Leita í fréttum mbl.is

Fólkð búar - það skil ég

 

Ég hef aldrei unnið líkamlega erfiðisvinnu, ef frá eru taldar þessar vikur sem ég vann í frystihúsi, um það leiti sem Bobby Kennedy var skotinn en ég var rekinn þann dag vegna þess að ég sprautaði að gamni mínu úr þrýstislöngu framan í verkstjórann.

Honum var sem sagt ekki skemmt.  Það kom til vegna gusanna sem lentu aðallega í andlitinu á honum, um áhrif dauða Bobbís á verkstjórann veit ég ekkert um.  Hann minntist ekki á það einu orði.

Hann sagði reyndar ekkert, var eins og herptur handavinnupoki í andlitinu og benti mér út.

Föðurafi minn, Guðmundur Ingvarsson, sem útvegaði krakkakvikindinu vinnuna var miður sín, enda mátti hann ekki vamm sitt vita.

Jú, svo vann ég í einhverja mánuði sem gangastúlka á Landakoti þegar ég gekk með frumburðinn minn.

Þar held ég að mínum ævintýrum í líkamlegri vinnu sé lokið.

Ég hef reyndar alltaf verið í skemmtilegum störfum, nánast ótrúlega heppin með það.

En ég tilheyri auðvitað verkalýðnum, launþegum, en ekki hvað.

Ég kem af venjulegu alþýðufólki, ósérhlífnu og hörkuduglegu, langafi minn, t.d. mætti á niður á bryggju í úrvalið, þegar daglaunavinnan var og hét.

Stundum var hann sendur heim, eins og fleiri, enda margir kallaðir en fáir útvaldir.

Mér var sagt að það hafi verið ákaflega þungt í Jóni Jónssyni frá Vogum á þeim tíma.

Það sem ég er að reyna að koma að hérna er einfaldlega sú staðreynd að nútíma verkalýðsforkólfar snerta ekki streng hjá venjulegu vinnandi fólki.

(Að undanskildum einum eða tveimur, annar þeir heitir nafni sem byrjar á Guðmundur, hinn Aðalsteinn).

Enda eiga þeir ekkert sameiginlegt með umbjóðendum sínum, virðist vera himinn og haf þar á milli.

Þetta eru jakkaföt, framkvæmdastjórar og ekkert að því svo sem, ef þeir væru ekki að fara fyrir röngum hópi manna sem þeir þekkja vart.

Ég skil vel að fólk skuli búa á þá.

Svo sendi ég almennum launþegum þessa lands baráttukveðjur á þessum 1. maí í kreppunni.

Annars er það efni í aðra færslu, ævintýri mín á vinnumarkaði, þegar ég vann á Landakoti og var ólétt, ógift og var falin í eldhúsinu.  Skömmin var nunnunum óbærileg.

Það kemur seinna.

Annars er ég alveg hipp og kúl í verkamannsins kofa hérna.

Því lýg ég ekki.

 

 


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það má svo sannarlega segja að "verkalýðsforkólfar" þessa lands eru algjört prump.  Þeir hafa líklegast ekki hugmynd um hvað það er að vinna erfiðisvinnu. Líklega er þeirra líkamlega erfiðasta vinna, unglingavinna - nema þeir hafi sloppið við hana vegna klíkuskapar, sem virðist hafa tröllriðið þessari þjóð frá landnámi.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.5.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigrún: Mikið er ég sammála þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ævintýrin á æskuvinnumarkaðnum eru sko heldur betur efni í nokkrar bækur.   Why are you wasting your talent here ?

Fyrsta djobbið mitt var í Ísbirninum, smbr. "Blóðugir fingur, sveittar tær".

Nei, var reyndar alsæl á roðflettingavélinni -aldrei verið stoltari af nokkurri stöðuhækkun um dagana eins og þegar ég var tekin af borði og sett á fokking vélina !  Roðfletti karfa sem óð væri allt sumarið, missti nokkur gúmmístígvel ofaní gúanóið, en hélt báðum fótum.

Á geggjað pix af moi, með camel í kjaftinum, í heiðgulum gúmmístígvélum og hvítri svuntu -í pásu úti á plani í sólinni. (Sem var reyndar harðbannað.  Palli verkstjóri sagði að eigendinn ætti það til að renna framhjá Ís-Bangsa sínum um miðjan dag og að það allra síðasta sem sá vildi sjá, væri sextán ára stelpa að derra sig utandyra, með Camel í einni og jarðfræðibók í hinni; var í 3. bekk í MR). Samt voru pásurnar 20/20 á roðflettingavélinni, a.þ.a. hún var svo hættuleg.  Eigandinn þoldi bara ekki að sjá starfsfólkið "slæpast" í lögboðnum pásum.

Þegar vinkonur mínar sjá þessa mynd segja þær "Já, var þetta ekki dagurinn sem þú vannst í Ísbirninum !"

Þó að djókurinn sé góður, þá ljúgja þær því eins og þær eru stuttar til.  Var þarna hérumbil heilt sumar -og annað til.   Tók reyndar Bubbann áðetta um mitt seinna sumarið  -fór á puttanum út í náttúruna osfrv.

Sneri aldrei aftur í faðm Ísbjarnarins, en bý að honum alla tíð.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 22:34

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Veistu, ég hef oft hugsað svipað. Þegar ég vann í Hampiðjunni á Iðjutaxta og enginn bónus eða neitt til að bæta launin, samt var alltaf ætlast til að maður ynni á ljóshraða, eða þegar ég vann í fiski og bjó í verbúð, og ég hef búið í fleiri slíkum en ég man eftir í augnablikinu, og svo flutti maður sig kannski á milli landshluta og komst að því að ég hélt ekki neinu af áunnum réttindum þrátt fyrir langan vinnuferil og þurfti að byrja á hálfgerðum 16 ára taxta, þá hvarflaði oft að mér að launin okkar myndu skána talsvert ef þessir verkalýðsforkólfar væru skikkaðir til að vera sjálfir með þau kjör sem þeir sömdu um fyrir okkar hönd.

Þetta fólk sem púaði á Gylfa í dag hefur greinilega hugsað svipað, er maðurinn ekki með milljón á mánuði eða eitthvað? Hann deilir ekki beinlínis kjörum með alþýðunni í Alþýðusambandinu sem hann er í forsæti fyrir.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 2.5.2009 kl. 00:05

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Margrét: Ég skil þig.

HH: Eigum við að skrifa bók um vinnandi flottpíur?  Ég meina maður hefur marga fjöruna sopið í atvinnulegum skilningi.

Takk öll fyrir innlit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband