Leita í fréttum mbl.is

Er það nema von að Ísland sé á rassgatinu

Siðlausar og ruddalega uppáþrengjandi auglýsingar virðast ein leið til að selja vöru í kreppunni.

Í viðtengdri frétt segir frá auglýsingu sem er dulbúin eins og bréfkorn frá nágrönnunum en er í raun auglýsing frá Garðlist.

Reyndar tók ég eftir því í góðærinu, þegar auglýsingar voru gerðar nánast eins og leikrit í nokkrum þáttum, að staðalímyndarugl og yfirborðsþekking á fólki blómastraði sem aldrei fyrr.

Ég var eiginlega búin að gefa mér að þeir sem gerðu auglýsingar væru hálfvitar margir hverjir.

Enn er ég ögn á þeirri skoðun vegna þess að ennþá halda auglýsingar sem byggja á hallærislegum mýtum um kynin áfram að birtast á skjánum.

Mér finnst að fólk sem gerir svona auglýsingar geti ekki hafa kynnt sér þjóðfélagsgerð og breyttan hugsunarhátt síðan nítjánhundruðsjötíuogeitthvað, það virðist lifa í öðrum heimi en allir hinir.

Ég get tekið sem dæmi tvær auglýsingar sem ofsækja mann á þeim sjónvarpsstöðvum sem ég horfi á.

Viðhaldsauglýsingin, þar sem tengt er saman ungri konu og því sem hún er að sýsla við.

Boðskapur; maðurinn er að hugsa um "viðhaldið".  Áhorfandinn fær að velta því fyrir sér hvort hann eigi við stúlkuna (viðhaldið) eða viðhaldið á húsinu eða bæði.

Algjör hugarleikfimi og djúpur fokkings boðskapur.

Hin síðari sem kemur mér á endanum til að fremja eitthvað voðalegt er auglýsingin á Heineken bjórnum þar sem hin yfirborðskennda og kaupsjúka kona sýnir jafnsjúkum vinkonum sínum fullt fataherbergi og þær veina og garga henni til samlætis með flottheitin í systurlegri raðfullnægingu yfir himnaríki á jörð.  Alveg: Hver þarf kynlíf þegar fataherbergi er í boði?

Í næsta herbergi fara fram raðtaugaáföll karlmannanna í boðinu yfir heilu bjórherbergi.

Svona auglýsingar hafa gagnstæð áhrif á mig og þá sem ég hef talað við um málefnið.

Hefur engum dottið í hug að höfða til heilans í fólki þegar það vill selja eitthvað?

Vá, er það nema von að Ísland sé á rassgatinu.

Það kaupir varla kjaftur vöru sem auglýst er með þessum hætti.

Þetta er beinlínis móðgandi.

Hvern langar að verlsa við fyrirtæki sem gera ráð fyrir að fólk sé fífl?

Aular.

 


mbl.is Braut lög með auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef alltaf skilið þessa viðhaldsauglýsingu þannig að maðurinn hafi áhyggjur af að hún sé með viðhaldinu þarna þegar hann kemur heim úr vinnunni...... eða hvaðan það er nú sem hann er að koma. En auðvitað má hæglega skilja hana hinsegin líka, ég sé það nú þegar ég íhuga þetta betur.

Ég þarf líklega að fara að veita auglýsingum meiri athygli ég sé að ég spái engan veginn í djúpstæðan boðskap þeirra

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála!!!

Það sem gerir mig enn fúlli er að ein sjónvarpsstöðin skuli voga sér að auglýsa þynnri sumardagskrá sem sérvalda fyrir konur, bjóða upp á endursýningar á "konuþáttum" og annað grátlegt. Ég veit að þetta er markaðsbragð til að selja auglýsingar því að nú horfi allar konur ... sjúr!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2009 kl. 14:36

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér þykir viðhaldsauglýsins BYKO heldur lame, en bjórherbergið er snilld. spurning hvort þar sé meira skotið án staðalímyndir kvenna eða karla. líklega 50/50

Brjánn Guðjónsson, 31.5.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„skotið á“ átti þetta vissulega að vera

Brjánn Guðjónsson, 31.5.2009 kl. 16:05

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Nokk sama um raðfullnægingar í fataherbergjum og ísskápum.  En fáránlega feik-auglýsingin frá Garðlist vakti almenna ólyst hjá fólkinu í götunni minni. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.5.2009 kl. 16:09

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

p.s. ; Svo viljum VIÐ, fólkið í götunni ÞINNI, bara að þú vitir að við erum að fylgjast með þér, bakvið gluggatjöldin -og höfum sitthvað við þig, þitt útlit, fatastíl, raddstyrk, göngulag, almenna lífsstíl og val á sumarblómum að athuga.  Þú munt heyra frá okkur aftur...

Ef þetta vekur ekki "gríðarlega góð viðbrögð" hjá þér og þínum, staðfestir það bara það sem VIÐ, fólkið í götunni, höfum lengi haldið; það er ekki allt í lagi í garðinum hjá YKKUR !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.5.2009 kl. 16:18

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þessi bjórauglýsing er alveg gargandi snilld. Fyrsta sinn í mörg ár sem ég hef skellt uppúr yfir sjónvarpsaulýsingu. Reyndar hló ég aðeins að strákunum sem öskruðu af fögnuði yfir öllum bjórnum. Ef ég væri ekki í bindindi hefði ég strax hlaupið í ríkið. Stelpurnar eru reyndar ágætar en ekki kom mér nú raðfullnæging í hug.

Sigurður Sveinsson, 31.5.2009 kl. 16:43

8 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Sorglegt ef satt er að áfengisframleiðendur og innflytjendur komist upp með að auglýsa áfengi á þennan hátt á íslandi í dag.

Vilhelmina af Ugglas, 31.5.2009 kl. 18:11

9 identicon

Afhverju er það sorglegt, þeir eru að auglýsa léttöl, þó svo að það sé samt bjórinn sem þeir eru að auglýsa. Er falinn auglýsing en lögleg. Enda hafa þeir gert þetta í fleiri ár, ertu að taka eftir þessu nuna fyrst??

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 19:40

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú hefur allt á hornum þér þessa dagana.. allar þessar auglýsingar voru helv góðar og fyndnar líka :).. líka Garðlist.

Óskar Þorkelsson, 31.5.2009 kl. 21:08

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auglýsingum fer aftur, finnst mér

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 00:32

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún er álíka mikil hugarleikfimi nýja auglýsingin frá símanum, sem bíður "sex" vini (you know what I mean, nudge nudge) Þar er drukkið og hálfullt fólk að klínast og kleprast  og kynjamúrinn settur niður.  Vonandi er ekki húmorinn og sköpunargáfan bundið gengi krónunnar. Mér virðist það á öllu.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2009 kl. 00:36

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars tek ég undir að bjórauglýsingin er fjandi góð og það fer blessunarlega fyrir ofan garð og neðan að auglýsa bjórinn, heldur er borið saman hegðunarmynstur karla og kvenna. Veit ekki hvort karlar myndu missa sig yfir bjórherbergi, en ég er nokkuð viss um að tildurrófurnar myndu missa sig á þennan hátt yfir skóherberginu.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2009 kl. 00:40

14 Smámynd: Anna

Veistu hvessu mikið er um heilaþvott í auglýsingum og fjölmiðlun yfir leitt. Ég er glöð að þú er farin að sjá ígegnum þetta.

Anna , 1.6.2009 kl. 08:12

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með þessar auglýsingar Jenný mín.  Og yfirleitt allar þessar auglýsingar, hvetja mann til að kaupa ekki tiltekna vöru.  Hef hingað til misst af þessari garðlistarauglýsingu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2009 kl. 09:47

16 Smámynd: Anna

Er ekki verið að auglýsa BE A BIG MAN IN ÍSALND. You can have a cupboard full og beer and a cupboard full of skoes. Mikið er fólk komið niðrá lagt plan.

'Eg sé ekki svona vitleysu her í Englandi. Hvessu margir misstu húsin sín í síðasta mánuð???

Anna , 1.6.2009 kl. 10:21

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí: Minnstu ekki á "stelpustöðina" ógrátandi.  ARG.

Hildur Helga: Var að lesa inni hjá þér og reyndar víða um netheima um þetta ógeðisfyrirtæki.  Ömurlegt.

Takk öll fyrir frábær innlegg.

Þið eruð líf mitt og yndi (eða nærri því villingarnir ykkar).

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband