Leita í fréttum mbl.is

Svari hver fyrir sig

Mikil viðskipti hafa verið hjá vændiskonum í Kaupmannahöfn í Danmörku undanfarna daga en þar hefur staðið yfir alþjóðleg ráðstefna um loftslagsmál.

Þarna koma saman embættis- og stjórnmálamenn væntanlega allir á launum frá ríkinu heima hjá sér.

Mér sýnist að allar þær þjóðir sem vilja kallast siðmenntaðar verði að banna kaup opinberra starfsmanna sinn á vændi.

Fylgjendum vændis er tíðrætt um frelsið.  Frelsið til að kaupa fólk og frelsi til að selja sig.

Flott ef þetta væri spurning um þjónustu þar sem varan er ekki fólk af holdi og blóði.

Hvar setjum við mörkin?

Þið megið versla ykkur konur og menn drengir mínir þegar við þjóðin borgum undir rassgatið á ykkur á ráðstefnur víða um heim.

En ekki kaupa konur yngri en sextán.

Nú eða fjórtán.

En í nafni frelsisin kemur auðvitað vel til greina að gefa þetta frjálst.

Þá geta þjónar fólksins keypt sér allt frá börnum og upp úr, allt eftir smekk hvers og eins.

En þetta má auðvitað ekki segja.

Er konan að halda því fram að stjórnmálamenn og embættismenn séu barnaperrar?

Svari hver sem vill og í leiðinni má svara þeirri spurningu hvar kaup á kynlífi hættir að vera barnaníð og stökkbreytist í "eðlileg" viðskipti.

Tólf ára, fjórtán, sextán, tuttugu?

Svari hver fyrir sig.

 


mbl.is Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Historiker

Ég myndi halda að eðlilegast væri að miða við lögaldur viðkomandi ráðstefnuríkis, eða þá einhverskonar Evrópusambandsviðmið. 

Historiker, 27.5.2009 kl. 09:09

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskuld á embættisfólk í erindagjörðum á vegum ríksins ekki að kaupa sér kynlíf!

Þau geta bara gert það innbyrðis........

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2009 kl. 09:16

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Tek undir með Hrönn.  Er ekki bara hægt að redda liðinu rauðum, gulum eða grænum diplómatapössum, eftir því hversu viljugur viðkomandi embættismaður er, og þá geta þátttakendur ráðstefna bara gert þetta innbyrðis og sparað sér stórfé. 

Vandamálið er hins vegar að þátttakendur þessara ráðstefna eru yfirleitt karlmenn í miklum meirihluta en þá er bara komin enn ein ástæðan til að jafna kynjahlutföllin. ;o)

Sigurður Viktor Úlfarsson, 27.5.2009 kl. 09:32

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta getur verið út af trúar höftum/málum í heimalöndum en held að þetta sé miklað af blaðamönnum. Hvernig eiga þeir að vita um þessi mál. Ég held að það sé hvergi eins mikil sala á vændi stunduð af konum og hér á landi. Allt frá smá stelpum upp í eldri konur. Þetta gera konur þrátt fyrir að þær vita að menn verða fangelsistækir fyrir verknaðinn sem þær fá borgað fyrir. Hugsa sér lagaleysuna og hugmyndafræðina. Sumir þingmenn (konur)Það sögðu að konur hefðu það svo erfitt að þær neyddust til að stunda vændi. Komon.

Valdimar Samúelsson, 27.5.2009 kl. 09:53

5 identicon

Það þýðir ekkert að banna kaup opinberra starfsmanna á vændi - þeir sem vilja kaupa vændi gera það hvort sem það er bannað eður ei! Flestir þessara karlmanna eru eflaust að halda framhjá konunni sinni. Er það ekki bannað? Stoppar það þá? Nei. Fólk (karlmenn) mun halda áfram að kaupa vændi svo lengi sem það kemst upp með það. Hvernig á að fylgjast með því hvort að opinber starfsmaður kaupir vændi í embættisferð? Það er einfaldlega ekki hægt.

Framboð og eftirspurn Jenný mín - og karlmenn munu alltaf vilja vændiskonur. Sad but true.

Erla (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:16

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvaða vitleysa að karlmenn vilji bara vændiskonur. Þið talið um þessi mál eins og þetta sé heilagur sannleikur. Það er kannski eitt og eitt hormóna karl sem ræður ekki við sig en menn allmennt vilja ekki láta benda á sig varðandi kaup á vændi. Ef það er hópur af karlmönnum þá fær sá stimpil á sig. meira að segja á togaraárum mínum í g daga þá voru það undantekningar af 30 manna áhöfn og helst voru menn að gorta sig sem voru fullir og oft bara gort til að sýnast en þeir fengu óorð á sig. Konur mínar menn voru og eru hollir sínum eiginkonum og hver vildi koma með veikt tippi ú siglingu eða feralagi.

Valdimar Samúelsson, 27.5.2009 kl. 10:34

7 identicon

Ég sagði ekki að karlmenn vilji bara vændiskonur - ég sagði að það yrði alltaf eftirpurn eftir vændiskonum hjá karlmönnum. Elsta atvinnugrein í heimi og allt það, hún fer varla að leggjast af núna.

Þú kemur annars með áhugaverðan punkt Valdimar - það vill enginn láta benda á sig varðandi kaup á vændi. Það þýðir ekki að þeir hinir sömu kaupi ekki vændi. Það er algengara en þú virðist halda að karlmenn kaupi vændi, bæði hérlendis og erlendis. Daglegar auglýsingar í Fréttablaðinu um nudd bera þess klárlega merki. Viðskiptaferðir, golfferðir, fótboltaferðir - það er alveg ótrúlega algengt, ótrúlega algengt, að karlmenn í svona ferðum kaupi vændi. Karlmenn í góðum hjónaböndum, slæmum, giftum fallegum konum og ljótum, nýríkir og venjulegir, þetta er bara stundað út um allt af ótrúlega mörgum.

Svo eru eflaust margir inn á milli sem stunda þetta ekki neitt - eins og t.d. maðurinn minn! Svo segir hann allavega

Erla (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:03

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

framboð og eftirspurnin verður áfram til staðar, en hvernig væri fyrir "ykkur" að "hlúa" betur að eigin kynlífi

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2009 kl. 11:56

9 identicon

vil taka fram að ég er algjörlega á móti vændi og hallast helst að því að þeir ógæfusömu einstaklingar sem ganga svo langt að selja öðrum afnot af líka sínum geri það í mikilli neyð,yfirleitt er talað um að þetta sé gert til að fjármagna fíkniefnaneyslu viðkomandi eða fólk neitt útí þetta af glæpahringjum,þetta vandamál hefur nú verið viðvarandi, við mannkynið töluvert lengi svo sjálfsagt er full þörf á að fara að finna lausn á þessu.ég hef sjálfur alltaf haldið því fram að "þú leysir ekki vandamálið með því að banna það"svo hvað skal gera...

zappa (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 12:33

10 identicon

Þær konur sem eru í þessu af fúsum og frjálsum vilja.. ekkert mál
Þeir karlar sem selja sig af fúsum og frjálsum vilja... ekkert mál.

Bann er það hættulegasta sem hægt er að gera vegna vændis... þeir sem styðja bann, hafna réttlæti og réttindum þeirra sem eru í þessum bransa.
Formúla þeirra sem styðja bann er: Hear no evil, see no evil, out of sight out of mind.
En faktískt eru óvinir lögleiðingar óvinir mannréttinda... staðreynd sem er ekki hægt að hafna.... og bönn virka ALDREI, þetta fer underground og þar fær ekki neinn færi á að sækja rétt sinn

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 12:52

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ha?
Sagði maðurinn "hlúa betur að ykkar kynlífi"?

Er virkilega ennþá til fólk sem heldur að þeir sem kaupi vændi geri það af því að þeir fái ekki nógu oft/vel að ríða heima?

Heiða B. Heiðars, 27.5.2009 kl. 13:16

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehe já... mér fannst það einmitt eftirtektarvert líka......... Ég er bara þetta dannaðri en þú.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2009 kl. 13:27

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

næstum borðleggjandi, sé fólk veikt fyrir þá er heima bröltið kanski besta frovörnin, svo er það hitt að vera ekkert að skipta sér af kynlífi annara

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2009 kl. 13:49

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þátttökuna, líka Jón og Óskar (ekki gullsmiðir í þessu tilfelli) því það er beinlínis nauðsynlegt að fá sýnishorn frá þeim hópi sem er með skoðanir á við úldna borðtusku í þessum málaflokki, svo ég ekki tali um fordómana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2009 kl. 16:29

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvaða hvaða bull í þér Jenný - þú varst nú ekki svona brött á Tjarnarbólinu - jæja en hafðu það eins og þú vilt

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2009 kl. 19:46

16 identicon

Jamm......Ég var búsett í Danmörku seint á síðustu öld.  Á meðan ég bjó þar, var haldin mjög stór Nató ráðstefna í Kaupmannahöfn.  Pimparnir sleiktu út um, alsælir með bísnessinn sem þeir sáu fyrir að mundi verða.  Þeir BÓKSTAFLEGA fluttu inn vændiskonur í heilu flugvélaförmunum, þar sem það voru sko að þeirra mati ekki nægilega margar vændiskonur í Kaupmannahöfn fyrir svona stóra ráðstefnu.  Blöðin voru að tapa sér yfir þessu öllu saman, birtu fréttir, greinar og viðtöl við fólk í þessum bransa, þ.e. skemmtistaði og bari og alla hlakkaði alveg rosalega til þessarar ráðstefnu af því að allir ætluðu að græða svo mikið á ráðstefnugestunum.  Hvering fór þetta svo allt saman? Illa fyrir pimpana og bareigendurna skal ég segja ykkur, því að það hafði verið gefið út af ráðstefnuhöldurum að það yrði mjög illa séð ef ráðstefnugestir sem voru þarna á vegum landa sinn, ef þeir færu að hanga á börum og að kaupa sér vændi og ráðstefnugestir fóru eftir þessum tilmælum og dæmið bara floppaði hjá pimpunum.  Hvað segir þetta okkur?  Þetta var ekki bann, þetta voru tilmæli sem hafa fengið menn til að hugsa um hvað þeir væru að gera og hvaða boðskap þeir myndu bera til Danmerkur með því að nota tækifærið og kaupa sér vændi þar á meðan þeir voru gestir í landinu.

Þarf ég nokkuð að taka fram hvort kynið var í miklum meirihluta á þessari ráðstefnu.

Jónína (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:46

17 identicon

Er búin að vera spá í þetta hjá þér.  Það er skrítið ef satt er að menn verði eins og rófulausir hundar um leið og þeir fara erlendis án makans ( sem sumir kalla bremsuna).  Mjög leiðinlegt og hroðalega niðurlægandi fyrir þá sjálfa.  Sérstaklega ef sá og hinn sami uppsker veikt tippi.  Þetta á þó ekki einungis um karlmennina. Það hefur líka heyrst konur Þarna innanum sem gera nákvæmlega það sama.  Ég hálf vorkenni þessum einstaklingum.  Ég hef alltaf álitið sem svo að þessir einstaklingar séu ekki hamingjusamir í sínum samböndum og finnst mér það leitt. 

Um það hvort þessa sé gert á ráðstefnum eða ekki, held ég að lítið sé hægt að ráða við.  Það er lítið hægt að ráða við stað og stund eða hver borgar fyrir ferðina á staðinn.  Það verður að höfða til samvisku hvers og eins með þetta.  Vona samt að sé frekar undantekning að þetta sé stundað af miklum móð á ráðstefnum. Vona að meirihlutinn geti snúið heim með ekta bros og hreina samvisku.

Ég er ekki meðmælt vændi.    Finnst það hræðilegt þegar börn eiga í hlut.

truntan (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.