Leita í fréttum mbl.is

Ég hata Eurovision!

Af því ég er yfirlýstur Eurovisonhatari sem elskar að hatast við fyrirbærið,  þá fylgist ég með útundan mér, kíki á kjólinn hennar Jóhönnu, sem er bara flottur, hlusta eftir því hvað útlendingarnir segja um lagið og svona, hvernig veðbankarnir raða upp laginu, haldið þið að það sé, og nýt þess í leiðinni að krullast upp.

Hvað get ég sagt?

Ég er fífl.

Fyrir hverja keppni segja Íslendingarnir að nú skuli farið af stað með raunhæfar væntingar að leiðarljósi, minnugir Gleðibankavonbrigðanna.  Þegar Ísland vann hér heima en tapaði stórt í keppninni.

En eftir því sem nær dregur byrja draumarnir, þjóðarstoltið og löngunin til að vinna að taka yfirhöndina.

Í morgun var skrifuð heil frétt í Fréttablaðið um að Andrew Loyd Webber væri yfir sig hrifin af laginu, teldi það aðalkeppinaut breska lagsins sem ég hef auðvitað ekki heyrt. (Hlusta bara á ákveðin lönd).

Það má lesa um að á æfingunum hafi ekki verið klappað fyrir þeim sem voru á sviðinu en fyrir Jóhönnu Guðrúnu var risið úr sætum og klappað um leið og hún lét sjá sig.

Ómæ, svo verða vonbrigðin svo sár þegar við töpum.

Fyrir mér er þetta leikur.

Eurovision er upp að nítíuprósentum algjört moð, ég meina hver setur rússneska lagið frá því í fyrra á geislann og hlustar sér til ánægju?  Það hlýtur að vera öflug sjálfspyntingahvöt sem fær fólk til þess.

Svo hlýtur hver maður að sjá að það er ekki hægt að keppa í músík.

Eða listum yfir höfuð ef út í það er farið.

Halló!

En ég held samt áfram að kíkja með öðru, hatast við lágkúruna og óska Íslandi alls hins besta.

Ég meina, hvað annað getur maður gert?

Þó að maður beinlínis sé í langdrengnum andskotans aulahrolli og hendist um allt í verstu krömpunum?

La´de swinge!


mbl.is Bjóst við meiri móðursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ditto :)

Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 12:51

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Fyrir mig er þetta bara gaman að sjá flott lag fyrir Íslands hönd, og lagið í ár er gott, hvort það fari eitthvað langt, kemur í ljós, en lagið okkar Íslendinga er til sóma.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 9.5.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: halkatla

Ég elska(ði) eurovision en fylgist aldrei með kjólunum, æfingum, veðbönkum eða neinu þannig. Ísland má alveg vinna en það er ekki þessvegna sem ég horfi - það er til að sjá kannski eitt gott lag einsog lagið frá bosníu herzegovinu í fyrra. Það er meira kvalræði að fylgjast með stigagjöfinni heldur en afkáralegum keppnisatriðum

halkatla, 9.5.2009 kl. 12:55

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eurovision pistlarnir þínir eru hrein snilld

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Gvöööð, mér finnst kjóllinn alveg out of date.

Lagið ?  ekki bara ekta júró ? Blússandi menning...

hilmar jónsson, 9.5.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þessi pistill er alveg snýttur út úr mínu nefi nema ég bara fylgist ekki afturenda með þessu þar stendur þú þig betur en ég.

Annars bara góðan laugardag. 

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2009 kl. 14:41

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Komdu bara út úr júrovisjónskápnum! Þú elskar Júrovisjón!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 15:12

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur græni liturinn, en ég held að mér finnist kjóllinn hennar Jóhönnu
ekkert flottur, getur verið að ég sé bara í andspyrnuhreyfingunni sá hann reyndar bara á hlaupum í kastljósi í gærkveldi. látum sjá er hann sést betur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 16:34

10 identicon

Ohhhhh..... ég eeeeelska júróvissjón.  Á flestar keppnir síðan 1987 á vídeó (´86 keppnin dó af ofhorfi).  Horfi reglulega á allar keppnirnar sem eru til og rosa gaman.  Er sumsagt Júrónörd dauðans og stollt af því.  Held svo upp á lög sem enginn annar gerir (ja eða fáir).  Besta júrólag allra tíma er frá 2004 og heitir Lane Moje og er frá Serbíu og Svartfjallalandi.... ég hlusta á það mér til indisauka og með mikla gleði í hjarta. :D (er annars U2 og George Michael aðdáandi svona til að sýna fram á "eðlilega" tónlistarhlustun mína).

Lifi Jóróvissjón, hún er æði.

Finnst reyndar okkar lag í ár ekkert skemmtilegt en það er alltí gúddi.

Góða skemmtun 12., 14. og 16. þessa mánaðar.  Ég geng út frá því að þú sitjir límdi við skjáinn.... ekki annað hægt í krepputíð :D

Erna Kristín (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:10

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Erna Kristín: Ég lofa ekki að ég sitji límd en ég hlusta á Noreg, Ísland og Svíþjóð og mjúta svo afganginn.  En auðvitað fylgist ég með.  Þó það nú væri.  Ég hata Eurovision!

"Dó af ofhorfi"  Brilljant frasi.

Sigurður: Hvað er ég að gera annað en að koma út úr skápnum?

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2009 kl. 21:43

12 Smámynd: Magnús Jónsson

Æ ý mín eigum við ekki bara að setjast á þúfu við sjóinn og hlusta( þú verður aða gera það ég heyri ekki neyt lengur) og horfa á fugla vorsins syngja(aftur verður þú að heyra ég verð að reyna að muna hljóðið) sem heyrist aðeins á vorin en er svo horfið, þetta tæra hljóð sem aðeins heyrist á vorin, hefur lugt af nýu lífi, er í raun upphaf als lífs ef að er gáð........  

Magnús Jónsson, 10.5.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986833

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband