Mánudagur, 4. maí 2009
Kastljósið og heimilin
Ég var að horfa á Kastljósið.
Ég skil ekki hann Gylfa, mér finnst hann algjörlega heillum horfinn eftir að hann varð ráðherra, og mér fannst þetta sérstaklega áberandi núna.
Það breytir ekki því að hann sem ráðherra fer auðvitað ekki að taka undir með fólki að það hætti að standa við skuldbindingar sínar.
En hann er orðinn eitthvað svo mikill.. ja, ráðherra ala íhaldsmódelið.
Mér finnst líka ábyrgðarhluti að hvetja fólk til að greiða ekki af lánunum sínum, hver sem það gerir, en það endar auðvitað með ósköpum fyrir alla, bæði menn og þjóð.
Fyrir utan, að það er skelfilega erfitt andlega að standa í slíku, hvað sem hver segir eða því trúi ég að minnsta kosti.
Ég er svolítið höll undir lögfræðinginn og manninn frá Hagsmunasamtökum heimilana sem komu í Kastljósið, báðir skýrir og frómir menn sem töluðu þannig að það skildist.
En halló, þetta viðtal við mann sem er hættur að borga var kannski ekki hið týpíska neyðardæmi, þó ég sé ekki að gera lítið úr slæmri stöðu mannsins, en hann varð atvinnulaus núna um mánaðarmótin.
Hann hætti að borga í september, hann er enn með tvo bíla.
Ég ætla að leyfa mér að benda á að það er fólk sem er bíllaust, atvinnulaust síðan í hruni og hefur þurft að lifa af lágum atvinnuleysisbótum frá því í haust.
Ég vil heyra frá því fólki.
Enn og aftur tek ég fram að ég er ekki að gera lítið úr neinum, það eru bara enn verri dæmi sem kannski myndu frekar opna augu þeirra sem með fjármál ríkisins fara.
Það er nefnilega svo skelfilegt ástand víða um landið, það má m.a. sjá á auknum tilkynningum til barnaverndarnefnda.
Á hvaða leið erum við eiginlega?
Furða sig á ummælum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Fjölmiðlar, Sjónvarp | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
í norður og niðurfalli líklegast
eftir því að dæma hvernig þau öll tala - vita ekki hvað er að gerast
elisabet (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:02
já, enn með tvo bíla. er hann ekki hættur að borga með þeim líka? ekki fýsilegt að losa sig við bílana og þurfa að borga með þeim. fólk er brunnið inni með bílana sína rétt eins og húsnæðið.
Brjánn Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 21:03
svo talaði Gylfi um að fólk leitaði ekki að vinnu og var greinilega að ýja að því að maðurinn sem rætt var við sæti bara heima og horfði í gaupnir sér. það koma aldrei fram neitt slíkt í viðtalinu, að hann væri ekki að leita sér að vinnu.
ég gef mér að hann leiti sér að vinnu, en sé bara raunsær og ekki sérlega bjartsýnn á að fá vinnu.
Brjánn Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 21:06
Mér fanst Gylfi lang rökfastastur af þessum þremur einstaklingum og var engan vegin hrokafullur eða íhaldsamur. Hannt benti einfalldega á að það sé ekki vitiborið að fara í greiðsluverkfall og fólk verði að nýta sér þá möguleika sem eru í boði. Í meginatriðum var ég honum hjartanlega sammála og vil hafa hann áfram sem ráðherra.
Þó það nú væri að yfirvöld vilji að fólk fari eftir lögum og reglum.
Ég vil menn eins og Gylfa sem taka óvinsælarákvarðanir fyrst og fremst á fræðilegum grunni. VIð þurfum slíka menn við þessar aðstæður...
Brynjar Jóhannsson, 4.5.2009 kl. 21:22
Það sem er verið að tala um í þessu öllu saman, er líklega sú staðreynd sem gæti gerst, að ef að kröfur gömlu bankanna verða eftir í gömlu bönkunum, af hverju eiga þá skuldarar ekki að njóta þess einnig, ég bara sé ekkert athugavert við það, ekki neitt.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.5.2009 kl. 21:23
Ég er ekkert að setja út á bílaeign þessa manns.
Ég er einfaldlega að tíunda þær upplýsingar sem fram komu og mér finnst maðurinn alls ekki öfundsverður.
En þetta snýst um svo miklu lengra komna hluti, barnafólk með einni fyrirvinnu sem er með eitthundrað og fimmtíuþúsund á mánuði og búið að vera frá því í haust.
Mér finnst að það verði að koma fram.
Ég nenni ekki að standa í að fara að eyða orkunni í að benda frekar á Kastljósdæmið, það er bara svo langt því frá það versta.
Þó það eigi eflaust eftir að fara enn lengra en nú er hjá þessari barnafjölskyldu.
Höldum okkur við það sem skiptir máli.
Elísabet: Ég ætla að bíða og sjá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2009 kl. 21:23
Mitt lán er hjá Íbúðalánasjóð. Hef vinnu og borga af mínu láni.
Kastljósin eru að reyna æsa fólk í að borga ekki. Þau vilja búa til fréttir frekar en að segja frá.
Ef þeir sem spiluðu í lottóinu og tóku myntkörflán og unnu ekki en þeim samt boðin aðstoð sem þau hunsa með greiðsluverkfalli þá verð ég illa settur með enn hærri sköttum en eru nú þegar í boði útrásarinnar.
Ef myntkörfufókinu verður gefið eftir þá vil ég mína eftirgjöf líka.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:43
Það sem mér fannst merkilegast með Gylfa að hann missti sig pínulítið. Hann er líka búinn að læra listina að svara án þess að svara spurningunni. Ég hefði viljað sjá Sigmar spyrja Gylfa út í gerðardómstillögu Gísla Tryggvasonar eftir að Gylfi lýsti því yfir að sjálfsagt væri fyrir hvern sem er að fara með mál fyrir dómstóla. Gerðardómur er lang skilvirkasta leiðin og þar koma báðir málsaðilar að lausn mála.
Marinó G. Njálsson, 4.5.2009 kl. 21:47
Mér segir svo hugur að það fólk sem er búið að vera atvinnulaust, bíllaust og þurft að lifa af skammarlega lágum bótum síðan í hruni hafi það ekki í sér að koma fram opinberlega.
Það fólk langar ekki til að opinbera vanlíðan sína! Það tekur á að vera einstaklingur sem alltaf hefur verið með allt sitt á þurru og vera síðan allt í einu fleygt í þær aðstæður að ráða ekki við neitt.
Hrönn Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 21:58
Mér fannst Björn Þorri koma best út úr þessum þætti, hann hefði mátt hjóla aðeins meira í Gylfa, hann var ekki nógu beittur, hefði viljað sjá meiri og hvassari umræður.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.5.2009 kl. 22:26
Tek undir með þér Jenný Anna að mér finnst ábyrgðarhluti að hvetja fólk til að greiða ekki af lánum sínum, eða semja um afborganirnar. Og að þarna skuli hæstaréttarlögmaður vera að verki, mér fannst hann dapurlega ómálefnalegur í málflutningi sínum. -
Ég veit um fólk sem í haust var komið í sömu stöðu og þessi maður skuldlega séð, en að auki búið að missa vinnuna. Þær fyrirvinnur byrjuðu á því að sækja um frest á afborgunum lána sinna, það er fyrst að ganga í gegn núna, en fresturinn gildir frá því í haust. -
Svo ég hvet fólk að byrja á því að sækja um frest á afborgunum lána sinna, og slaka síðan á, á meðan það ferli er í gangi sem er ekki eins langur tími nú eins og var hjá þeim sem fyrstir báðu um frest og ég nefndi hér áður.
Svo þegar um hægist, og þjóðin jafnt sem stjórnvöld sjá hvernig spilast úr málum, og ef hagur þjóðarinnar fer að batnandi, þá má skoða viðbótaraðgerð, til handa okkur aumingjunum sem borguðum brúsann. -
Og þá skulum við muna hverjir komu okkur í þessa stöðu, hverjir stóðu ekki þann vörð um land og þjóð sem það sór eið um að þeir mundu gera, ef þeir hinir sömu yrðu kosnir á Þing.
Þangað til skulum við þó þakka fyrir að við höfum fengið fólk í meirihluta á Alþingi sem setur velferð þjóðarinnar í öndvegi.
Velferð fólksins er í landinu er í fyrirrúmi. Og yfir því skulm við vaka.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2009 kl. 22:59
Ég var einmitt að vona, að eftir þennan Kastljósþátt gerði fólk sér grein fyrir ástandinu og að Gylfi hefði skýrt þetta fyrir fólki.
Það er með engu réttlætanlegt að færa þessi lán aftur í tímann. Hvað með þá sem fá skertan lífeyrir vegna kreppunar o.s.frv? Á að bæta þeim tapið? Hverjir borga ? Við, og þeir sem eru að fá þetta bætt
Með greiðsluaðlögun er hægt að færa afborgun af láninu í sama horf og það var fyrir ári síðan. Þá segja sumir "já og borga af láninu í 70 ár??" Ástandið er tímabundið og þetta eru aðgerðir til þess að hjálpa fólki á meðan við komumst yfir það versta.
Eins og Gylfi benti á, þá aðstoðar það ekki fólk að afskrifa 20% af skuldunum, greiðslubyrðin yrði meiri þá, en með þessari greiðslujöfnun.
úff ég gæti haldið svo lengi áfram.. Reynum nú að hugsa rökrétt og ekki hæpa allt upp og finnast allt ómögulegt.
Við Íslendingar getum svo sannarlega komist útúr þessu ástandi, og það gerum við í sameiningu! Höldum okkar striki og missum okkur ekki í volæðinu
Hjördís (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 23:27
Þetta viðhorf Gylfa er smá endurómun af orðum Ingibjargar Sólrúnar í Háskólabíói:
"Þið eruð ekki þjóðin!"
Það sem hann sagði var alveg rétt. Það væri mjög slæmt ef fólk hættir að borga. En hvað er valið?
Stjórnmálamenn virðast ekki skilja vandamálið, kannski vegna þess að hér hefur orðið KERFISHRUN og þeir eru óvart hluti af því kerfi. Þeir skilja þess vegna ekki heldur þörf á stjórnlagaþingi og nýja stjórnarskrá (sem gæti kannski takmarkað þeirra svigrúm).
Þegar svona skynsamir menn tala með jafn alvarlegum hætti BER STJÓRNMÁLAMÖNNUM SKYLDA til að HLUSTA.
Þrándur (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 23:37
Hver er þessi Gylfi? Er allt að fara til fjandans..ég veit hver Guðni er! Hann kom og lagaði loftnetið hjá mér í dag. En ég þekki engan Gylfa. ohh ég er svo útúr.
Garún, 5.5.2009 kl. 00:49
Gylfi segir hlutina bara nákvæmlega eins og þeir eru og hvaða möguelikar eru í stöðunni og gerir það vel.
Dúa (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 01:38
Svo virðist sem Gylfi hafi breyst á einni nóttu frá því að vera dáður af öllum yfir í það að vera hataður af nokkrum. Það eina sem hann hefur til saka unnið er það að segja sannleikann. Hann útskýrir einfaldlega hvaða úrræði eru til staðar ef fólk er í greiðsluerfiðleikum.
Ég treysti Gylfa ennþá betur eftir þetta upphlaup síðustu daga. Virkilega ánægjulegt að sjá að hann lætur ekki múgæsing og illt umtal víkja sér frá faglegum gildum. Ég veit það að flestir kollegar hans styðja hann. Aðgerðir viðskiptaráðherra verða að vera gerðar á faglegum forsendum.
Ólafur Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 04:02
Ég tek nú bara undir það að ég vill heyra frá fólkinu sem er á lágu bótunum, við erum nefnilega of mörg þannig.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 07:16
,, Ég stend uppi með spurninguna, hver er mín staða " ? segir útrásarvíkingurinn staurblanki Björgólfur Guðmundsson og hugsar bara um eigin hag, greinilega nokk sama um það hverju þjóðin hefur tapað á græðgis og valdabrölti hans. ,, Ég veit bara ekki hverju ég held eftir " segir hann grátklökkur og er að hugsa um fína húsið sitt á Vesturbrún 22. Villuna sem hann lét setja lyftu utan á um daginn. Persónulegar skuldir Björgólfs nema 58 milljörðum og sáralitlar eignir á móti. Auðvitað verður hann gerður gjaldþrota og kofinn hirtur af honum, eða hvað heldur maðurinn eiginlega að hann komist upp með !?!?!?
Stefán (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 08:32
ég veit ekki hvað skal segja þetta sýnir örvæntinguna sem hrjáir landsmenn. Og þeir eru ekki farnir að sjá að þessi úrræði skili neinu. Það erfiðasta í öllum málum er að bíða of fá enginn svör. Það gerir hvern mann vitlausan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2009 kl. 09:25
Takk öll fyrir frábær innlegg um málið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2009 kl. 09:25
Mér fannst satt að segja Gylfi vera rödd skynseminnar þarna. Virkaði fagmannlegur á mig. Fór raunar að hugsa um hversu óvinsælt þetta ráðherraembætti hlýtur að verða. Vilja VG eða Samfó virkilega taka þetta embætti? Hefði haldið að það væri gríðarlega klókt pólitískt að biðja Gylfa að vera áfram og sleppa þannig við þennan beiska kaleik.
Þetta reddast allt á næstu dögum, be happy don't worry
Hinrik (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.