Leita í fréttum mbl.is

Komminn ég!

Ég er vinstri kona og ólíkt því sem haldið hefur verið fram af fyrrverandi vinstri mönnum um að ástandið þroskist af manni, þá eykst mín vinstrimennska hratt og örugglega.

Aldrei sem nú finn ég hvernig þörfin fyrir félagshyggju og meðvitund um samhjálp og samábyrgð bullar í æðunum á mér.

Við erum einfaldlega í svo djúpum skít almenningur að við verðum að hjálpast að.

En...

Einmitt vegna þess að ég er vinstri sinnuð þá hleypir það í mig illu blóði þegar ég sé formann ASÍ og SA í fréttum þessa dagana, þétt upp að hvor öðrum, eins konar ástfangið par í bullandi hormónafasa ástfengisins, prédika að allir þurfi að standa saman.

Síðan hvenær hefur SA staðið með venjulegum launþegum í baráttu fyrir betri kjörum?

Launþegar og atvinnurekendur eru í eðli sínu andstæðir pólar þó hvorugir geti verið án hins.

Eins og í hjónabandi þar sem fólk er ákveðið í að þrauka og ekki meira en svo og þannig á það að vera.

Ég vil ekkert andskotans lóðarí á milli Gylfa og Vilhjálms.

En í alvörunni krakkar, þegar ASÍ og SA eru í andlegum sleik dag eftir dag eins og ástfangnir unglingar, þá hringja bjöllur.

Þær hringja hátt!

Nú þarf heldur betur að kanna hvað er í gangi.

Og þannig er nú það.

Komminn.


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það býr nú eitthvað mikið undir, því það kraumar í pottum undir borði, ætli það komi ekki enn ein setningin um að svona verði þetta að vera og þeir munu syngja hana saman eins og ástarfuglarnir gera.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sama hér, ég vinka til þín!

María Kristjánsdóttir, 8.6.2009 kl. 09:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurbjörg: Ég er ekki að óska eftir verkfalli.  Og já það eru óvenjulegir tímar, en það breytir ekki því að það kætir mig ekki að sjá þessa samtvinnun ólíkra póla og mig grunar að enn sem fyrr verði það láglaunafólkið sem á að borga reikninginn.

Það breytist ekki.

María: Og ég til þín.

Milla: Örugglega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2009 kl. 10:20

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Sigurbjörg, það hefur ekki mátt tala um verkföll í óratíma, það er ekkert nýtt!

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að engum þyki vænt um íslenskar fjölskyldur.

Margrét Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 10:42

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Já mér líst jafn illa og þér Jenny á þetta brall. Það er líka að koma í ljós hvað þeir eru að bralla. Ekki eru þeir að ræða kaup og kjör almennings heldur það að henda lífeyrissjóðunum okkar í það að skapa atvinnubótavinnu við að bora í holt og hóla. Og eru meira að segja svo óforskammaðir að kalla það "einkaframkvæmdir".

Enginn vill lengur lána Íslendingum peninga og hvað er þá til ráða? Jú, hirða lífeyrissjóðina af því að þar þarf ekkert að spyrja eigendurna um leyfi. Taka þá úr öruggri ávöxtun erlendis og henda þeim í svartholið á Íslandi.

Lesið gjarna þetta til frekari skýringar:

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/892299/

Jón Bragi Sigurðsson, 8.6.2009 kl. 10:57

6 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Við eigum að sjálfsögðu að borga þær skuldir sem okkur ber að borga. Annað er bara ósvinna og okkur síst til framdráttar. Ekki myndum við vilja að aðrar þjóðir kæmu þannig fram við okkur. Ég er viss um Steingrímur tæki það ekki í mál að borga ef aðrar raunhæfar leiðir væru færar.

Þó ég sé nú bullandi vinstrimaður þá skil ég atvinnurekendur mjög vel. Fyrirtækin þurfa að lifa. Rétt eins og er á heimilum fólks þá hækka skuldir og rekstrarkostnaður en innkoman í besta falli stendur í stað. Við verðum að vera skynsöm og fara varlega. Hækkun launa gæti valdið óskaplegu tjóni fyrir launþega og fyrirtæki. Í því ástandi sem nú er verðum við að vera skynsöm.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 8.6.2009 kl. 13:04

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fjandinn hafi það, Auðvitað verðum við að borga OKKAR skuldir.

Þetta með verkfall og svoleiðis Nei nei ekkert verkfall, en hvað þá á bara að láta traðka á okkur endalaust, eins og búið er að gera síðan um stríð, sjáið til þá urðu fáeinir menn afar ríkir, já einmitt á lágu laununum sem þá voru greidd.
Málið er að við förum alltaf í þann gírinn að vorkenna atvinnurekendum, halló til hvers, af því þeir væla og skæla, þeir skulu bara endurraða hjá sér rétt eins og hinir.
Ég býð eftir kurrinu í ástarfuglunum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2009 kl. 16:10

8 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Mér sýnist á öllu að formenn ASÍ og SA séu hinrir ágætustu kommúnistar. Alla vega eru þeir alveg æstir í að fara útí þjóðnýtingu.

Þeir virðast bara aðeins hafa misskilið kommúnistaávarpið og kenningar Karls Marx því að þeir ætla ekki að þjóðnýta eignir auðmanna heldur ellilífeyrissparnað almennings þ.e. lífeyrissjóðina...

En er nokkur ástæða til þess að vera með röfl útaf svona smá misskilningi?

Jón Bragi Sigurðsson, 8.6.2009 kl. 19:59

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það setti að mér hroll þegar ég sá þá í fréttunum, og enn versnar það.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.6.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.