Leita í fréttum mbl.is

Nauðgun - alvarlegur glæpur

Nauðgunum þar sem árásarmenn eru fleiri en einn virðist vera að fjölga.

Þessi skelfilegi glæpur verður æ hryllilegri, grófari og ofbeldisfyllri.

Refsingarnar eru sjaldnast í samræmi við alvarleika brotsins.

Refsiramminn fyrir nauðgun er sá sami og í morðmálum.

Er einhver von til að dómskerfið fari að senda skýr skilaboð til ofbeldismannanna og nota betur það svigrúm sem þeim er gefið innan lagana?

Mikið skelfing ætla ég að vona það.


mbl.is Lögreglan rannsakar nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég tel enn meiri ástæður til, að dæma hart þegar miklu ofbeldi er beitt.  Þegar fleiri en einn beitir valdi, er afar ójafn leikurinn.

Sama er þegar notuð eru deyfilyf, hvort þar sé áfengi eða önnur efni brúkuð.

Þegar ég var ungur, voru þeir eymingjar sem brúkuðu brennivín í sterkari skömmtum en venjulega (bættu meira sterku víni í glös) kallaðir ,,hræspóar" og þótti vond nafngift og illt undir að búa.

Nú er allt miðað við be-atsh myndböndin frá NY, hvar virðist fínt, að misþyrm akonum og staða ,,dudana" er eftir því hve lítlimannlega þeir koma fram við stúlkur.

Mibbó

á móti öðru ofbeldi í samskiptum á þessu sviði en sjálf Náttúran beitir mann í löngumn og vilja, það er BÆÐI

Bjarni Kjartansson, 6.5.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mikið skelfing ætla ég líka að vona það! Það er óþolandi ástand að glæpamennirnir gangi nánast glottandi af vettvangi!!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 14:21

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Kom ekki líka fram um daginn að stúlkurnar 5 eða 7... eða hvað þær voru nú margar, sem misþyrmdu jafnöldru sinni uppi í Heiðmörk, mega eiga von á að sleppa við refsingu?

Það er illt þegar dómsvaldið gefur þau skilaboð að ofbeldisglæpir séu bara ekkert alvarlegir.

Ég er ekki talmaður harðra refsinga en resingin verður að vera til staðar og henni verður að vera beitt, þó ekki sé nema til að fæla fólk frá því að láta sér detta annað eins í hug.

Emil Örn Kristjánsson, 6.5.2009 kl. 14:45

4 identicon

Það er engum árásum eða nauðgunum, með einum eða fleirri árásamönnum að fjölga. Ef ég væri þú Jenný myndi ég vara mig á því að fara draga einhverjar ályktanir út frá fjölda frétta um ákveðin málefni. Það gefur mjög ranga mynd af málunum.

Það er enginn annar miðill sem gefur upp jafnvilausa mynd af því hvernig heimurinn er og fréttamiðlar. Fréttamiðlar í dag reyna að shockera fólk eins og þeir geta af því að það selur. Fréttir í dag eru ekki hlutlaus fluttningur heldur söluvara sem þarf að vera spennandi. Því fleirri klikk sem mbl.is fær á fréttirnar sínar, því hærra verð fá þeir fyrir auglýsingarnar sínar. Því meira shockerandi fréttirnar eru því fleirri klikk fá þeir á fréttina.

Ég er alveg hættur að taka mark á því sem sendur í fréttamiðlunum okkar, þeir bulla bara. Ekkkert nema gul pressa á Íslandi

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 14:53

5 identicon

... en best frá öllum dómum sleppa helv. milljarðaþjófarnir sem fengu að arðræna okkur alveg eftirlitslaust í boði Davíðs ...

Stefán (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 14:56

6 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Ég er sammála því að nauðganir eru hræðilegur glæpur og refsingum við þeim þarf að herða. En alþýðan verður að átta sig á því að dómskerfið túlkar eingöngu lögin en semur þau ekki.Þessvegna á ekki að skamma dómarana fyrir að sinna störfum sínum heldur á að þrýsta á alþingi að þyngja dóma við þessum brotum því þar eru lögin sett.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 6.5.2009 kl. 15:28

7 Smámynd: ThoR-E

Þessir menn eru gestir í þessu landi ... og haga sér svona.

Vona að þeir fái sem þyngstan dóm og verði síðan vísað úr landi, samstundis.

Svona ómenni höfum við ekkert við að gera, nóg af innlendum hér fyrir.

ThoR-E, 6.5.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

er ekki refsiramminn fyrir naudgun sá sami og fyrir manndráp? og ef vidkomandi er fundinn sekur, af hverju dæmir thá dómarinn hann ekki í lengri refsingu?  thad er thad sem ég skil ekki,og nú mega mér fródari alveg útskýra thad fyrir mér..thvi ad mínu viti má thá alveg skamma dómarana ef their hafa mun stærri refsiramma en their nýta sér.

María Guðmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 18:22

9 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það eru greinilega einhverjir dómarar sem gera ekki greinarmun á nauðgun og samförum. Það er álíka og að rugla saman kossi og kjaftshöggi.

Og til AceR hér að ofan, samkvæmt allri tölfræði þá eru það ekki gestir í þessu landi sem eru líklegustu gerendurnir, heldur frændur, vinir, gamlir kærastar o.s. frv.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.5.2009 kl. 18:42

10 Smámynd: ThoR-E

Margrét, ég er ekki að tala um tölfræði. Ég er að tala um þessa tvo menn sem frömdu þennan viðbjóðslega glæp.

ThoR-E, 6.5.2009 kl. 18:59

11 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:29

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góð spurning hvort Dómsvaldið ætli að breyta til batnaðar og nú er ekki hægt að kenna Birni um lengur.  Nei Jenný mín ég hef sagt það áður og segi enn það er sami rassinn undir öllum þessum fínu herrum og frúm.

Ía Jóhannsdóttir, 6.5.2009 kl. 19:40

13 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég las ekki fréttina sem tengt var á. Sé það núna. Þetta er að sjálfsögðu hræðilegt mál eins og allar nauðganir eru.

Útlendingar eru samt í minnihluta og við þurfum að gæta þess að flokka fólk ekki eftir þjóðerni, það bitnar bara á saklausum.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.5.2009 kl. 20:32

14 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála Margréti,dómarar virðast ekki gera greina mun á nauðgun og samförum,miða við þá skelfilegu lásí dómum sem þessir drullusokkar fá,að nauðga og berja og svínvirða stúlku,skulu þessir ræflar fá mun betri dóm,heldur en þeir sem stunda eiturlyf,er hneyksli,og furðulegt hvaða sjóna mið dómarar nota,??auðvita á að dæma þessa drullusokka í lágmark 6 ár + 2 miljónir í miskunnarbætur,þetta er hneyksli hve létt mætt er litið á nauðgun og ofbeldi,vonandi verður tekið hart á þessum drullusokkum,og þeir fái mjög stranga dóm,

Jóhannes Guðnason, 6.5.2009 kl. 20:36

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábær innlegg í þessa nauðsynlegu umræðu.

Sérstaklega þakka ég þér Margrét fyrir þín fræðandi innlegg.

Því miður sér ekki fyrir endann á þessari umræðu.

En við sofnum ekki á vaktinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.