Mánudagur, 8. júní 2009
Og hvað SDG?
Ég held að það sé ekki til sú manneskja á Íslandi sem ekki er öskuvond yfir Icesave-málinu og það geta heldur ekki verið margir sem með glöðu geði vilja borga fyrir glæpamennina.
Við erum öll sammála um það.
Áðan horfði ég á Kastljós og horfði á Sigmund Davíð hrópa reikningsformúlur yfir Þóru og Steingrím J.
Hvað er Framsóknarflokkurinn að hugsa?
Það er ef hann er að því á annað borð?
Hvað á það að þýða að hafa formann sem er algjörlega óábyrgur í tali og lætur eins og götustrákur?
Ég meina, ég hef ekkert á móti strákum á götunni en mér finnst það ekki alveg passa að tala með þeim hætti sem maðurinn gerir.
Reyndar er hann reynslulítill og barnungur en só?
Hann ásakar fólk um skort á heiðarleika hægri-vinstri og talar um að borga ekki og hefur ekkert fram að færa annað en gífuryrði.
Ég beið nefnilega spennt yfir að fá að heyra hvaða aðferð til lausnar deilunni SDG væri með uppi í sinni Armaníermi.
Jú, hann hafði eftirfarandi lausn.
Við leysum þetta með dómstólaleiðinni og ef þeir vilja það ekki þá er það þeirra mál.
Jabb, þetta heitir að vera ábyrgur stjórnmálamaður í Framsóknarflokknum.
Verði þeim að góðu.
Er það nema von að þessi flokkur hafi löngum verið í útrýmingarhættu.
Þeir eru með svo glataða formenn.
Þ.e. eftir Steingrím sem var ekkert annað en stórkrútt með hjarta úr gulli.
Blekkingar, heimska og hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sammála...
Menn eru stórkallalegir í krafti valdleysis.
Svo hrópa þessir sömu á að eitthvað fari að gerast í endurreisnini á efnahagslífinu.
En núna er allt í lagi að setja allt endurreisnarferlið á pásu meðan við förum í stærsta happdrætti íslandssögunar (dómstólaleiðin).
Haukur (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 20:38
Ég upplifði þetta Kastljós viðtal nákvæmlega eins. Hefði svo gjarnan vilja heyra einhverja raunhæfa lausn, aðra en þá sem er í boði - en svör Sigmundar voru vægast sagt fátækleg.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 20:38
Fékk líka þessa tilfinningu við áhorfið á Kastljós. Ætlaði að gefa manninum séns ef hann hefði eitthvað vitrænt til málanna að leggja en ég sá bara vanhæfan, vanfæran og vanstilltan blaðrara.
Traust mitt á Steingrími jókst til muna.
Sigrún Jónsdóttir, 8.6.2009 kl. 20:49
Menn eru stórkallalegir í krafti valdaleysis segir Haukur.
Nákvæmlega þannig hefur Steingrímur J. verið síðustu 15-20 árin. Sagði eitthvað allt annað fyrir nokkrum mánuðum og fólk trúði því að honum væri treystandi en svo framkvæmir hann eitthvað allt annað. Ykkur finnst bara allt í lagi að Steingrímur ljúgi og svíki sín kosningaloforð. Alveg er ég rasandi hissa.
Fólk búið að blogga sig hása í mörg ár og gagnrýna stjórnvöld út og inn en svo þegar þeirra fólk kemst til valda þá kyngir það öllu. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa haft vit á því að skipta um skoðun fyrir kosningar og kjósa ekki VG eins og ég hafði ætlað mér heldur skipt yfir í Borgarahreyfinguna.
Guðrún (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:03
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 21:09
Það er hreint ótrúlegt með SDG, hann er stanslaust í Kastljósi og Íslandi í dag. Hvað telja fréttamenn að hann hafi svona merkilegt fram að færa?
Helga Magnúsdóttir, 8.6.2009 kl. 21:16
Steingrímur J minnir mann alltaf meira og meira á Ragnar Reykás. Kannski sami karakterinn ? Jú stórtkrútt með hjarta úr gulli Jenný og vill eflaust vel ... en ... er með Ragnar Reykás syndromið.
Jón Á Grétarsson, 8.6.2009 kl. 21:39
Nei, ekki er öll vitleysan eins!
En hér að ofan birtist nokk svo sérkennilegt sjónarmið, frá konu er nefnir sig Guðrúnu.Nú man ég ekki hverju Steingrímur lofaði sérstaklega fyrir sl. kosningar í apríl og nenni ekki að grufla það. En lofaði hann því fyrir kosningar, að hann myndi afsala sér þeim rétti að geta skipt um skoðun? Því trúi ég nú varla og það er eiginlega dálítið broslegt að lesa ýjað að því um leið og sama manneskja í hinu orðinu prísar sig sæla einmitt að hafa SKIPT UM SKOÐUN og kosið annað en áður stóð til!
En Jenný, jú ég, er alls ekkert öskuvondur vegna þessa, meir dapur yfir þeim stóru mistökum og ábyrgðarleysi sem fv. stjórnvöld innleiddu með þeim afleiðingum sem við þekkjum nú, allt í nafni einhvers frelsis!?
Annars velti ég fyrir mér núna eftir að hafa lesið dóm heilbrigðisstarfsmannsins Sigrúnar um hinn vanstillta formann B, hvort hún meini með því að segja hann vanfæran, að hann sé þar með "Óléttur"!?
Magnús Geir Guðmundsson, 8.6.2009 kl. 22:40
Ég fékk þá tilfinningu að Sigmundur fékk ekki að klára að segja það sem hann vildi. Hann var stoppaður af að segja sína skoðun trekk í trekk.
Ég upplifði þetta þannig. Mjög ósanngjarnt.
Jón Á Grétarsson, 8.6.2009 kl. 23:08
Jú sú mannsekja er til og hún er sú sem hér ritar. Allt fárið í kringum þetta mál er með þvílikum endemum að furðu sætir. Það hefur legið fyrir síðan í haust að eignir LB yrt mundu duga fyrir þessum innistæðum og jafnvel betur.
Ég er ánægð með að búið er að koma böndum á þetta fáraánleg mál sem hefur verið blásið út sem um loftbelgur væri.
Ég eyði ekki mínum dýrmæta tíma í aðhorfa á Sigmund Davið og hans málfluttning
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.6.2009 kl. 23:15
Ég bauð dóttur minni út að borða í tilefni dagsins. Er þess fullviss að hún er mun betri félagsskapur en nokkurntíma það sem SDG hefur fram að færa.
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 23:53
Jón Grétarsson: Ég er að tala um Steingrím Hermannsson.
Takk öll fyrir innlegg.
Magnús Geir: Góður punktur hjá þér, Guðrún hrópar upp yfir að Steingrímur J. hafi þurft að "skipta um skoðun" eins og það sé það skelfilegasta sem nokkur getur gert og svo hnykkir hún sjálf á því að hún hafi guði sé lof skipt um skoðun varðandi þann flokk sem hún kaus.
Ekki er öll vitleysan eins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2009 kl. 23:57
Tja.... mér fannst nú eiginlega bara refreshing að sjá reiði hans
Heiða B. Heiðars, 9.6.2009 kl. 13:51
Heiða: Ég reikna með að þér finnist það af því þú ert sammála honum.
Am I right og am I right?
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2009 kl. 14:43
Ég er sammála Heiðu - það var vissulega refreshing að sjá reiði Sigmundar Davíðs. Og annað má hann eiga, að hann hefur verið algjörlega samkvæmur sjálfum sér í þessu máli, allt frá því áður en hann varð formaður Framsóknarflokksins þar til hann studdi minnihlutastjórnina fyrr í vetur og loks núna! Sama er ekki hægt að segja um Steingrím J. og það myndi nú heldur betur eitthvað heyrast í honum - sem og ykkur - ef formaður Sjálfstæðisflokksins hefði gjörbreytt skoðun sinni í þessu máli eins og Steingrímur J hefur nú gert.
Halldór lýsir þessu vel á bls. 10 í Morgunblaðinu í dag.
Erla (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.