Leita í fréttum mbl.is

Ímynduð björgunarþörf og æsandi raunveruleiki á bók

Vitið þið að það mætti bjarga börnunum mínum óteljandi oft úr ímyndaðri hættu vegna misskilnings í staðinn fyrir þann skelfilega möguleika að enginn kæmi þegar á þyrfti að halda og þau í hættu stödd.

En það er bara ég.

Sofandi

Annars er ég að lesa nýjasta bókarkreisið um hrunið; "Sofandi að feigðarósi", eftir Ólaf Arnarson, sem selst núna í bílförmum.

Í bókinni er gerð grein fyrir atburðarásinni sem leiddi til þess að bankakerfið á Íslandi varð gjaldþrota í október síðastliðnum og sagan rakin fram á vor.

Ég hélt að raunveruleikinn gæti seint slegið skáldsagnaheiminum við í lygilegri atburðarrás.

Þar fór ég villur vegar.

Það sem gerðist á þessu landi í haust (og er jafnvel enn að gerast á bak við tjöldin) er mergjaðra en nokkurt ævintýri.

Ég mæli með því að þið lesið þessa bók.

Fræðandi og spennandi, því miður kannski, en svona er lífið.


mbl.is Óþörf björgunaraðgerð í Gróttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef ekkert hefur komið 'upp á' síðan við sáumzt síðazt þá ferð þú frekar 'villt vegar' en hvað veit ég svozem um nútíma læknizfræði & lánganir & þarfir fólkz.

Steingrímur Helgason, 1.5.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ætla að lesa þessa bók....bráðum. 

Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2009 kl. 23:22

3 identicon

Kaupi hana á morgun.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Ég skil þig ekki, ef þú átt leið hér inn aftur, plís útskýra.

Ótrúlega spennandi bók (sjúklegt en satt).

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2009 kl. 00:24

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Verð að finna hana á morgun, vantar einmitt lesefni. Ef það sama hrjáir þig þá get ég mælt með bókinni Konur eftir Steinar Braga. Sjúk bók.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.5.2009 kl. 00:27

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Get tekið undir það með Ingibjörgu. Algjörlega sjúk bók!!

En varðandi pistilinn þá er ég sammála því að ég vildi fremur láta bjarga mínu barni einu sinni of oft..... :)

Hrönn Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 00:44

7 identicon

 Sæl Jenný.

 Ég þarf að komast yfir þess bók . Ég hef alla tíð haldið því fram að það er en margt í gangi sem að er ekki þorandi að taka á . En hvers vegna?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 01:41

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kræki í hana næst þegar ég kem heim.  Góða helgi.

Ía Jóhannsdóttir, 2.5.2009 kl. 07:22

9 Smámynd: Garún

Úff.  Ég ætla að bíða eftir myndinni!  Dvd kvöld, popp og hrískúlur!  Er í hörkuviðræðum við Helen Mirren að taka þetta sem aðra seríu í "Prime Suspect".   

Garún, 2.5.2009 kl. 10:14

10 identicon

Spennó bók.

Þær eiga víst örugglega eftir að koma fleiri og frá hinum ýmsu sjónarhornum.

Bíð aðeins með að poppa...

Sigrún G. (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband