Miðvikudagur, 6. maí 2009
Frankestein dýraríkis, epplingar og lyklar á Kletthálsi
Fréttir eru ekki alltaf fréttir í sjálfu sér heldur meira svona lýsing á stemmingu, jafnvel prívat skoðunum þess sem heldur á pennanum.
Á Ísafirði varð útlendur ökumaður fyrir því að loka bíllyklana inni í bíl þar sem hann var staddur á Kletthálsi.
Svona klúður hendir ekki Íslendinga. Aldrei nokkurn tímann. Við læsum ekki bíllykla inn í bílum og þá aldrei á Kletthálsum heimsins.
En ég fór á frábæran fyrirlestur hjá næringarþerapista í gær.
Varð margs vísari.
Veit til dæmis að spelt er ein af þeim mjöltegundum sem verður að vera lífræn til að það skili sér í gróða fyrir kroppinn.
Komst líka að því að venjulegt smjör (ekki mýkt) er hollara og betra en léttoglaggottið og systkini þess í hillunum í búðinni.
Við vindum okkur nú yfir í lífrænt ræktaða ávexti.
Ég keypti einu sinni lífrænt grjót, æi ég meina döðlur en þær eru auðvitað minni og harðari en risastóru spíttræktuðu döðlurnar. Fékk að vita að ég hefði átt að leggja þær í bleyti.
Þetta vissi ég ekki og notaði því þær lífrænt ræktuðu í mitt vikulega grjótkast við nágrannana.
Svo að eplunum.
Lífrænt ræktað epli, til dæmis, er lítið og aumingjalegt og það er vegna þess að epli eru ekki hlussustór og glansandi frá náttúrunnar hendi. Þau eru búin til á rannsóknarstofum og eru Frankensteinar ávaxtaríkissins.
Mér létti, þessi horrorepli sem ég hef verið að kaupa í stórmörkuðum og hræddu úr mér líftóruna með stærð sinni og glansi eru þess vegna ekki epli, í sannri merkingu orðsins, þau eru stökkbreytingar, meira svona epplingar.
Héðan í frá mun ég reyna að kaupa lífrænt ræktað þar sem því verður við komið.
Hver vill verða fyrir árás ógeðisepla sem gætu jafnvel farið að tala til manns frá ávaxtaskálinni.
Þessi epli sem ég kaupi fyrir jólin og má spegla sig í eru bónuð.
Ég meina það, kommon, maður ber ekki gólfefni á mat.
Nú verð ég leidd fyrir aftökusveit vegna þessara pælinga minna.
Það kemur einhver eplaheildsali og lemur mig í hausinn með kílói eða svo.
Gott að eplamálin í lífi mínu eru að komast á hreint. Einu vandamálinu minna að díla við.
Farin að skoða í grænmetisskúffuna.
Hver skyldi vera Swartzenegger grænmetissins?
Í alvöru, vitum við hvað við erum að leggja okkur til munns?
Ha?
Læsti bíllykla inni upp á Kletthálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég fór á næringafyrirlestur um daginn! Fróðleikur valt út um eyrun á mér þegar ég kom heim. Algjörlega nauðsynlegt að fara reglulega til upprifjunar.
Auðvitað síast eitthvað af þessu smátt og smátt inn endar með því að ég verð næringargúru sjálfrar mín ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 10:29
Vid á tessu heimili kaupum lífrænt ræktad eins og mögulegt er .Ég ætla ekki ad segja tér hversu mikill bragdmunur er á tessum vörum.Taktu T.d. lífræntræktadar gulrætur og svo hinar ljótu og finndu muninn.Mæli med rifnum gulrætum til fólks ef tad er t.d. ad hætta ad reykja eda langar ad grenna sig.Eiga rifnar lífræntræktadar í ískápnum tad er málid.
Med kvedju frá Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 6.5.2009 kl. 10:55
Gulrótum:)
Gudrún Hauksdótttir, 6.5.2009 kl. 10:55
Égkaupi alltaf íslenska smjérið en ekki eitthvað létt og laggott. Eplin sem ég kaupi eru lítil og ekki glansandi, er ef til vill einhver millivegur þarna á milli Frankensteins og Einsteins?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2009 kl. 12:00
Eina leiðin til að vera viss um hvað maður setur ofan í sig er að rækta það sjálfur.
Emil Örn Kristjánsson, 6.5.2009 kl. 14:41
Prufaðu að hætta að reykja fyrst, svo kannski hafa áhyggjur af því að borða lífrænt
Gróðinn af því að borða hollan mat fer fyrir lítið ef að tjöru er sogað niður í lungun strax á eftir!
Rebekka, 6.5.2009 kl. 17:40
Ég hef einungis borðað lífræn epli síðan ég setti jólaeplin í skál í lok nóvember, þessi glansandi rauðu stóru, en þegar ég var svo að taka niður jólaskrautið eftir þrettándann, þá sá ég að eplin voru einhverra hluta vegna óhreyfð í skálinni, en litu samt svona ljómandi vel út. - Svo leið tíminn, og komið var fram að páskum, Dymbilvikan byrjuð og enn voru eplin glansandi í skálinni, ég að vísu þurrkaði af þeim um leið og ég þurrkaði af í stofunni. Þá áttaði ég mig á hverslags skelfing það var sem ég ætlaðist til að börnin borðuðu. Síðan kaup ég bara lífrænt. Og lífrænar gulrætur frá Hæðarenda slá allt annað sælgæti út. Þú verðu að prófa þær. Þetta með smjörið og rjómann er alveg satt, það eru hreinar afurðir.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.5.2009 kl. 19:36
Fyrirgefðu stafsetningarvillurnar hér og þar í skrifum mínum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.5.2009 kl. 19:37
Það er bara verst hvað smjörið er lengi hart!! Og svo ætla ég alls ekki að segja það sem ég hugsaði núna
Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.