Laugardagur, 2. maí 2009
Fyrir svo löngu
Þessi frétt kom mér á dúndrandi fortíðarfyllerí.
Breyttur útivistartími barna. Þetta er bara krúttlegt og hefur verið við líði svo lengi sem ég man eftir.
Reyndar minnist ég þess samt ekki að við höfum verið látin fara eftir honum í Vesturbænum í denn.
Í minningunni voru sumarkvöldin óendanlega löng og brennó, kýló, fallin spýta, Hollíhú, parís, teygjó, snúsnú og sipp í gangi langt fram eftir kvöldi. Í portinu á Verkó sko.
Lyktin situr eftir í minninu líka, svona fersk vor- og sumarlykt.
Það var aldrei kalt.
Alltaf sól.
Ég man að minnsta kosti ekki eftir annarri tegund af veðri.
Svo kölluðu konurnar út um gluggana eins og það stæði í samningi sem þær hefðu gert við ósýnilegan vinnuveitenda, svona fjórum sinnum á dag, ávallt hvor ofan í aðra.
Jenný; Matur/kaffi (drekkutími hét það á öðrum heimilum en amma mín hefði aldrei tekið sér það orð í munn) og svo var auðvitað gargað: Gættu þín/komdu/ekki óhreinka þig og svo fengu strákarnir sem stundum voguðu sér of nálægt sinn skammt líka: Sigurður; þú skalt eiga mig á fæti ef þú meiðir hana Jennýju, snáfaðu burt skömmin þín/ómyndin þín/pörupiltur/drengandskoti og önnur kærleiksorð voru látin falla gagnvart hinu gagnstæða kyni af mæðrum í gluggunum.
Ljúfir dagar.
Stundum hljóp á snærið og það var steðjað í sjoppuna, Reynisbúð, Kron, til Jafets og keypt nammi.
Haltukjaftibrjóstsykur, kúlutyggjó, fánakúlur, Krummalakkrísborða, gospillur og fleira dásamlegt.
Nú eða ég stillti mér fyrir utan mjólkurbúðina og beið eftir að vínarbrauðin kæmu í hús og fékk enda.
Og ekki má gleyma ferðunum í Frímerkjahúsið að kaupa servéttur og leikaramyndir.
Halló, hvert fór tíminn?
Mig langar að verða tíu ára aftur, sko fram á haust.
Mér finnst það lágmarks krafa eftir allt sem á mig hefur verið lagt.
Dæs, dæs, dæs.
Hvers á maður að gjalda.
Ég setti þarna inn myndir þegar verið var að malbika Hringbrautina mína og svo af róló við Vesturvallagötu.
Annars bendi ég áhugasömum á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur, þar er nostalgíumeðal fyrir alla þjóðina, ég segi ekki meira.
Útivistartíma barna breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég átti einmitt heima á Vestuvallagötu og fór á þennan róló
Þetta voru góðir tímar. Takk fyrir að deila þessu með okkur, Jenný Anna.
Emil Örn Kristjánsson, 2.5.2009 kl. 11:36
Alltaf gaman að detta í nostalgíuna. Takk
hilmar jónsson, 2.5.2009 kl. 12:04
Oh dásamlegir tímar. Þeir voru það.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 13:16
Mér fundust cola gospillurnar besta sælgætið í gamla daga, ég sakna þeirra ennþá. Ég væri alveg til í það að smakka þær núna. Ætli þær hafi ekki verið baneitraðar, þær hafa ekki sést í verslunum undanfarin 40 ár
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2009 kl. 13:57
Mér fannst Cola líka bestar og væri sko alveg til í að úða í mig nokkrum þrátt fyrir að þær væru baneitraðar sem þær voru auðvitað ekki.
Alltaf gaman að fara smá til baka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2009 kl. 14:33
Eru virkilega engar myndir til af rólónum fyrir innan? Þar datt ég fyrst úr rólu, át sand, sá fífl í fyrsta skipti, (o.k. fífla), stal rabarbara m.m. Fannst þetta á stærð við hásléttu Afríku og jafnhættulegt að voga sér þangað. Fékk ofur-nostalgíukast við þennan lestur. Takk fyrir það.
Solveig (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:18
Fékk alveg frábæra mynd af Vesturbæjarróló hjá Geir Guðsteinssyni, ritstjóra Vesturbæjarblaðsins, en hefur því miður ekki enn tekist að yfirfæra hana á bloggið. (Enda yfirleitt fyrir slysni þegar mér tekst slíkt).
Þessi færsla þín vekur hins vegar hjá mér löngun til að vera aftur sex ára, að pexa við búðarkonu á Bræðraborgarstígnum um verðlag á nammi.
HH: (með túkall frá afa í vasanum) "Ég ætla að fá átta tuttuguogfimmaurakúlur" (Ein sleip í reikningi...)
Búðakona: (Hróðug) "Þú færð engar átta tuttuguogfimmaurakúlur fyrir þetta. Þær kosta 35 aura núna !" .
HH: (Ósátt) "Hvernig getur það verið að tuttuguogfimmaurakúlur kosti 35 aura ? Má það ?"
Búðakona: (Enn hróðugri) "Þær heita ekkert tuttuguogfimmaurakúlur, vænan.(Innsk. Alltaf hatað það orð síðan). Það eru bara þið krakkarnir sem kallið þær það. Þýðir ekki að við getum ekki selt kúlurnar á því verði sem okkur sýnist"
HH: Pexar aðeins lengur, sér svo að hún er ofurliði borin. Kaupir enga kúlu -eina leiðin til að bjarga sjálfsvirðingunni. Strunsar út úr búðinni, stórmóðguð og sár út í óréttlæti heimsins. Lærir þarna væntanlega viðskiptalexíu fyrir lífstíð. En hvaða ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.5.2009 kl. 02:28
HH: Var þetta í Möggubúð hjá helvítis kerlingunni í peysufötunum, sem hataði börn?
Magga var á horninu á Hofsvalla/Ásvalla (verkó).
Mig langar líka til að verða smábarn aftur?
En heyrið þið krakkar, farið inn á Ljósmyndasafnið, þar er verið að sýna úr Vesturbænum.
Komasho.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2009 kl. 11:03
Þessi var í Verkó, nokkrar tröppur upp, en Bræðraborgarstígsmegin -minnir mig.
Á einu horni Ásvalla/Hofsvallag. var hins vegar sú dásamlega stofnun Útibú Borgarbókasafnsins.
Er svo ekki málið að ganga bara í barndóm í kreppunni ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 01:03
Þú ert að tala um Kron.
Bókasafnið, ó mig verkjar í minningunni.
Jú, hvernig væri að ganga í barndóm? Ég meina, það getur ekki verið verra en að bíða eftir aðgerðum stjórnvalda.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2009 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.