að vera heiðarlegur á þessu spilltasta landi í heimi... this is it, nú verð ég að ofurbófa... passið ykkur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Akkurru má ekkert af þessu ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.6.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Getulausir, gerlausir aumingjar! excuse my french!

Það fara trúlega fleiri að ráðum DoctorE, ekki lengur survival of the fittest, heldur survival of the macro criminals.

Allavega sýnir það sig að heiðarleiki borgar sig ekki, ja nema kannski í kaupum á svefnpillum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.6.2009 kl. 16:21

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ömurlega ísland.. ómögulega ísland

Óskar Þorkelsson, 15.6.2009 kl. 16:22

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég spyr nú líka: Hvernig er háttað faglegum metnaði og þekkingu þeirra viðskipta- og hagfræðinga sem ekki gera athugasemd við svona fíflagangi? Það þarf ekki nema meðal skynsaman mann (karl eða konu) til að sjá að þetta einfaldlega gengur ekki upp.

Emil Örn Kristjánsson, 15.6.2009 kl. 16:24

7 identicon

Nú auðvitað kona er það EKKI HÆGT.  Það er heldur EKKI HÆGT að lækka laun ríkisstarfsmanna (almennra svona um 10-15% til ca. 1. sept. 2010) svo að klingi eitthvað í ríkiskassanum (einu sinni voru bara sett bráðbyrgðalög og basta),  Það verður EKKI HELDUR HÆGT að koma okkur út úr ESB þegar búin verður að innlima okkur þar (tók okkur síðast nær 700 ár að fá frelsið aftur (frá anno 1268 var það ekki?) ef við verðum ekki hress með láta vatnið okkar og fiskinn og alles.  Það eina SEM ER HÆGT er að láta öryrkja blæða...voru skertir um 10% s.l. áramót og eru nær þeir einu sem eru að borga brúsann það sem af er þessu ári.  Kennarar?  EKKI HÆGT, má ekki stytta skólaárið, heldur láta börnin leika sér í skólanum 10 daga eftir próf + vetrarfrí, a.m.k. 5 starfsdagar á ári og alles.  Öðruvísi mér áður brá með miklu betri kennslu!!!  Þetta er auðvitað EKKI HÆGT, svo förum bara í bæinn á 17. júní Jenný mín, gæti verið síðast séns að halda upp á sjálfstæði okkar og frelsi og kyrjum Öxar við ána og "treystum vor heit"...fram, fram aldrei að víkja?????

Snjáfríður Árnadóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:37

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En þegar neyðarlögin voru sett,  þau eru öllum öðrum lögum æðri ekki satt,  þá er bara að setja ný og breytt neyðarlög.

 Auðvitað er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Við Íslendingar þurfum bara að vinna að því

Hvað segja þeir hjá ESB þetta er ekki leyfilegt þar, svo eigum við þá ekki skoða þau lög. Er ekki sagt að við verðum hvort sem er að hlýta þeim. og þeirra lögum?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2009 kl. 19:40

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Menn passa sig nú að gera ekkert sem styggir frændur eða vini.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2009 kl. 19:44

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. he he og svo var Heiða B handtekin í dag fyrir mótmæli...

Óskar Þorkelsson, 15.6.2009 kl. 19:48

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Heiða var handtekin. Vó hún er svo mikil ógn við almannahagsmuni.

Djöfulsins rugl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.