Leita í fréttum mbl.is

Strengjabrúður?

Eva Joly hefur sagt oftar en einu sinni að þegar rannsókn hefjist á alvarlegum efnahagsglæpum, stígi fram það sem hún kallar "puppies" eða strengjabrúður.

Strengjabrúðurnar setja þá í gang ófrægingarherferðir gegn rannsakendum, þá væntanlega fyrir hönd þeirra sem telja sér ógnað af þeim möguleika að mál upplýsist.

Nú veit ég ekkert hvort þeir sem hafa reynt að gera lítið úr Joly eða hafa gagnrýnt hana harðlega fyrir einarðar skoðanir hennar á hvernig framkvæma skuli svona rannsóknir undanfarna daga, séu "strengjabrúður", en óneitanlega flökrar það að manni.

Þó ég hafi ekki blanka hugmynd um það.

Later!


mbl.is Málflutningur Joly gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Blessuð og sæl,

velti því fyrir mér nú í lok þessarar viku, hversu mikið heilinn getur tekið af gusum af "reiði-adrenalíni".  Er orðin 100 sinnum reiðari en Soffía frænka, og þá er nú mikið sagt.

Góða helgi

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.6.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko það má ekki vera að láta þetta ná svona tökum, þá verðum við allar dauðar úr hjartaáfalli áður en líkur, verðum að sjá endalokin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2009 kl. 17:27

3 Smámynd: Einar Steinsson

Ég er allavega ekki í neinum vafa og ég held að þú sért það ekki heldur.

Einar Steinsson, 13.6.2009 kl. 17:28

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég óttast að hún eigi eftir að fá nafnlausar hótanir þegar fram líður. Það er vaninn. Eðli bófa er það sama alls staðar.

Finnur Bárðarson, 13.6.2009 kl. 17:34

5 identicon

Eins og Einar ekki í einum einasta vafa heldur.  Eins og Jenný var ég líka svaðalega reið þegar las þetta fyrst, en núna finnst mér þetta eiginlega bara stórskemmtileg grein.  Því það er svo augljóst að menn eru loksins orðnir hræddir, eru að átta sig á að íslenska þjóðin ætlar ekki í þetta sinn að samþykkja að málið "gleymist".

Við eigum eftir að heyra mikið í þessum mönnum og þeirra leppum á komandi vikum og mánuðum.  Og er það vel, því það þýðir að hringurinn er að þrengjast um þá. 

ASE (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Tek undir með ASE hér fyrir ofan.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 19:31

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hm, Sigurður G. verður nú ekki svo glatt kallaður strengjabrúða og það þótt hann vinni lögfræðistörf fyrir fv. Landsbankastjóran m.a.Og gleymum því ekki,að engin er hafin yfir gagnrýni, frú Joly ekki heldur!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2009 kl. 21:14

8 identicon

Sigurður G. Guðjónsson og Ólafur Arnarsson eru bara ómerkilegir leigupennar. Við eigum eftir að sjá Evu Joly verða fyrir fleiri árásum sem þessum þar sem að reynt verður með dylgjum og áróðri að grafa undan trúverðugleika hennar.

Eva Joly er hafin yfir gagnrýni þangað til annað kemur í ljós, hún hefur nú varla hafið störf ennþá. Það sama verður ekki sagt um þá sem að þessum skrifum standa. 

sandkassi (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:47

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gunnar: Só trú og ég algjörlega sammála þér.  Við skulum enda fylgjast vel með þegar strengjabrúðurnar streyma fram á ritvöllinn.

Magnús Geir: Gagnrýna hvað?  Konan hefur ekki fengið aðstöðu til að vinna vinnuna sína svo gagn sé að.  Ég læt mér duga ferilskrá hennar þangað til annað kemur í ljós. 

Ég þreysti Sigurði þessum ekki út með ruslið mitt.

Takk öll fyrir frábær innlegg.

Og nafna mín Stefanía: Ég skil þig nákvæmlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2009 kl. 22:16

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er ekkert spurning um hvað, heldur þá staðreynd, að hvaða nöfnum sem fólk nefnist og hvaða ferilskrá það kann að geta flaggað, þá er það einfaldlega ekki hafið yfir gagnrýni!Svona palladómar og tortryggni um hvern sem opnar munnin og er ekki með í hallelújakórnum, er ekki traustvekjandi. Svo er nú rétt að minna á, að þeir sem strax gagnrýndu ráðningu Joly og töldu hana svo hafa dæmt sjálfa sig vanhæfa með stórum yfirlýsingum, voru nú einmitt "hægridallar" á borð við GW.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987283

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband