Leita í fréttum mbl.is

"Tær snilld" Sigurjóns Þ. Árnasonar

Höfundur hinnar "tæru snilldar" (sem Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri skírði hugmynd sina um Icesave) er enn spurður álits.

Nú af fréttastofu R.Ú.V.

Vona að fréttastofan sé ekki á sömu skoðun og Sigurjón, þ.e. að eitthvað sé að marka kjaftæðið í honum.

Þegar mér var bent á viðtalið í hádegisfréttunum í dag þar sem hann segir að eignir LSB dugi fyrir Icesave, þá varð mér bumbult.

Enda ekki úðað í mig gulli ég veit ekki hvað lengi.

Sigurjón Þ. Árnason;

Haltu kjafti!


mbl.is Segir eignir duga fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góðan og blessaðan daginn.

"Ekki úðað í mig gulli lengi"  þú og þinn óborganlegi húmor, drepur mann.

Sigurjón á að fatta að enginn kærir sig um að heyra hvað hann heldur lengur.  Hann féll á öllum prófum, þarna í haust og er því fallisti með skít og skömm.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.6.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: ThoR-E

Tekur einhver mark á þessum manni?

ThoR-E, 8.6.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hm kella, varla hafði fregnin birst en þú varst búin að stökkva á hana! Hvað sem annars má segja um þennan herramann og hvaða álit þú nú hefur á honum, þá er það nú bara samt þannig, að hann gæti allavega að hluta haft rétt fyrir sér!

Og ef svo færi, hvað ætlar fólk eiginlega að segja þá?

Magnús Geir Guðmundsson, 8.6.2009 kl. 14:53

4 identicon

Tek svo sannarlega undir með þér ,, Haltu kjafti Sigurjón digri ". var ekki hinn væmni og ,, mjög svo trúaði " Halldór fyrrum Landsbanka sukkfélagi hans að væla um að það vildi hann enginn í vinnu hér og að hann væri á leið úr landi ? Vonandi satt og best væri ef Sigurjón digri hyrfi líka af landi brott.  

Stefán (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 15:15

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hann meinti að hann myndi ekki sjálfur þurfa að bera neinn bagga. Bara við hin.

Finnur Bárðarson, 8.6.2009 kl. 17:34

6 identicon

ég vona að Steingímur sé að minnstakosti í sjálfskuldarábyrgð fyrir því sem hann er að fara að skrifa undir svona ef við gætum ekki greitt í framtíðinni....

zappa (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Merkilegt að vera að draga svona durga upp á dekk.

Helga Magnúsdóttir, 8.6.2009 kl. 19:49

8 identicon

Hvað finnst ykkur um fjölmiðla sem leita álits Sigurjóns bankaræningja? Eða hleypa honum að í fréttatímum?

Rósa (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:05

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rósa: Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að leita ráðgjafar hjá þessum mönnum.

Ja, nema maður vilji fá leiðinbeiningar um hvernig klúðra megi hlutum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.