Leita í fréttum mbl.is

Gull, krókódílar og skyldulesning Hruns

 bjorgolfur_thor_i_cannes

Mér er enn hálf óglatt eftir að hafa lesið um gullátið á Sigurjóni digra og félögum hans í Landsbanka.

Reyndar hafa fréttir af gróðærishegðun þessara mannandskota gert mér gramt í geði síðan þær fóru að berast fyrir nokkrum árum.

Þá var sagt að maður væri öfundsjúkur, ef aðdáunarstunurnar lýstu með fjarveru sinni og það er eins langt frá sannleikanum og hægt er að komast, amk. hvað mig varðar.

Ekki að ég sé svona frábær og nægjusöm (sem ég er og ekki orð um það meir), heldur vegna þess að ég fæ kjánahroll yfir heimskulegri hegðun, ofursnobbi og siðspillingu. 

Að borða gull, að halda árshátíðir á kínamúr, fara í sjoppunna á þyrlunni,  að eiga fleiriþúsund fermetra sumarhús, að kaupa sérpantaða bíla, snekkjur og einkaflugvélar, að vera með fjandans bötler, er merki um svo lága sjálfsmynd, svo mikla þörf fyrir að sýna fram á hversu öfundsverður maður er að það jaðrar við geðveiki. 

Gullslegin meltingarfæri.  Halló.

Eða fjólubláu og bleiku bindin sem garga á mann: Hér er ég, sjáið mig. 

Það vantaði bara að þessi ofurplebbar væru með verðmiðana hangandi utan á sér.

Ómægodd átti andlislaus massinn að stynja ofan í hagkaupsklædda bringuna: Vá hvað mig langar að vera hann/hún?

Fyrirgefið en ég sá þetta fólk alltaf fyrir mér plokkandi nefhárin af mikilli alúð fyrir framan spegilinn.  Eyðandi í það fleiri tímum.  Svona tilgangslaust dekur.

En þrátt fyrir að allt sé hrunið í hausinn á okkur múgnum halda þessir sjálfskipuðu peningahetjur sem eru auðvitað ekkert annað en bölvaðir þrjótar, áfram að berast á. 

Geta ekki einu sinni stillt sig um að glenna sig á myndum þar sem þeir mæta í veislur með hinu ríka fólkinu.

Hversu fokkings hégómlegur er hægt að vera?

Og heimskur?

taska

Hermes er með eigin krókódílabúgarð í Ástralíu.  Það þarf stundum marga krókódíla í hvert veski júsí.

"Kókófílarnir"  í Ástralíu eru svo sannarlega fucked alveg eins og við Íslendingar.

Hinir íslensku bankaræningjar láta sig tæpast vanta í vöruhús Hermes eða hvað?

Úff. 

Mig verkjar undan þessu.

Málið er að ég er að lesa um Hrunið.  Nýútkomna bók Guðna Th. Jóhannessonar.

Það er erfitt að ná utan um alla þessa klikkuðu atburðarrás.

En þessi bók er skyldulesning fyrir alla sem vilja fá innsýn í hvernig kaupin gerðust á Eyrinni.

Blogga nánar um bókina þegar ég er búin með hana.

Later.


mbl.is Tískuhús ræktar eigin krókódíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Held bara að ég einhendi mér út í búð að kaupa þessa bók. Beittur og góður pistill að vanda mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var að kaupa bókina en þori varla að lesa hana af ótta við að breytast í algjöran mannhatara. En nú fyrir er ég kvenhatari eins og yður mun vera kunnugt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.6.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vil líka benda á bloggið hennar Láru Hönnu en í dag er þar blóði drifin hrollvekja, í orðsins fyllstu merkingu http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/

Finnur Bárðarson, 9.6.2009 kl. 17:59

4 Smámynd: halkatla

ógeðslega flottur pistill þó að ég borði að sjálfsögðu gull í hvert mál

halkatla, 9.6.2009 kl. 18:13

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

AK: Hehe,

Sigurður: Þér er ekki eins leitt og þú lætur og hættu að hóta með því að hætta að blogga.  Þú veist að maður kemur alltaf aftur.  Alltaf krúttið þitt.

Í bókinn er það staðfest sem við vissum fyrir en bara í nákvæmri niðurskráningu og svo fær maður kjöt á beinin ofkors.

Finnur: Segðu, ég ætlaði varla að geta þrælað mér í gegnum þetta fyrir reiði.

Ásdís: Það er bókstaflega möst að lesa þessa bók.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir þennan pistil 100%.  Síðasta sem ég gerði á Íslandi var að kaupa Hrunið, hún liggur nú á náttinu, og verður hraðlesin þegar svefnþörfin og syfjan verður yfirbuguð.

Jamm, nú er líka búið að eyðileggja fyrir manni hinn ágæta jólasnafs: Goldshlager,  kardimommulíkjör með GULLFLÖGUM.  Get ekki hugsað mér að drekka þetta gutl no more, minnir allt of mikið á syfjuðu Scala gullgrísina.

Hégóminn á sér takmörk eins og allt annað, en þetta fólk sökk á bólakaf í hégómann og græðgina.

Eigðu gulls ígildi dag.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.6.2009 kl. 18:45

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur pistill, en erum við ekki bara afbrýðisamar?
nei ég meina sko.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.