Leita í fréttum mbl.is

Endurkoma krúttflokkana?

Við erum í djúpum óhreinindum eftir hrunið við Íslendingar, ég ætla ekki að gera lítið úr því.

En eftir að hafa fylgst með þinginu í síðustu viku og heyrt dómadagsspár formanns Framsóknarflokksins þá fer ég að brosa þegar ég les fréttir þar sem segir af bölsýnisræðum mannsins.

Þetta er úlfur, úlfur, heilkennið á sterum og amfetamíni ef þið vitið hvað ég meina.

Það er hægt að ofkveða góðar vísur svo svakalega að maður fer að taka þeim sem skemmtilegu tómstundagamni.

Ég meina það, samkvæmt SDG þá erum við svo illa stödd með þessa ríkisstjórn "sem hefur ekkert gert á allri sinni löngu starfsævi" að við eigum okkur ekki viðreisnar von.

SDG vill stjórnina frá.

Og hver á að koma í staðinn?

Jú, sko sjáið þið til, væntanlega hinir fersku flokkar SDG og Bjarna Ben.

Algjörlega síungar nýjungar eins og skáldið sagði forðum daga þegar hann auglýsti Vörumarkaðinn.

SDG er greinilega að láta sig dreyma um endurkomu krúttflokkanna sem eru báðir alsaklausir af öllu því sem úrskeiðis hefur farið hér síðast liðinn 18 ár eða svo.

Þetta finnst mér sjúklega fyndið enda ég með sóðalegan húmor.

Kæri formaður, kannski trúa flokksmenn þínir þessu rugli í þér, en ég segi satt og lýg því ekki að þrátt fyrir kreppu og almenna óró í skelfingu lostnum sálum okkar þá er held ég enginn tilbúinn til að treysta Framsókn og Sjálfstæðisflokki fyrir örlögum þjóðarinnar.

Amk. ekki enn.

En ég vona að SDG haldi áfram að tvinna saman og semja fleiri blóðugar hryllingssögur og tíunda fyrir okkur að allt sé á leið til helvítis.

Mér er farið að þykja þær svo rosalega skemmtilegar.

Eins og maður sé ekki meðvitaður um það tventíforseven hvar við erum stödd?

En einhvern veginn held ég það tími kraftaverkanna sé ekki upp runninn.

Þangað til þá ætla ég persónulega að fylgjast vel með.

Á meðan mun ég hafa kviðristukittið mér innan handar og sverðdansinn undir geislanum, svona til að taka úr mér versta aulahrollinn þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þrumar yfir þjóðinni með sinni bassaröddu.

Arg.

 


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eins og þú og margir aðrir batt ég vonir við að Jóhanna og Steingrímur myndu koma með heiðarlegar og vitlegar aðgerðir. En ég hef því miður ofmetið þau. Vera má að þau séu eitthvað heiðarlegri en þau eru ófær um að taka stórar ákvarðanir til að lagfæra eitthvað af stóru hruni.

Ég hafði ekki traust á SDG vegna tengsla hans við milljarðana sem pabbi hans og frú eru með í vösunum en verð að játa að hann hefur staðið sig mun betur en ég átti von á. Allavega erum við sammála um að það þurfi að leiðrétta skuldastöðu heimila og fyrirtækja sem Jógrímur tekur ekki í mál enn sem komið er. Ég skal líka fúslega játa að ég get samþykkt að líkast til hefði hann fengið atkvæði mitt ef kosningabaráttan hefði staðið svolítið lengur.

Taktu nú eftir orðum mínum: Jógrímur verður neyddur til að fara að tillögum frammara fyrr en síðar. Það er engin önnur leið til að skapa frið í þessu landi. Tillögurnar eru kannski ekki skotheldar en allavega í rétta átt.

Haukur Nikulásson, 13.6.2009 kl. 22:31

2 identicon

Hvað er Sigmundur að væla það eru Jóhanna og Steingrímur sem ráða

sveinbjörn (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:47

3 identicon

já Jenný... þennan söng sem þú syngur núna heyrði ég oft fyrir hrunið, ansi oft. Sami svanasöngurinn..

Aldrei skal neinu trúað þrátt fyrir margar og miklar viðvaranir.

Hvað með það sem Jóhannes Björn segir á www.vald.org ? Er ekki kominn tími til að það sé t.d. hlustað á það sem hann er að segja.

Málið er að bara út af því að Sigmundur er í flokki sem heitir Framsókn þá hlustar þú ekki á hann og bara af því að Það er þinn eigin flokkur sem ætlar að styðja þennan horbjóðarsamning sem á engan sinn líkan í veröldinni þá ætlar þú að styðja við hann.

Án þess einu sinni að hafa lesið samningin, frekar en þingheimur. En það voru nú einmitt Bresk og Hollensk stjórnvöld sem bönnuðu að samningurinn yrði lagður fyrir þingið strax. Þeir stjórna þinginu okkar, glæsilegt. Og þetta samþykkir þú. Vegna? Jú af því að þú ert í Samfylkingunni.

Mikil er sú böl að til skuli vera stjórnmálaflokkar.

það er að setja landið okkar á hausinn í orðsins.. ekki kenna útrásarvíkingum um það. Því þeir geta ekki skrifað undir þennan samning.

Víldi óska þess að fólk myndi hætta að fylkja sér á bak við ákv. liti en velja í staðin hvítt. Hvítur inniheldur alla liti. Þá getur maður horft hlutlaust á þær tillögur sem koma og þá skiptir heldur engu máli hvaðan þær koma.

Sigmundur er búinn að standa sig vel, mjög vel. Þór Saari líka og Birgitta..

Ég krossa bara fingur og bið þjóðina um að fara að rísa upp og verja sitt land. Það er undir árás.

Björg F (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála hverju orði frú Jenný, hverju orði. Það tók Sjálfsóknarflokkinn nærri tvo áratugi að koma okkur á hausinn, ég held það megi gefa "Jógrími" örlítinn tíma til að koma okkur á réttan spöl að nýju.

En ekki skal ég draga úr því að verkefnið er óhemjuerfitt og það er sko engin sæla að vera í sporum "Jógríms" nú um stundir. Sérstaklega ekki með dómadagsspár SDG og BB ehf. yfir sér allar stundir, ég held að liðsmenn Framstæðisflokksins ættu að fara að loka á sér þverrifunni og taka þátt í uppbyggingunni með uppbyggilegum hætti. Þessi niðurrifsstarfsemi hjálpar kannski uppá málfundaæfingarnar þeirra en er engum til framdráttar, allra síst helsærðri íslenskri þjóð.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.6.2009 kl. 22:57

5 identicon

Ég vil fá að bæta ummælum vikunnar við:

"Ég sé ekki að nokkurt land í heiminum sé með jafnmiklar erlendar skuldir og Ísland eftir þetta. En ef Ísland ætlar að borga þetta [Icesave-skuldirnar], þá er samkomulagið nokkuð gott fyrir bresk stjórnvöld."Daniel Gros, framkvæmdastjóri Center for European Policy Studies í Brussel.

Ef þessi gjörningur verður samþykktur á Alþingi Íslendinga þá mun ég ALDREI geta litið á það hús aftur.

Það er ekki til of mikils mælst að ætlast til þess að leiðtogar þessa lands hafi bein í nefinu og verji sína þjóð !!

Björg F (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:02

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jenný. Þessi pistill hjá þér hefði alveg getað gengið upp framan af febrúar eða jafnvel fram í mars. Göran Person varaði okkur við kosningum, en við þurfum sennilega ekkert að taka mark á svoleiðis sósíaldemótatískri bullu. enda samfélög í anda Norðurlandanna ekkert sem við stefnum á. Við erum þeim svo miklu fremri. Þá er bara að bíða. Nú er Seðlabankinn hættur að miða stýrivexti við verðbólgu, heldur er ekki lengur hægt að lækka stýrivexti vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Það er einmitt við þær aðstæður sem það fer ótrúlega í taugarnar á þér og fleirum þegar Sigmundur eða Bjarni eru að segja eitthvað.

Skjaldborg heimilanna kemur bara einhverntíma, einhvertíma seinna.

Sigurður Þorsteinsson, 13.6.2009 kl. 23:13

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er svo hissa á þessari reiði?...hvaðan kemur hún?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.6.2009 kl. 23:20

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skörunglega mælt nafna Anna, ;)

Ein af óupplifðum martröðum, sem ég er þó að böggast við að upplifa er ..... hvað ef XD og XB hefðu komist með tærnar í stjórn.

Þá værum við að horfa upp á áframhaldandi yfirhylmingu á ógeðslegri spillingu sem varað hefur hér leynt og ljóst í heila öld.

Þess vegna er gott að vakna og fatta að þetta er bara martröð, raunveruleikinn er annar, og hann er sá að nú takist fyrir fullt og fast að spúla út spillingunni.

Svo vil ég benda SDG að skoða www.hvitbok.vg  og kanna sérstaklega "prófíla" flokkskónga þess flokks sem hann nú kýs að sperra sig fyrir í nafni einhvers defence hápólitíksk dæmis. 

Sigmundur Davið,  skoðaðu syndir feðranna, Finns Ingólfs og fleiri, og reyndu að "DEFENCE" þann ósóma.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.6.2009 kl. 02:13

9 identicon

SDG er að leika ljótan leik. Hann ærir óstöðuga með því að klifa á kröfu um 20% niðurfellingu skulda yfir línuna. Reynir með því að koma í veg fyrir að fólk horfist í augu við vandamál sín. Fékk hann þó ekki kjörfylgi til að fylgja þeirri kröfu eftir.

Með Framsóknarflokkinn í eftirdragi elur hann síðan á niðurrifsáróðri og stöðugum reiðilestrum um ráðstafanir flokkanna sem eru að draga þjóðina upp úr forarpyttinum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.



Ekki örlar á neinni iðrun eða uppbyggilegum tillögum til að ráða fram úr vandanum. Það má þó segja um Sjálfstæðisflokkinn að þar sjást merki um nokkurn afturbata.

Sverrir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 05:59

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 14.6.2009 kl. 06:42

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 14.6.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband