Leita í fréttum mbl.is

Skjús mí, mí, mí!

Á ég að hlægja eða gráta?

Ég held ég geri hvorugt enda skil ég ekki hvað pönslænið í málinu er.

Auðvitað er þetta hallærislegt.

Minnir mig á formannskosningarnar í Framsókn.

Þegar Höskuldur varð formaður í nokkrar mínútur.

Fjandanum vandræðalegra fyrir Höskuld, en enn glataðra fyrir talningarmanninn.

Óli og sendiherrakonan fórnarlömb tæknilegra mistaka og misskilnings.  Mis, mis, mis.

Svo að allt öðru og þó...

Það er alltaf talað um að fólk klóri sér í hausnum þegar það skilur ekki eitthvað.

Í myndasögum er þetta líka túlkað svona, einhverjar fígúrur klóra sér í hárinu þegar þær standa á gati.

Afhverju; spyr ég, afhverju?

Ég meina, ég er ekki að yngjast hérna, þetta þarf ég að fá að vita.

Ég þekki ekki kjaft né hef gert svo ég muni, sem rýkur með hendurnar í hárið á sér á blönkum mómentum.

Ég, svo ég taki dæmi, lendi í því oft á dag að vita ekkert í höfuðið á mér, hafa ekki svar, þurfa að hugsa þannig að heilinn er við að brenna yfir.

Og ég klóra mér aldrei í höfðinu.

Sjúkkkkkitt, eins gott, þá væri ekki stingandi strá á hausnum á mér segi ég ykkur.

Allt farið í þágu þekkingarþorsta og fávisku undirritaðrar.

Sé jú.

Þessi færsla er í boði amríska sendiráðsins og því sletti ég eins og moðerfokker.

Skjúsmí.

komment.


mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Kippti einmitt á þessu í fréttunum. Þvílíkt "mis".

Kannski bara eitt sjúkdómseinkenna þjóðar og þeirra sem stjórna.  Allt eitthvað svo "mis".   Enda erum við stödd í einu allsherjar "misi"

PS No, it wouldn´t : )

Eygló, 28.4.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

hahahahahahahahah

Edda Agnarsdóttir, 28.4.2009 kl. 23:48

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Allir amerízkir ambazzadorar eiga að fá dona fálkalega orðu var línan á þeim tíma þegar Óli skokkaði árlega malarveginn suðureftir & til baka til að fá kanann úr landi.

Hvort er kúturinn fúll yfir að mizza núorðið af þeirri bráðhollu líkamzrækt, eða eitthvað óyndi í honum yfir að viðkomandi sé kona ?

Steingrímur Helgason, 29.4.2009 kl. 00:22

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig grunar að það sé Búskaskipuð hingaðkoma hennar sem fer fyrir brjóst á forseta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 00:43

5 identicon

Allt saman frekar fyndið og hallærislegt

En varðandi það að klóra sér í höfðinu þegar maður stendur á gati - þá stend ég mig oft að því - veit ekki af hverju - kannski eitthvað teiknimyndadæmi í undirmeðvitundinni...

 Annars er ég bara að kommenta  vegna samviskukallsins í fjólubláa dressinu

Elín (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:05

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Höski fékk þó sínar fimm mínútur í formannsstól Framsóknar  -og í kjölfar mistakanna sagði formaður kjörstjórnar af sér.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 03:32

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 29.4.2009 kl. 06:30

8 identicon

Óli grís er margsannaður vitleysingur...

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 08:52

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef einmitt oft verið svikin svona..... ;)

Skil ekkert í þessu með að klóra sér í höfðinu - ekki frekar en ég skil þetta með að standa á gati!

En ég skil líka ekki margt.

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 09:14

10 Smámynd: Líf Magneudóttir

Já - hvað þarf forseti að gera af sér svo það sé krafa um að hann segi af sér?

Líf Magneudóttir, 29.4.2009 kl. 09:31

11 identicon

Það er sjáflsögð krafa að forsetinn segi af sér, í hvert skipti sem hann opnar munninn.. og þá sérstaklega þegar hann talar við útlendinga þá fokkar hann öllu upp..
Ef Óli virðir íslenska þjóð þá segir hann af sér... og við sleppum því að velja okkur súperofursnobböryrkja í framtíðinni

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:00

12 identicon

Ég er að verða sannfærð um að við séum vel á heimsmælikvarða í klúðri en er þetta tilfelli forsetanum að kenna eða þakka?

Mbl. klausan er bráðfyndin og þegar hlásturkastið var liðið hjá las ég hana aftur og fattaði þá að ég skil ekki hvað þarna  kunni að hafa gerst:

Mér skilst  að Sendiherrann hafi fengið bréf frá Orðunefnd Utanríkisráðuneytisins um að hún fengi heiðursmerkið en að Orðuritari (Orðunefndar, þeas Örnólfur Thors) segi nú "að Orðunefnd hafi aldrei fjallað um mál bandaríska sendiherrans" en líka að hann hafi sent erindi til prótokollstjóra utanríkisráðuneitisins um að ákveðið hafi verið að sæma sendiherrann heiðursmerki "ÁN ÞESS AÐ FORMLEGA HAFI VERIÐ GENGIÐ FRÁ ÁKVÖRÐUNINNI". Kann Orðuritari líka að klúðra?

Svo er Kastljós að bera ónefndar heimildir fyrir tilfinningalegum viðbrögðum sendiherrans og hvernig forsetinn eigi að hafa bætt gráu ofan á svart með klaufalegum ummælum. Kann Kastljósfólkið þá líka að klúðra?

Það þarf af fá þetta allt upp á borð STRAX svo einhver geti verið látinn axla ábyrgð SEM FYRST !!!! Annars gætum við átt það á hættu að þjóðin sem heild missi mannorðið og verði að athlægi út um allan heim!!!

kveðja

Agla (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:10

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vitið þið að lausnin á þessu máli er einföld.

Leggjum niður forsetaembættið.

Eina lausnin.

Það verða alltaf misvitrir pólitíkusar sem sækja í þetta djobb.

En nú er komið nóg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 10:19

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleymdi einu, auðvitað getur Óli sagt af sér.

Mér þætti það ekki sérstaklega leiðinlegt verð ég að segja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 10:20

15 identicon

Segi það, við höfum ekkert efni á að sóa milljónum í svona fatlaðar skrautfjaðrir.. púra snobb.
Burt með þetta embætti

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:23

16 identicon

Af hverju í ósköpunum er verið að veita Fálkaorðuna yfirhöfuð. Kjaftæði.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:28

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og út með orðurnar Ragna, algjörlega sammála.

Hef bloggað mig hása út af þeim aulalega hégóma.

Leifar af konungsveldi og ég vill ekki sjá það.

Við eigum að vera stolt af því að vera alþýðuþjóð.  Enda öll úr sama moldarkofanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 10:37

18 Smámynd: hilmar  jónsson

Látið ekki svona. Óli og Dorrit rúla.

hilmar jónsson, 29.4.2009 kl. 11:16

19 identicon

Þessi orða er ein aumingjalegasta orða í heimi... fólk er að fá þessa álkuorðu fyrir ekki neitt, fyrir að þekkja "rétta" fólkið.
Persónulega myndi ég hafna svona "orðu"... hún er svo LAME

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:19

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Herbert: Svafstu af þér veruleikann sem þingmaður?  Hehe, spurning um að sækja um eftirlaun.  Ég meina annað eins hefur nú gerst.

Orður út, alþýðlegheit, heiðarleiki og manngæska inn.  Ekki flóknara en það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 15:12

21 identicon

Ég er komin nálægt því að ná þráðinum í þessu orðumáli.                      Kostaði margar leitir og "cut and paste".

Sendiherrann er hjá afleggjaranum að Bessastöðum með bréfið frá (Íslenska ) UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU um orðuveitinguna í veskinu. Við vitum ekki hver skrifaði undar það en það hlýtur að koma í næsta þætti. Hún er í dimmbláu dragtinni svo orðan taki sig vel út .Svo kemur símtal í sendiherrabílinn um að forsetinn ætli ekki að gefa henni orðuna en hún  sé velkomin í kaffi eða hvítvín.                                             Hver sló á þráðinn til konunnar?                                               Hvernig brást hún við fréttunum?                                                  Hvað gerðist milli sendiherrans og forsetans á Bessastöðum?               Var eiginkona forsetans í húsinu?                                                       Hvað gerðist í þættinum þar á undan??                                               Hver er þessi dularfulli  Örnólfur sem sendi erindi til prótokollstjóra utanríkisráðuneytisins (trúlega þess bandaríska?) um að ákveðið hefði verið að sæma sendiherra þeirra orðunni, ÁN ÞESS AÐ ORÐUNEFND hefði fjallað um mál bandaríska sendiherrans eða að formlega hafi verið gengið frá ákvörðuninni (að hans sögn skv. Mbl. Trúlega er hann að vitna í fundarskýrslur Orðunefndar )                                                    Örnólfur virðist vera Forsetaritari  OG Orðuritari og þar að auki er hann Thors. THORS gæti verið tilvísun til Thorsaranna? Hver veit.

ÓRG minnir óneitanlega svolítið á JR (báðir hafi jú R í skammstöfuninni) svo mér datt í hug að þetta væri íslensk útgáfa á Dallas og að fjölmiðlar okkar hefðu sameinast um að halda spennunni gangandi.   

Er ég kannski búin að missa jarðtenginguna?????                             



Agla (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.