Mánudagur, 27. apríl 2009
Eftir "áreiðanlegum" heimildum
Sem eigandi bloggsíðu sem er ágætlega mikið lesin, fæ ég haug af skeytum og eitthvað af símtölum.
Meiri hluti þess sem fólk hefur að segja mér ratar aldrei hér inn.
Enda ekki nein ástæða til, þetta er mín síða og ég er ritstjórnin og margt af því sem mér berst í formi nafnlausra tryllingsfrétta, ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.
Núna hef ég hins vegar, eftir þokkalega áreiðanlegum heimildum, að Samfylkingin sé í ötulum stjórnarmyndunarviðræðum við aðra flokka á bak við tjöldin.
Ég ætla að láta þau njóta vafans því ég trúi því að Jóhanna Sigurðardóttir sé heiðarlegur stjórnmálamaður og hún hafi ekki verið að gabba okkur kjósendur vinstri flokkana þegar hún hélt því fram að stefnt yrði áfram að vinstri stjórn eftir kosningar.
Það var varla búið að dusta innan úr kjörkössunum þegar hún spennti augun í VG og málaði þau út í horn.
Ég hallast að því að bæði hún og Steingrímur hafi verið orðin örþreytt og ætla að skrifa þessa nýtilorðnu spennu á milli þeirra á þann reikning.
Ef þetta hins vegar er rétt og satt sem fullyrt hefur verið við mig frá fleiri en einum hringiðumanni, þá segi ég bara, Atli Gíslason, þú hefur rétt fyrir þér, höldum okkar VG-striki og verum heiðarleg, með allt uppi á borðinu.
Hinir geta þá séð um svikin.
Annars er það nú svo að áreiðanlegar heimildir eru ekki alltaf svo áreiðanlegar, ekki frekar en almenn skynsemi er sérstaklega almenn, þannig að ég ætla að sitja með krosslagða fingur og vona að heimildarmenn mínir séu óáreiðanlegir í hæsta máta.
Fundar með forseta síðdegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Djöfull gæti ég trúað þessu.
Þess imiðjumoðsflokkur með alla sína hægri slagsíðu ? Við hverju er hægt að búast?
Ef SF mun svíkja lit verður BYLTING....
hilmar jónsson, 27.4.2009 kl. 13:38
Ögmundur er með lausnina.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:38
Ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki rétt. En ef svo er, þá er ég sammála þér með að VG eigi að halda sínu heiðarlega striki.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:40
VG sem sigurvegarar kosninganna og heiðarlegur flokkur eru í góðri samningarstöðu gagnvart SF.
Hinsvegar ef SF ákveður að bregða sér í rottuhlutverk og stinga VG í bakið, þá munu fylgja því viðbrögð frá fólkinu í landinu. Það er ég þokkalega viss um.
hilmar jónsson, 27.4.2009 kl. 13:51
Sæl Jenny.
Ég er hrifin af því sem þú sagðir: Ég er ritsjórinn yfir þessari síðu (og þú berð ábyrgð á henni) mitt innskot.
Mér finnst alltof fáir vilji virða þetta.
Gangi vel. Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:56
Það liggur alveg í loftinnu að Jóhanna mun stinga ríting í bak Steingríms. Það er ekkert heiðarlegt í hennar fari enda er hún Ég! ég! ég! svo við.
Valdimar Samúelsson, 27.4.2009 kl. 14:02
Ég vil ekki hlusta á ljóta hluti um hana Jóhönnu, hún er að mínu viti einn okkar heiðarlegustu stjórnmálamanna.
En málið er að ég eins og fleiri eiga erfitt með að treysta.
Rétt Gísli sem þú segir, Ögmundur er með þetta.
Vonum það besta.
Ég ét þetta gjarnan ofan í mig, ef rangt reynist.
Það er ekki í fyrsta skipti sem ég þarf að gera það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 14:08
Ef Samfylkingin og Sjálfsstæðisflokkurinn mynda stjórn... haldið þið að fólk myndi gera eitthvað meira en að kvarta? Ég að minnsta kosti veit ekki. Kvartað hátt og kvartað mikið en ekki mikið meira en það.
Mofi, 27.4.2009 kl. 14:32
Var rétt í þessu að tala við mann sem sagði: ,,Jóhanna hefur alltaf verið peð, þeir tóku hana sem formann vegna þess að engin vildi taka ábyrgðina á því, en hún er forkur þessi kona."
Ég er sammála þar til annað kemur upp á borðið.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 15:04
Hvernig getur þetta komið ykkur á óvart? Haldið þið virkilega að Samfylkingin gefi eftir sína afstöðu varðandi ESB? Ekki ætla Vinstri-grænir að gefa eftir sína afstöðu og þá er það augljóst að flokkarnir geta ekki starfað saman. Þetta hefur legið fyrir allan tímann, fólk lokaði bara augunum og hélt að þetta myndi leysast.
Erla (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:11
Það má vel vera að Jóhanna Sigurðardóttir sé heiðarlegur stjórnmálamaður, en þeir finnast ekki margir fleiri í forystu Samfylkingarinnar. Mér dettur alltaf í hug eitthvað rotið, sem er fallegt á yfirborðinu, en þegar þú potar í það þá spretta fram maðkar....
Sigríður Jósefsdóttir, 27.4.2009 kl. 15:19
Ég yrði ekki alveg klossbit..það segi ég satt
Ragnheiður , 27.4.2009 kl. 15:37
Atli Gíslason o.fl. eru að gera sitt besta til að koma í veg fyrir vinstri stjórn. Af hverju ætti Samfylkingin, með 20 þingmenn á móti 14 mönnum VG, að gefa eftir sitt helsta og mikilvægasta stefnumál? Hvaða vit væri í því?
Anna (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:39
Ég yrði ekki undrandi ,en Atli er með þeim betri sem fæti sínum hafa stigið inn á alþingi.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:49
Skil ekki þetta röfl manna að Vinstri Grænir hafi verið sigurvegarar kosninganna. Eftir því sem ég best veit sigrar sá sem lenti í fyrsta sæti, en ekki keppandinn sem stökk úr 4. sæti í það 3ja.
Samfylkingin er ótvíræður sigurvegari kosninganna og hefur öll tromp á hendi sér.
Úlfar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:52
Ég bara trúi þessu ekki. Það væru svik við kjósendur ef ekki yrði reynt til þrautar að mynda ríkisstjórn S og VG!
Sigrún Jónsdóttir, 27.4.2009 kl. 15:56
Merkilegar eru staðhæfingar sumra Vinstri grænna um hversu arfavitlaust sé að gerast aðilar að Evrópusambandinu.
Það hefur ekki verið í ljós leitt hvaða kostir okkur bjóðast og verður ekki gert fyrr en búið er að fara í gegn um aðildarviðræður.
Ekki treysti ég mér til að taka afstöðu fyrr en það hefur verið gert og samningur liggur fyrir.
Þeir sem taka afstöðu með eða á móti áður en staðreyndir liggja fyrir hljóta að gera það á trúarlegum forsendum.
Sverrir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 16:58
einörð stefna VG kemur í veg fyrir vitrænar stjórnarmyndunarviðræður svo auðvitað semur Samfó við O og B á meðan VG bullar út í eitt...
Óskar Þorkelsson, 27.4.2009 kl. 17:18
Sverrir:Ég er sammála, við vitum ekki hvað er í boði fyrr en við sækjum um.
Óskar: Ef þetta er allt svona auðvitað, drífðu þig þá og segðu Jóhönnu að hætta að tala við VG.
Auli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 17:40
Pólitískt plott er í öllum flokkum, líka VG. Ef VG stendur fast á sínu, hvernig er þá hægt að fá það út, að Samfylkingin sé að svíkja þjóðina?
Himmalingur, 27.4.2009 kl. 17:43
hmm er ég auli Jenný ef ég segi hvað mér finnst um hegðun VG ?
Annars er altalað að VG sé í leyniviðræðum við sjallana enda er stefnan keimlík..
Óskar Þorkelsson, 27.4.2009 kl. 17:50
Ég var nú að grínast Óskar minn.
Hilmar: Segðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 19:32
Að fara í aðildarviðræður er það sem skiptir máli. Peningastefnan og atvinnulífið hangir á því að hér verði mótuð framtíðarsýn í peningmálum þjóðarinna. Sú sýn felur ekki í sér krónuna.
Ef þetta þýðir að aðrir en S og VG nái saman þá verður bara svo að vera. Aðeins einn kostur er þá í stöðunni og það er Samf., Borgarhreyfing og Framsókn.
Þá það.
VG eru fastir í afturhaldi og þótt Steingrímur vilji vera sveigjanlegur og skoða viðræður þá eru aðrir þarna sem hann þorir ekki að ógna. Eins ágætur og Atli Gíslason er þá leist mér illa á hvernig hann talaði í fjölmiðlum í dag. Eins komu ummæli Ögmundar mér á óvart miða við það sem hann hefur sagt áður.
Svekkjandi. Ég óttast mjög að Jóhanna muni gefa eitthvað eftir.
Kolbrún Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 22:43
Kolrún B.
Þótt þú viljir ekki krónuna þá eru ESB umræður ekki að fara að færa þér Evruna næstu árin. Þótt aðild yrði samþykkt á morgun þá þyrftum við samt að uppfylla nokkur efnahagsskilyrði áður en Evran kæmi til greina, og það mun taka nokkur ár.
Eina leiðin sem íslendingar hafa til þess að sjá Evruna hér næstu örfáu árin væri einhliða upptaka, sem Samfó má ekki heyra minnst á.
Afhverju heldur þú að ESB-aðild losi þig fljótlega við Krónuna Kolbrún?
Íslendingar geta ákveðið að taka upp annan gjaldmiðil ef þeir vilja, Evran er ekki eini kosturinn. Kannski betra að bíða með það í eitt eða tvö ár. En Evran með ESB aðild mundi þýða lengstu töfina á nýjum gjaldmiðil.
Þeir sem eru ekki að styðja aðildarumræður núna, eða vilja ekki ESB eru ekkert endilega á móti erlendri mynt. Þetta er bara ekki aðalmálið núna. Margir sem styðja ekki aðildar og ESB umræðuna núna eru einfaldlega ekki ánægðir með umræðuna, áróðurinn og vitleysuna.
ÞAð sem skiptir máli núna er að endurreisa atvinnulífið, sem verður ekki gert með "good-will" loftbólu trausti frá ESB vegna aðildarumsóknar. Það er áróður af verstu gerð. "Fagra Ísland" og "Fagra ESB", sama helvítis kjaftæðið frá sömu vindhönunum.
(Ég reyndar undanskil Jóhönnu frá því að vera vindhani, en því miður þá treystir hún á nokkra slíka)
magus (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:06
Samfylkingin vildi ekki ganga bundin til kosninga. Það segir okkur eitthvað. Ég vann mikið fyrir VG í kosningabaráttunni og ég reyndi ítrekað að fá Unga Jafnaðarmenn til samstarfs þegar kom að uppákomum fyrir ungt fólk. Ég bý í Reykjanesbæ og þar sem X-D fékk 57,7% í síðustu sveitarstjórnarkosningum taldi ég reynandi að brjóta ísinn með sameiginlegu átaki félagshyggjunnar á svæðinu. UJ höfnuðu ávalt samvinnu og sögðust ganga óbundnir til kosninga. SOB er möguleiki og ég á erfitt með að sjá Borgarahreyfinguna starfa með Framsókn, en pólitík er pólitík.
Ég er andvígur ESB en hef engar áhyggjur að aðildarumsókn. Samningurinn verður felldur í þjóðaratkvæði því hann verður vondur.
Sígandi lukka er best og við í VG munum græða á því til framtíðar að taka ekki þátt í komandi ríkisstjórn. Hún verður óvinsæl. Hinsvegar yrði það slæmt fyrir Ísland og þar sem okkar stefna er að láta gott af okkur leiða þá megum við ekki taka hagsmuni flokksins framfyrir hagsmuni þjóðarinnar. Ef Samfylkingin mundar rýtinginn þá verður það hennar banamein að lokum.
Vegna vangaveltna um mögulegt smastarf X-V og X-D, með hvaða hætti skil ég ekki, þá vil ég benda á að VG eru á móti ESB því flokkurinn vill ekki að erlendir auðhringir nái yfirráðum yfir okkar náttúrulegu auðlindum. D er á mót ESB því flokkurinn vill að sinn auðhringur nái yfirráðum yfir auðlindum.
Af tvennu illu verð ég þó að velja íslenskan auðhring. Það er allavega hægt að henda snjóbolta í hann.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:40
Góð samantekt Elvar G.
Ég held líka að samningur yrði felldur, en það er þó háð því að almenningur fengi að vita hvað raunverulega stæði í þeim samning. Þá þyrftum við að treysta á fjölmiðla landsins til að greina heiðarlega og rétt frá, sem er ekki endilega gefið mál. Sérstaklega þar sem staðan yrði sú að þeir yrðu að gera grein fyrir málum sem eru ekki í samræmi við það sem Samfó hefur haldið fram.
Það sem verra er, er sá tími sem Samfó myndi eyða í að berja hausnum við steininn við þá yðju að rembast við að gera samninga um undanþágur sem aldrei verða gerðar. Á meðan yrði efnahagurinn og landstjórnin í hálfgerðu "limbói".
Það yrði sennilega banamein VG að láta undan kröfum Samfó um aðild til þess eins að fá að vera með í stjórn. Afhverju ættu að kjósendur VG að kjósa flokkinn í næstu kosningum eftir slíka frammistöðu? Fyrir utan það að þessi ríkisstjórn á eftir að þurfa að gera ýmislegt miður vinsælt.
Samfó rembist við ESB, en hefur engan traustan kost um að mynda stjórn um það mál. SOB yrði aldrei traustur grundvöllur fyrir það mál, þótt B myndi lofa uppí ermina á sér til að komast í stjórn. Ef ESB verður ekki samþykkt þá gæti staðan skyndilega orðið sú að Samfó liðast í sundur.
magus (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:13
Ef við horfum frá hinni hliðinni þá hefur Samfylkingin málað sig út í horn í þvergirðingshætti sínum í þessu ESB máli
Gæti ekki VG tala við Sjallana og Framsókn til að halda áfram að bjarga landinu eftir hrunið. Þó það kosti að draga Sjallana að borðinu aftur.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.