Mánudagur, 11. maí 2009
Ótímabær taugaveiklun
Það er rosaleg taugaveiklun í gangi sem gengur út á þann möguleika að menntamálaráðherra ráði Kolbrúnu Halldórsdóttur í starf Þjóðleikhússtjóra.
Eigum við ekki að bíða og sjá.
Það væri skynsamlegt að bíða með samsæriskenningarnar og hamaganginn þar til konan hefur sótt um og í framhaldi af því fengið stöðuna.
Ég gef mér sem kjósandi VG að við ráðningu Þjóðleikhússtjóra verði farið eftir faglegum verklagsreglum og sá umsækjandi sem hæfastur er verði ráðinn en ekki sá sem er með flokksskírteini upp á vasann.
Auðvitað á fólk heldur ekki að gjalda fyrir að vera í pólitík en ég held að það séu afskaplega margir hæfir einstaklingar sem muni sækja um þessa stöðu.
Okkur hefur verið lofað gegnsæi í vinnubrögðum á Nýja Íslandi. Okkur hefur jafnframt verið lofað að tími kunningja- og flokkssystkinareddinga heyri til fortíðar.
Að pólitískum ráðningum verði sagt stríð á hendur.
Þess vegna hef ég ekki minnstu áhyggjur af þessu máli.
Ég trúi því einfaldlega þar til annað kemur í ljós að mitt fólk standi við stóru orðin.
Þess vegna kaus ég þá.
Og slakið þið síðan á elskurnar mínar.
Kolbrún í Þjóðleikhúsið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er alveg slök Treysti Katrínu fullkomlega
Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 13:55
Viðbrögðin við þessari "ekkifrétt" hlýtur að ráðast af því hvað framtíð menn óska Þjóðleikhúsinu.
Margt bendir til að það sem Kolbrún snertir eigi sér ekki líf. A.m.k. ef marka má "Líf" fyrir austan sem dó úr skelfingu eftir handaryfirlagningu Kolbrúnar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2009 kl. 14:07
Ég held að það dytti engum í hug að Katrín eða önnur úr forustu VG væru hæf til að meta Kollu. Þetta verður því nokkur prufa á hvort hægt sé að skapa hér ráðningarferli sem er gegnsætt og faglegt.
Héðinn Björnsson, 11.5.2009 kl. 14:33
Ég var svo taugaveikluð í morgun að ég réð Óskar nágranna minn í stöðu þjóðleikhússtjóra...Svo sorry, staðan er upptekin.
Afsakið hvað ég er oft kjánaleg í svörum sambandi við pólitík, en málið er eins og Jenný bendir á, er að þetta er allt svo mikið drama, taugaveiklun, og svo mikið bull. Og ein spurning hérna, er það eftirsótt starf að vera þjóðleikhússtjóri? Ég bara spyr. Hvaða hvaða.
Garún, 11.5.2009 kl. 16:09
Ég hugsa í ljósi undangenginnar umræðu að hún verði látin gjalda þess en ekki njóta að vera flokksbundin VG. Öll stóru orðin um einkavinavæðinguna og allt það gætu jafnvel orðið til þess að einhver sem er síður hæfur hljóti hnossið.
Helga Magnúsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:14
Ég leyfi mér að benda á lög um Þjóðleikhús sem segir að : Þjóðleikhússtjóri skuli ráðin til 5 ára, og þá skuli staðan auglýst. En kjósi sitjandi Þjóðleikhússtjóri að gegna embættinu í 5 ár í viðbót, þá gangi það eftir sjálfkrafa.
Þetta er nú ekki orðrétt úr lögum um Þjóðleikhús en eitthvað á þessa leið. Svo ef Frú Tinna Þórdís Gunnlaugsdóttir kýs að starfa áfram sem Þjóðleikhússtjóri þá er staðan hennar.
Svo nú geta allir slakað á, a. m. k. þar til ljóst er hver ákvörðun Tinnu verður.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:54
En þetta var hreint alveg ótrúleg frétt, á rúv í kvölfréttatíma í gær, þar sem fréttamaður gaf beinlínis í skyn að Kolbrún hefði verið ráðin sem Þjóðleikhússtjóri og því væri hún ekkert leið yfir að hætta þingmennsku.
Þetta var afskaplega óviðeigandi þar sem engin veit hver ákvörðun Tinnu verður. En það er eins og einhver hafi þarna viljað gera Kolbrúnu grikk.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 17:00
Einhversstaðar las ég í dag að Tinna sækir um og ætlar að halda áfram, þannig að málið er þá leyst
Var fólk í alvöru að fara á límingunum yfir þessu?
Ragnheiður , 11.5.2009 kl. 17:17
Heyrði ekki fréttina sem Lilja Guðrún vísar til en sé þetta rétt að fréttamaður hafi gefið í skyn að Kolbrún væri svo gott sem búin að fá stöðuna þá er það enn eitt dæmið um það vanhæfa fólk sem vinnur þar.
Það þarf að hreinsa til víðar en í stjórn- og bankakerfi.
Fjölmiðlunum líka. Það er nóg af hæfu fólki sem gæti tekið að sér að miðla fréttum en ekki búa þær til.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:05
Lilja Guðrún.
Það er lágmark að taka 2-3 sekúndur í að kanna heimildir áður en þú fullyrðir svona út í loftið. Það er ekkert í lögum um það að sitjandi þjóðleikhússtjóri hafi einhvern einkarétt á stöðunni:
"6. gr. Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra til fimm ára í senn, að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs. Skipaður skal maður með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Ætíð skal auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils.
Þjóðleikhússtjóri er stjórnandi leikhússins og markar listræna stefnu þess í samráði við þjóðleikhúsráð. Hann stýrir leikhúsinu samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á rekstri þess, bæði listrænum og fjárhagslegum."
Gunnhildur (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:28
Ég vona bara að Tinna verði ekki ráðin áfram!!
.....vona reyndar líka að Kolbrún fái ekki starfið. Væri bara einfaldlega of vafasamt miðað við aðstæður. Í þessu tilfelli finnst mér betra að hún líði fyrir að hafa verið ráðherra en græði á því
Heiða B. Heiðars, 11.5.2009 kl. 19:36
Treystum orðum þeim sem sögð hafa verið.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 19:46
Takk fyrir umræðurnar.
Það er faktískt þannig að staða Þjóðleikhússtjóra hefur verið auglýst.
Ég hallast á að Heiða hafi rétt fyrir sér, Kolbrún getur eiginlega ekki fengið þessa vinnu (EF hún sækir um hana) þó hún reynist hæfasti einstaklingurinn. Þjóðfélagið er þannig stemmt eftir allt sem á undan er gengið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2009 kl. 21:28
Afsakaðu Jenný Anna, en ég verð að svara nefndri Gunnhildi, sem ásakar mig um að fara ekki rétt með, hér ofar á síðunni. -
Ég hélt að ég hefði tekið það skýrt fram að þetta væri ekki orðrétt upp úr lögum um Þjóðleikhús þar sem ég hafði þau ekki við hendina.
En ef Gunnhildur hefði lesið bara í 2 - 3 sekúndur í viðbót, hefði hún komið að þeirri málsgrein þar sem ég segi, að þetta sé ekki orðrétt haft upp úr áðurnefndum lögum. - Hafi ég farið vitlaust með þá biðst ég afsökunar á því, en svona túlkaði fyrrum menntamálaráðherra Björn Bjarnason lögin sem hann setti sjálfur á sínum tíma. Það hef ég hér í minnisbókinni minni. Með vinsemd og virðingu., Lilja Guðrún
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 21:58
Lilja Guðrún.
Ég er ekki að "ásaka" þig um að fara ekki rétt með, ég er að benda á að þú hafir gert það og birta heimild þess til sönnunar.
Það er rétt að þú tókst það fram að þetta væri ekki orðrétt, en þú gleymdir að segja frá því að þetta væri líka efnislega kolrangt.
Ef þú getur kommentað á bloggsíður þá þarftu ekki að hafa lög um Þjóðleikhús "við hendina", þú getur einfaldlega flett þeim upp á netinu.
Gunnhildur (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.