Leita í fréttum mbl.is

..er að finna minn innri kjarna

 20080429111835_0

Í morgun þegar mamma hennar Jennýjar Unu kom inn í herbergið hennar sat fjögurra ára snótin í lótusstellingu á rúminu sínu, augun lokuð og hendur í jógastellingu.

Mamma: Hvað ertu að gera elskan?

Jenný Una: Ekki trubbla mig, ér að hugleiða til að finna minn innri kjarna!

Mamman: Ha??????????

Jenný Una: Það er jóga.

Mamman: Hver kenndi þér þetta?

Jenný Una: Ég geri alltaf svona í leikskólanum mínum.

Amman er í öflugu krúttkasti.

Þess má geta að Jenný Una er á leikskóla Hjallastefnunnar.

Þar er greinilega verið að gera eitthvað af viti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hjallastefnan er bara það flottasta, en það er nú krúttan einnig.
Þú ert rík kona, Jenný Anna mín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Margrét Pála og Hjallastefnan hennar er algjör snilld. Jenný Una svo auðvitað einn stor gullmoli 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 20:20

3 identicon

.....................

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 20:23

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Litla yndið

Sigrún Jónsdóttir, 30.5.2009 kl. 22:25

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kvöldkveðjur :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:46

6 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Að lítt athuguðu máli dettur mér í hug að það sé e.t.v ekki nauðsynlegt að leita að einhverju sem er ekki týnt til að byrja með. Jafnvel óskynsamlegt fyrir fólk á svo saklausum aldri.

Á hinn bóginn hlýtur að rísa söknuður yfir því að hafa ekki byrjað að leita fyrr þegar maður loks uppgötvar að eitthvað vantaði.

Spurningin er því e.t.v sú, hvaða erindi eiga tilvistarkreppur okkar fullorðinna og vangaveltur um þær - erindi við börn?

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 01:07

7 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Skil samt krúttkastið, þessi hnáta á myndinni gæti brætt stál. :)

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 01:13

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þrjú af fjórum barnabörnum mínum hafa verið á leikskóla þar sem hjallastefnan er höfð í hávegum.  Ég er hrifin af þessari stefnu, svo vinnur mamma þeirra líka í sama leikskóla. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.5.2009 kl. 01:57

9 Smámynd: Laufey B Waage

Á þessu vormisseri hef ég verið í nánu samstarfi við Barnaskóla Hjallastefnunnar, - og get hiklaust fullyrt að þar er svo sannarlega verið að gera eitthvað (og rúmlega það) af viti.

Laufey B Waage, 31.5.2009 kl. 16:36

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er alveg dásamlegt. - Hugsið ykkur bara kraftaverkið sem hún Margrét Pála hefur framkvæmt með því að koma á Hjallastefnunni. Á  sjálf þrjú ömmubörn í Hjallastefnuleikskólum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband