Leita í fréttum mbl.is

Andskotans verkun

Er til of mikils mælst að við Íslendingar komum fram eins með sóma og manngæsku gagnvart því fólki sem hér leitar hælis?

Ég er eiginlega komin með upp í kok fyrir löngu síðan yfir ómannúðlegri meðferð á fólkinu sem hírist að Fitjum.

Fyrir utan að það á ekki að senda fólk til Grikklands sem hér leitar hælis.

Nú er rétt tæpt ár síðan Paul Ramses var tekinn í skjóli nætur og selfluttur til Ítalíu.

Þrýstingur almennings gerði það að verkum að mál hans var skoðað að nýju.

Ég hélt að Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, væri með skilning á málefnum innflytjenda, að hún myndi ekki senda fólk til Grikklands og nota Dyflinisáttmálann til að réttlæta það.

En lengi má manninn reyna.

Andskotans verkun, segi ég bara.


mbl.is Meðferð á hælisleitendum gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna ráðherra er rétt kona á réttum stað.

Við höfum ekkert efni á að fæða og klæða útlendinga þessa dagana.

Þegar við einu sinni getum ekki losnað við afæturnar íslendsku.

Þ.E.A.S.  ríkissaksóknara, o. fl. rumpulýð.

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 14:08

2 Smámynd: 365

Við skulum nú bæta hérna fyrst ástandið hjá okkur áður en við förum að búa til annað vandamál.  Ég treysti ráðherranum fullkomlega þegar dómgreind er annarsvegar.

365, 12.6.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986833

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband