Leita í fréttum mbl.is

Leikræna tjáningin

Þegar ég var barn og hafði gert af mér gagnvart einhverjum var ég send í leiðangur til að biðjast afsökunar.

Mér var ekki boðið upp á aðra möguleika í stöðunni.

Ég reyndi að sleppa:  Amma; en Sóandsó sagði/gerði/ en amma hlustaði ekki.  Biddu afsökunar Jenný Anna!  Hún var ekki til viðræðu um aðra lausn á málinu eins og til dæmis þá að gera ekki neitt, leyfa mér að ulla á viðkomandi fórnarlamb mitt og bíða jafnvel eftir að viðkomandi kæmi á hnjánum og bæði mig um gott veður.

Ég skyldi læra að biðjast afsökunar hvað sem tautaði og raulaði.

Ég er þakklát fyrir það í dag og nú orðið finnst mér alls ekkert erfitt að brjóta odd af oflæti mínu enda er það þannig að í samskiptum þá er enginn sekur eða saklaus, þetta er alltaf spurning um samspil þeirra sem að málinu koma.

Sem betur fer er því þannig fyrirkomið að þeir sem fullorðnast í fleiru en árum geta beðið afsökunar og meinað það.

En svo eru til aðrar tegundir af afsökunarbeiðnum fyrir fólk sem kann ekki að skammast sín, líkt og ég þegar ég var krakki og fannst ég sjaldnast eða aldrei hafa haft rangt fyrir mér.

Svoleiðis fyrirgefningarbeiðnir kalla ég nú bara leikræna tjáningu.

Þær eru gerðar til að slá á óánægju og flestir taka þeim fyrir það sem þær eru; innantómt kjaftæði.

Mér sýnist Gordon Brown hafa þurft að taka leikrænu tjáninguna á málið í þessu tilfelli.

Til að hemja reiði almennings í garð sér.

En ólíkt mínum vinkonum í æsku þá er almenningur í Bretlandi fullorðið fólk.

Frusssssssssssssssssssssss

Gordi get a grip.

 


mbl.is Brown biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En bað hann Íslendinga afsökunar á vitleysunni í sér?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ónei, það þjónar litlum tilgangi fyrir vinsældirnar heima fyrir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2009 kl. 01:21

3 Smámynd: Garún

Kannski er hann að plana eitthvað geðveikt.....hugsanlega tjáningaríka afsökunarbeiðni á Hallærisplaninu þann 17.júní, nakin með blautu handklæði mun hann túlka afsökunarbeiðni sína með dansi í 30 mínútur án þess að anda.  

En ég ætla ekki að taka henni, ég er búin að senda honum bréf og segja að ég vilji að hann krúnuraki sig og sendi Stefaníu vinkonu hárin í pósti (hún á heima á jótlandi) hún nefnilega tók þetta svakalega nærri sér á sínum tíma og það fyllti mig réttlátri reiði.  Ég er brjáluð.  

Garún, 12.5.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.