Leita í fréttum mbl.is

Gefa hvern andskotann?

Ég hef ekki séð einn einasta mann blogga um fréttina á RÚV í gærkvöldi, þessa um óréttmæta hækkun olíufélaganna á bensíni um daginn.

Ég alla vega henti mér í vegg vegna hennar OG veinaði mig hása.

Í ljós kom að þeir höfðu ekki leyfi til að hækka verðið á þeim sendingum sem þegar voru komnar til landsins.

Og þeir lækkuðu allir sem einn, alveg eins og þær hækkuðu líka allir í kór.  Merkilegt hvað fyrirtæki í "samkeppni" geta verið samstíga.

En það er ekki þetta sem ég hjó eftir, heldur það sem N1 ætlar að gera við umframpeningana sem þeir innheimtu ranglega af kúnnunum.

Níumilljónir króna fengu þeir umfram það sem þeim bar og nú ætla þeir að "gefa" þá upphæð til góðgerðarmála á meðan Skeljungur t.d. borgar fólki til baka.

Gefa það sem þeir aldrei áttu?

Ekki misskilja mig, hef ekki á móti því að fólk og fyrirtæki gefi til góðgerðarmála, en finnst smekklegra að þá sé gefið af eigin fé.

Þeim væri nær að biðjast afsökunar og greiða til baka þessa peninga sem þeir höfðu af fólki.

Hvaða rugl er þetta?

Mikið djöfull er ég orðin leið á olíufélögum og þeirra undarlegu viðskiptaháttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem sagt ef ég tek ranglega fé af fólki, og verð uppvís að því, hef ég þá leyfi til að GEFA einhverjum öðrum peninginn?  HVerslags réttarkerfi er eiginlega í gangi í þessu landi hörmunganna?  Er ekki kominn tími  á að rippa upp lögum og reglum og færa þær til nútímans.  Andskotinn segi ekki meir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð minn góður ég var nú svo dofin er þessi frétt kom að, já svo bara gleymdi maður henni, hvað ætli þeir séu búnir að hafa af manni í gegnum árin í of hárri álagningu og eða einhverju öðru svínaríi.

Ekki lækkuðu þeir olíuna svo skipin fá ekkert endurgreitt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 15:18

3 identicon

það sem mér fannst athyglisverðast var að fram kom í viðtali við einhvern forstjóra olíufélaganna að þeir vissu af því seint á föstudag að hækkunin hafi verið ólögleg,en af því það var svo seint á föstudegi gátu þeir ekki breytt verðunum, þeir hafa nú hingað til getað HÆKKAÐ verð seint á föstudögum og um helgar...

zappa (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 15:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir hafa hækkað fyrirvaralaust þegar þeim hefur hentað.

Glæpafyrirtæki og ekkert annað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: M

Og hvernig fer þessi endurgreiðsla eiginlega fram ? 

M, 9.6.2009 kl. 16:24

6 identicon

Það sem mér blöskraðu mest var hjarðdýraeðlið í N1 forstjóranum. Hann hafði mestar áhyggjur hvað samkeppnisaðilarnir ætluðu að gera, honum fanst það súrt að hann ætlaði að gefa mismuninn í góðgerðarfélög ( Hvaða sátt er um það ?), en hin félögin ætluðu aðeins að greiða þeim sem kæmu með kvittanir. Þarna fannst mér hann lýsa hvernig þeir hafa hegðað sér í gegnum tíðina, gera enn og munu halda því áfram eins lengi og þeir geta. Þeir þurfa að gera allt eins, hækka alltaf á sama tíma og þess háttar.

N1 ósóminn í íslensku samfélagi.Shell er bara bull og Olís Oibara....

Lifið heil

Þórður J. (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 16:37

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvar á maður þá að fá Bensín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 17:40

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þeir sögðu að "siðblinda" væri ólæknandi. Og þarna er skýrt dæmi um það.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.6.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband