Leita í fréttum mbl.is

Stígið varlega til jarðar

Í dag fyrir utan heimili Jóhönnu Sigurðardóttur, sögðu hún og Steingrímur að viðræður gengju vel.

Í sjónvarpinu, fréttunum nánar tiltekið, var málið orðið svaka erfitt samkvæmt Jóhönnu.

Hvað er í gangi?

Til ykkar formanna vinstri flokkanna.

Ykkur hefur verið falið skýrt umboð frá þjóðinni að halda áfram vinstri stjórninni.

Í fyrsta skipti frá stofnun lýðveldisins fá vinstri flokkarnir öruggan þingmeirihluta.

Fyrir mér er það ófyrirgefanlegt ef þið glutrið því niður og hunsið skýran vilja þjóðarinnar.

Stígið því varlega til jarðar.

Vegna þess að nú er mikið í húfi.


mbl.is Evrópumálin erfiðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Verða þá ekki VG nýþingmenn kannski að segja svona í "hvítskeggið" hjá formans-pabbanum í þokunni austan úr Þistilfirði (helv eru þeir stundum hvassir þyrnarnir þar frá segir einn vestan heiðar frá)  að utan EU eigi landsins sjáfstæði ekki möguleika á að vera til "eksistere" í heimsins fjármálaheimi - Og innan Eu sé því best borgið því þar inni með stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum  sé hægt að komast upp úr öldudalnum- en er það ekki það sem þið flest viljið?

Jón Arnar, 26.4.2009 kl. 21:50

2 identicon

Enn og aftur, hjartanlega sammála þér.

ASE (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 21:59

3 identicon

Til hamingju ísland.hlakka til að koma heim í betra samfélag.Lifi búsáhaldabytingin

páll heiðar (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þsð er nokkuð ljóst að kosið verður um þessa aðild. Held meira að sega að þau tvö geti ekki klúðrað því þó þeim langi.

Eru komin upp einhver nöfn sem hafa sýnt áhuga á því að  túlka fyrir Jóhönnu þarna í Brussel?

Annars er frábærast í þessu öllu að nú er líklegt að kosið verði 3 sinnum á næstu 2 árum. Mér er nú þegar farið að hlakka til að sjá hvaða búninga og fígúrur Ástþór Magnússon á eftir að sýna okkur. Ég held hann hafi ekki sýnt okkur allt og því verður þetta taumlaus gleði næstu 2 árin.

S. Lúther Gestsson, 26.4.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hreinlega trúi því ekki að Steingrímur og Jóhanna klúðri þessu.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.4.2009 kl. 23:57

6 Smámynd: Garún

Þau eru ekkert að fara að klúðra þessu.  Svona töff fólk og ef þau klúðra þessu þá er það örugglega afþví að þau ætluðu að gera það.  Ég held að þau séu bæði heiðarlegasta fólkið á klakanum.  Annars fór ég með utanfundar atkvæðið mitt á VG skrifstofuna í bænum á kostningardag og tók í hendina á Svandísi og er geðveikt starstruck eftir það....mér finnst hún æði...

Garún, 27.4.2009 kl. 00:55

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nei, nei, þau klúðra þessu ekkert, þetta er bara smá forleikur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2009 kl. 01:40

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er samt ansi hrædd um það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 07:40

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Leyfum þeim að reyna það er ekki öll von úti þó nóttin sé ung.

Ía Jóhannsdóttir, 27.4.2009 kl. 08:39

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei nei þau klúðra ekkert. Smá leikrit í gangi um hver vann kosningarnar og svo kemur þetta.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2009 kl. 09:42

11 identicon

Ég vil leiðrétta tölfræðina aðeins hjá þér Jenný.  51,5% atkvæða er ekki skýrt umboð frá þjóðinni. Hinn helmingur þjóðarinnar veitti núverandi stjórnarsamstarfi ekki brautargengi.  Og ég get ekki fundið út að Samfylkingin sem bætti einungis við sig 3% atkvæða sé einhver stór sigurvegari þessarra kosninga.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:10

12 identicon

Það er greinilegt að það fer eitthvað í taugarnar á þér Jenný að ég benti réttilega á það að íslenska þjóðin kaus EKKI núverandi stjórn aftur  51.5% er ekki íslenska þjóðin. Þetta er svipað og þegar að við kusum forsetana Vigdísi og Ólaf 1980 og 1996 þá voru hvorugt með meirihluta atkvæða á bak við sig. Og voru þetta forsetar kosnir af íslensku þjóðinni, Vigdís með 34% atkvæði á bak vi sig og Óli með 41% á bak við sig. Getum við kallað þetta forseta þjóðarinnar. Tölfræðin segir mér að svo sé ekki. Þetta er svipað bullið og hefur heyrst þegar að flokkar hafa verið að tapa fylgi í kosningum hér áður fyrr þá voru þeir alltaf að vinna varnarsigra.

Ég gæti haldið því fram samkvæmt þessari formúlu að Ástþór væri sigurverari kosningana, að fara úr 0,0% upp í 0.6% er þetta 6% aukning, 60% aukning eða 600% aukning. Hvílíkt rugl. Hvar er dómgreindin hjá ykkur.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband