Leita í fréttum mbl.is

Mensan og tærnar

 

Ég vaknaði ekki hress í morgun á þessum hátíðisdegi.

Eftir langan tíma af raddleysi, inntöku myglulyfja og alls kyns árásaróðum flensugerlum, er ég nánast búin að missa húmorinn.

Ég hef til að mynda engan húmor fyrir því að tveggja ára barni skulið troðið inn í gáfumannafélagið Mensu.

Mensa er eins og allir vita gáfumannafélag sem er til í vel flestum löndum.  Inngönguskilyrði eru þau að þú komir vel út á gáfnaprófunum sem þeir hafa þróað.

Fyrir mér er þetta skortur á góðri sjálfsmynd, mikilmennskubrjálæði og gífurleg þörf fyrir að geta blakað félagaskírteini upp á að þú sért æðislegur, ofboðslega gáfaður, algjört séní og mikið klárari en vel flestir, sem veldur því að svona selskapur verður til.

Svo á að troða barni inn í félagsskapinn.  Tveggja ára smábarni.

hááir

Halló!

En svo furðulegt sem það nú er þá er ekki eins og þú þjálfir þig upp í að vera klár í kollinum.  Auðvitað geturðu lært og þjálfað heilann endalaust, en ef úthlutunin er ekki beysin í upphafi þá tekur heilinn ekki sönsum.

Það er svona jafn "gáfulegt" og að stofna félag fólks með fallegar tær.

Og þó ekki, það eru til lýtalæknar, má redda ljótustu tám, sem er fínt og hér er ég komin með hugmynd mér til handa.  Er með forljótar tásur eftir áralangar misþyrmingar á þeim í alls kyns háhæluðum skóm.

Það er ekki hægt að drífa sig með heilabúið til lýtalæknis, nú eða skipta um og bæta við líffærið.

Við notum það varla, vitum mest lítið um innihald viðkomandi líffæris og verðum að gera það besta úr úthlutuninni sem við fengum.

Þrátt fyrir að hafa tæpast unnið til þess sjálfur að fá heila vel yfir meðallagi í fúnksjón þá á fólk í "gáfumannadeildinni" til að ganga um með attitjúd og láta eins og það standi á verðlaunapalli eftir harðan kappleik og hafi unnið sig upp frá núlli.

Halló.

En kannski er húmorinn á leiðinni.

Þetta er eiginlega of "gáfulegt" til að hlæja ekki að því.

Mensa here I come! 

(Ókei, ég veit að Mensufólkið hittist og reynir að bjarga heiminum, blablabla og vonandi getur sú litla lagt sín lóð þar á vogarskálar).


mbl.is 2 ára stúlka í gáfumannasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskaplega undarlegt að nota frasana "skortur á góðri sjálfsmynd" og "mikilmennskubrjálæði" í sömu setningu. Gæti verið að þessi samtök hafi verið stofnuð til að þessir einstaklingar geti notið félagsskapar hvers annars og veitt hver öðrum félagslegan stuðning? Til að veita þeim vettvang þar sem þeir þurfa ekki að fara í felur með það að vera greindir? Ég held að þetta sé töluvert heilbrigðara en t.d. skrá pínulitlar stelpur í fegurðarsamkeppnir eða láta smábörn keppa á íþróttamótum.

Valdís (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bretar meta aðeins eitt meira en "gáfur" og það er að geta komið vel fyrir sig orði. Best finnst þeim þegar þetta tvennt fer saman. Þá verða til "snillingar" eins Oscar Wilde, Churchill og Jonathan Ross.

Bretum finnst gaman að keppa sín á milli í gáfum, eins og það er nú gáfulegt. Flestar krár á Bretlandi standa vikulega fyrir spurningakeppnum og vinsælasta sjónvarpsefnið þar eru spurningaþættir. Sá virtasti heitir Mastermind. Fyrsti og enn frægasti stjórnandi hans var Magnús Magnússon heitinn. Aðdáun Breta á Íslendingum tengdist þeirri skoðun þeirra að allir Íslendingar væru ofurgáfaðir. Magnús átti þátt í að halda þeirri ímynd við.

Bretum er nokk sama þótt börnin þeirra, samkvæmt skoðanakönnunum, séu þau óhamingjusömustu í álfunni, konurnar þeirra þær feitustu, unglingarnir þeir lauslátustu. Þeir kæra sig kollótta um að ekkert land hafi tekið þátt í jafn mörgum styrjöldum (flestum vita gagnslausum), svo fremi sem ekki verði sagt um þá að þeir séu "heimskir" eða hafi látið reka sig á gat í orðaræðu.

Það er stundum sagt að fólk dáist mest að og sækist mest eftir þeim hlutum sem því er ómögulegt að öðlast.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.5.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Gleðilega hátíð, Jenný Anna. Ég er líka í fýlu yfir því að þeir skyldu ekki hafa boðið mér í félagið. Svo er ég með ljótar tær að auki.

Emil Örn Kristjánsson, 1.5.2009 kl. 14:21

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vonbrigði á vonbrigði ofan, fyrst komst maður ekki á listana hjá Framsókn og mér líður eins og Emil... en á eftir að kíkja á tærnar aðeins betur. Þetta er eitthvað plott gegn mér persónulega eins og Árni Johnsen myndir orða það.

Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 14:33

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Varúð: Þessa færslu má ekki hleypa inn á taugakerfið.  Hæfilegt magn af alvarleika var notað við gerð hennar.  Einnig skal tekið fram að engum mönnum, dýrum, amöbum eða svifryki var fórnað við vinnsluna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2009 kl. 15:24

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Úps, stundum hleypur einhver púki sem ég þekki ekki náið, í mig. Tek þetta til mín.

Kveðja Jenný

Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 17:25

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Finnur: Rólegur, þessu var alls ekki beint til þín. Hahaha.

Það var þessi efsta sem tók þetta eitthvað til sín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.