Leita í fréttum mbl.is

Jaðrar við stórglæp

bjargv.ísle. 

Ein af þeim bókum sem sett hafa mark sitt á lesgenið í mér, er "Bjargvætturinn í grasinu" eða "The Catcher in the Rye" eftir J.D. Salinger.

Hrifning minni á þessari bók var svo móðursýkisleg og dramatísk að ég las hana á öllum þeim tungumálum sem ég er lesbær í.

Og alltaf bættist við einhver upplifun sem bara jók hrifninguna.

Bókin snerti strengi í brjóstinu á mér jafnvel heila strengjasveit.

Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé ein af fyrstu bókum sem skrifuð er um þroskastig unglings, amk. svo vel sé.

Svo er hún brjálæðislega fyndin í þokkabót.

Og sorgleg.

Og hrífandi..

Og...

Þýðing Flosa Ólafssonar á "Bjargvættinum" er meistaraverk, hvorki meira né minna.

En..

Nú hefur einhver rithöfundur sem vill ekki gefa upp rétt nafn skrifað "framhald" á "Bjargvættinn" og Salinger á leið í mál.

Hugmyndaaugði fólks við að fá ókeypis auglýsingar eru stundum lítil takmörk sett.

Bók rithöfundarins heitir "60 Years Later: Coming Through the Rye".

Sniðugt að taka sígild bókmenntaverk og bæta við þau.

Best að ég skrifi bók sem heitir "Brekkukotsannáll taka II"  og gefi út í haust.

Rosalega held ég að Gljúfrasteinsfjölskyldan yrði lítið hamingjusöm með það.

Ésús minn á pallinum, þetta jaðrar við að vera stórglæpur, svei mér þá að þjösnast á listaverkum sem fólki eru heilög.

Bæði gagnvart lesendum og svo auðvitað höfundinum sjálfum.

Svo mæli ég auðvitað með bókinn ef einhver á eftir að lesa hana.

Svona er ég hrifnæm og barnaleg yfir orðum á prenti.

Súmítúðetbón.

 


mbl.is J.D. Salinger höfðar mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verð að lesa þessa bók.
Knúsíkrúsý
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Merkileg bók já eftir ágætan rithöfund. Hins vegar finndist mér hin forkunarfagra frú sem skrifaði þennan pistil, gáfuð og fær í fjölmörgum tungumálum (örugglega sænksku, dönsku, ensku og meira að segja íslensku!) ætti að velja betri bloggflokk og meir við hæfi, þ.e. "Bækur" EF þú kíkir aftur á stjórnborðið þá sérðu hann örugglega næst á eftir þessum sem þú valdir! Bækur eiga nefnilega alltaf að vera aðalflokkur þegar þær eru til umræðu.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.6.2009 kl. 14:40

3 Smámynd: Billi bilaði

Frábær bók, já!

Billi bilaði, 2.6.2009 kl. 14:43

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Brekkukotsannáll taka II er eitthvað svo fyrirsjáanlegur titill! Hafðu það frekar: "Hvar syngur Garðar Hólm nú?"

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband