Leita í fréttum mbl.is

Hættir Eva eða ekki?

Það er í mér óhugur eftir fréttaflutning dagsins, varðandi þann orðróm að Eva Joly hygðist hætta að starfa sem ráðgjafi fyrir embætti sérstaks saksóknara.

Eva talaði um það í upphafi að það þyrftu erlendir rannsóknaraðilar að koma að málinu.

Mér vitanlega er hún sú eina.

Hún sagði líka að það þyrfti að rannsaka bankana frá grunni en ekki eitt og eitt mál.

Vonandi er þetta rétt sem saksóknarinn segir að orðrómurinn eigi ekki við rök að styðjast.

Ef hins vegar, þetta reynist sannleikurinn, að Eva vilji hætta vegna þess að ráðgjöf hennar sé hunsuð,  þá held ég að við getum gefist alla leiðina upp.

Kannski er það rétt hjá þeim sem hafa allan tímann haldið því fram að rannsóknarviljinn á Íslandi sé í lágmarki.

Við sjáum til.


mbl.is Góð og gagnleg skoðanaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ansi hrædd um að viljinn sé ekki fyrir hendi.  Sorgleg endalok ef af verður.   

Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Embættismannaelítan og stjórnmálamenn sem fengu sitt í "góðærinu" kæra sig ekki um neina rannsókn. Jónas Fr. er þegar kominn í gír.

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 17:01

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eigum við ekki bara að ganga í klaustur Jenný Anna?

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.6.2009 kl. 17:15

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Deili með ykkur óhug og ógleði yfir þessum hræðilegu váfréttum ef réttar eru.

Athyglisvert er líka að skoða, hverjir eru glaðhlakkalegir.  Vil ekki vera með dómadagsspá, en ef þetta verður niðurstaðan og Eva hverfur á braut, þá munu hófsamir réttlætisþyrstir Íslendingar tapa glórunni, þ.m.t undirrituð. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.6.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hmmm...

Heykvízlar & haglabyzzur!

Hef sagt & 'zkribbað' áður...

Steingrímur Helgason, 10.6.2009 kl. 17:23

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sama bullið. Einhver bloggari var einmitt búinn að giska á það að nú kæmi tilkynning frá stjórnvöldum eða "sérstaka" saksóknaranum um að allt væri í gúddí og allir vinir.

Almenningur þarf að mæta með búsáhöldin fyrir framan saksóknarann til að hann skilji alvöru málsins. Ég held reyndar að hvorki ráðamenn, stjórnvöld eða fulltrúar framkvæmdavaldsins skilji neitt eða geri neitt nema ef hræðsla við almenning knýji þá til aðgerða.

Guðmundur St Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 17:25

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég ætla bara rétt að vona að hún haldi áfram, og það verði ráðnir til starfa erlendir aðstoðarmenn, sem kunna til verka,  og eru algjörega óháðir allri íslenskri flokkapólitík.  - Það er eina ráðið til að öðlast tiltrú stjórnvalda á ný.

En þessi rannsóknarnefnd sem nú situr var ráðin af fyrrverandi ríkisstjórn, sem hefur mikilla hagsmuna að gæta, svo mikla að þeir virðast hafa dregið lappirnar í einu og öllu, í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Þessu verða núverandi ríkisstjórn að breyta ekki seinna en strax!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.6.2009 kl. 17:32

8 identicon

Vonandi kemur Eva og " rótar " upp skítnum .En það eru örugglega ýmsir sem vilja ekki fá hana .Þora ekki .

Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:46

9 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Sjaldan launar Evan ofeldið.

Eða er þetta kona með bein í nefinu sem ætlar gera þá vinnu sem hún var ráðin í eða liggja í valnum ella?

Eru þetta klassísk átök milli karllægrar og kvenlegrar nálgunar?

Eða eða átök ólíkra menningarheima?

Spurningarnar hrannast upp!

Vilhelmina af Ugglas, 10.6.2009 kl. 18:06

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hún er eflaust farin að stjaka við ýmsum sem ekki má snerta. Það eru örugglega margir sem vonast til að hún fari sem fyrst. Vonandi lætur hún það ekki á sig fá þar sem glæpamenn eru aldrei hrifnir þegar farið er að róta í högum þeirra.

Helga Magnúsdóttir, 10.6.2009 kl. 18:40

11 Smámynd: Skúli Víkingsson

Hefur þetta nokkuð með íslenzk mál að gera? Eva Joly tók að sér ráðgjöfina hér eftir að hún hóf kosningabaráttu fyrir sæti á Evrópuþinginu. Nú er sú kosningabarátta afstaðin og hún náði kosningu þangað. Það sem byrjar hjá frambjóðanda í kosningabaráttu og endar strax að henni lokinni er venjulega hluti af kosningabaráttunni.

Skúli Víkingsson, 10.6.2009 kl. 19:09

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið asskoti var hún Eva Joly góð í Kastljósi áðan.  Og best fannst mér skilaboðin sem hún sendi þeim sem hæst hafa látið vegna orða hennar um vanhæfan ríkissaksóknara.  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband