Leita í fréttum mbl.is

Vá; að nenna þessu

fjallið 

Það er örugglega lágmenningarlegt af mér að gapa yfir verðinu á ljósmynd eftir Sigurð Guðmundsson, Mountain (gjörningur) sem Listasafnið er að kaupa fyrir tíu milljónir, en það verður að hafa það.

Mitt mat á list er einfalt.  Hrífur það mig, snertir mig á einhvern hátt og tekur sér bólfestu innan í mér, þá er það list.

Þetta mat mitt á við um allt litróf listar, í myndum, tónum, tali og riti.

Þessi mynd hreyfir ekki við mér á þann máta.

Í besta falli þá hugsa ég; vá, að nenna þessu!

Er þetta ekki að kæfa manninn allt þetta farg á brjóstinu á honum?

En ég er heldur enginn sérfræðingur.

Kannski er þettta Mona Lisa nútímans en fyrirgefið, hún mætti enda á geymsluvegg mín vegna.

Tíu millur fyrir þetta verk á krepputímum gerir mig undrandi og pirraða.

En ég veit að listaelítan sem situr og ákveður hvað sé list og hvað ekki er í mörgum tilefellum alls ekki sammála mér.

Ég hef það meira að segja á tilfinningunni að þeir glotti út í annað stundum þegar þeir meta hvað sé góð list og hvað ekki.

Kannski er það heilbrigðismerki að vera ekki sammála þessu mati.

Ég held að ég kalli þetta bara listrænan ágreining milli mín og þeirra.

Dæs.


mbl.is Dýrasta verkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér

Óskar Þorkelsson, 31.5.2009 kl. 08:57

2 identicon

Safnstjórnin ætti auðvitað ekki að fara með almannafé. Hér er hún að umbuna drykkjubróður sínum. Stjórnin ætti í besta falli að gera mjög lágt tilboð í svona apakúltúr en bjóða seljandanum að öðrum kosti að drífa myndina bara á "alþjóðlegan markað", fáist þar betra verð. Þá væri lítils misst ef ríkur bjáni (eða handhafi almannafjár) fyndist á jarðarkringlunni, og gengi í gildruna.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 09:19

3 identicon

Það þarf að reka mann sem bruðlar svona með almannafé í kreppunni. Það hefði svosem verið í lagi að borga 10.000 kr fyrir myndina, sérstaklega ef filman og aukamyndir hefðu fylgt með.

Tómas (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 09:48

4 identicon

Fyrir utan það að vera ein "hallærislegasta" mynd sem ég hef augum litið, þá er verðið   Ég gæfi ekki krónu fyrir svona vitleysu.

Svo er verið að hneykslast á rugli útrásarvíkinga 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 09:55

5 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

"Kannski er þettta Mona Lisa nútímans en fyrirgefið, hún mætti enda á geymsluvegg mín vegna" Fyrirgefðu er þetta ekki einhver sem ákveður hvað er list og hvað ekki?

Lárus Vilhjálmsson, 31.5.2009 kl. 10:06

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi mynd er ömurleg, svo eru einnig kaupin á síðustu og verstu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.5.2009 kl. 10:11

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Datt um þetta líka hér áðan. Sé ekkert menningarlegt við þetta en ég er víst svona eins og þú svo lágkúruleg á köflum.  Ég urra þegar ég sé svona viteysisbruðl!

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 10:13

8 identicon

tíu milljónir - fyrir ljósmynd?

maður hefði skilið það ef verkið hefði verið selt ,live' of

Sigurður sjálfur fylgt með ..

list fellur þá fyrst í verði, breytist í entarterte Kunst, þegar ríkið eða borgin eignast hana - en þá á ég við hugmyndafræðilega.

verður að óspennandi húsgagni.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 10:49

9 Smámynd: www.zordis.com

Djúpt verk ... hvað er þetta ofan á blessuðum manninum: bækur, brauð og ??? sláturdúllur eða?

Myndin er alls ekki slæm, soldið fyndin en tímasetningin er afleit þegar innkaupin tala í milljónum.

www.zordis.com, 31.5.2009 kl. 11:17

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gleðilega hvítasunnu!  er enginn útihátið???

Er líka hálf lágkúruleg listaspíra! ..... en með abbbrigðum umburðarlynd.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.5.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband